Freyr - 01.01.1997, Síða 11
lags suðuramtsins), hefir þann
mikla kost fram yfir aðrar, sem jeg
hefi heyrt getið um, að mjólkin þarf
ekki neinn tiltekinn hita til að skilj-
ast; hún er tekin eins og hún kemur
úr jjósinu og kvíunum, misvolg, ept-
ir atvikum, og skilst allt af jafiit.
Kvennfólkið heldur, að smjörið sé
meira, sem úr mjólkinni fœst, held-
ur en áður, og er það ekki minnsti
kosturinn. “(8)
Af lýsingu Reynivallaprests verð-
ur ekki annað ráðið en um sé að
ræða skilvindu, þótt áhaldið sé
nefnt strokkvél. Sé það svo virðist
skilvindan hafa verið ári fyrr á ferð
til Islands en jafnan hefur verið tal-
ið. I eftirmælum ársins 1895 segir
ennfremur í Búnaðarriti:: „Strokk-
vjel kom og ein hingað til lands, að
Sauðafelli, er og þykir búbætir mik-
ill.“(9) Svo virðist sem nafnið
strokkvél hafi í fyrstu verið haft um
það sem á norrænum málum hét
„separator" eða „centrifuge". í
skýrslu Sigurðar Sigurðssonar ráðu-
nautar til Búnaðarfélags Suður-
amtsins, sem rituð var 17. júlí 1896,
segir hann m.a.:
... þá hefur sjera Magnús á Torfa-
stöðum (Helgason) fengið sér
strokkvjel (handhreifingarvjel), er
að skilur rjómann frá undanrenn-
ingunni.(lO)
A ferðinni er „rjómavélin" frá
Boga Melsted og þótt kölluð sé
„strokkvjel" tekur lýsingin af vafa
um hlutverk hennar. Það virðist því
Skilvinda í mjólkurbúi um þessar mundir.
hafa verið Bjöm sýslumaður á
Sauðafelli sem fyrstur varð til þess
að flytja þetta tímamótaáhald til
landsins. Sigurður ráðunautur skrif-
aði grein um skilvélar í Isafold, 23.
júlí 1898. Þar varar hann menn við
vélum sem ...„gera bæði að skilja
mjólkina og strokka rjómann undir
eins“; ...,,þær eru í alla staði óhent-
ugar fyrir oss íslendinga, og ætti því
enginn að láta sér detta í hug að út-
vega sér þær...“ Segir Sigurður að-
eins eina slíka vél til í Danmörku.
Þar nefnir hann orðið skilvindu er
hann segir:
Þeir, sem hafa í hyggju að útvega
sér skilvindur, eiga einungis að velja
þœr, sem skilja rjómann frá und-
anrenningunni, og fá sér um leið, ef
kringumstœðumar leyfa, hentugan
strokk, sem snúið er með handafli.
Beztar skilvindur og algengastar eru
Alfa og Alexander. (11)
Oft er það svo að það tekur nýj-
ungar nokkurn tíma að fá endanlegt
heiti því að menn þreifa sig áfram
með ýmsar tillögur í fyrstu. Vera
má að þannig hafi það einnig verið
með þetta þing: rjómavjel, hand-
hreyfingarvjel, strokkvjel eða skil-
vindu. Lítum því aðeins á nafnið.
Skilvinda - nafnið sem
dugði
Svo virðist sem það hafi verið Sig-
Innflutningur skilvindna á árabilinu 1896-1920.
1. ‘97- FREYR 7