Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1997, Side 9

Freyr - 01.01.1997, Side 9
Á aldarafmæli skilvindunnar: Skilvindan er öllum predikunum betri... sagði herra Þórhallur biskup Eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri og Tómás Helgason frá Hnífsdal Um aldir höfðu menn þá aðferð eina við að skilja rjómann úr mjólkinni að setja hana sem svo var kallað. Mjólkin var „sett“ í trogum eða kimum og látin standa hreyf- ingarlaus í tvö eða þrjú dægur. Þeg- ar rjóminn hafði setzt ofan á var undanrennunni rennt úr ílátunum. „Okkur krökkunum þótti gaman að líta yfir trogabreiðuna, sem þakti búrbekkina“, skrifaði Kristinn á Núpi í endurminningum sínum (1). Og ílátin á hverju heimili gátu orðið mörg. Mikið verk var að þrífa þau og krafðist það natni og vandvirkni. Þrátt fyrir það var alltaf hætta á að rjóminn drægi dám af loftslagi um- hverfis sem ekki var alltaf eins og best var á kosið. Oft vildi mjólkin líka súma áður en rjóminn var sest- ur ofan á, einkum á sumrin. Vafa- laust hafa því rnargar húsmæður átt sér draum um áhaid sem auðveldað gæti og bætt þetta mikilvæga bú- verk. Miðflóttafl til mjólkurvinnslu Er leið fram á nítjándu öldina fóm hugvitsmenn að þreifa fyrir sér með notkun miðflóttafls til þess að skilja rjómann úr mjólkinni. Það tókst og árið 1879 gaf Daninn L. C. Nielsen hjá O. Pedersen & Co í Hróarskeldu hugmyndinni þá gerð sem hún hélt næstu áratugina og nefnd var skil- vinda. Það voru svo Burmeister & Wain sem keyptu einkaleyfið og framleiddu áhaldið. Árið 1879 komu fleiri skilvindugerðir fram, m.a. Svíans de Laval (2), en hún náði hvað mestri útbreiðslu allt fram að aldamótum. Skilvindurnar juku afköstin að mun en bættu verk- ið líka. Smjörið óx því að með skil- vindunum urðu í mesta lagi 0,15- 0,20% fitunnar eftir samanborið við 0,50% þegar mjólkin var sett (3). Smjörið batnaði. Skilvindumar áttu ekki grennstan þátt í velgengni danska smjörsins á enskum markaði og því að danskir kúabændur gengu til móts við góða tíma. Hröð þróun varð í gerð skilvindn- anna. I fyrstu vom þær stórar, gjam- an knúðar gufu- eða hestaafli, og aðeins við hæfi stórbúa og mjólkur- samlaga. En brátt komu fram minni skilvindur (haandcentrifuger) sem vel hæfðu einstökum heimilum. Ein þeirra varð síðar fáanleg í Cort Adelersgade 4 í Kaupmannahöfn. Áhugi íslendinga vaknar Vorið 1896 birtist í blaðinu ísafold auglýsing um handhreyfivélina Alpha Colibri ...frá maskínuverzlun Fr. Creutz- berg í Kaupmannahöfn. Með því að draga reimina 60 sinnum á mínútu tekur vjel þessi öll fituefni (rjóm- ann) úr nýmjólkinni við 30° hita af 140 pd. mjólkur á kl.tíma...(4) Vélina auglýsti Jakob Gunn- laugsson stórkaupmaður. Auglýs- ingin birtist síðan mánaðarlega í blaðinu fram í september. Og fleira kom til. I septembermánuði þetta sama ár birtist grein í blaðinu Fjallkonan eftir Boga Th. Melsted sagnfræð- ing, sem þá var aðstoðarmaður í ríkisskjalasafni Dana. í greininni 1. ‘97- FREYR 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.