Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 29

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 29
Framtíð íslenskrar kindakjötslramleíðslu Framleiðendur í hlekkjum kerfisins Neysla kindakjöts á íslandi fer sífellt minnkandi, en neysla annarra kjöttegunda, grænmetis og léttari fæðu eykst. íslensk kinda- kjötsframleiðsla stendur því frammi fyrir miklum vanda og er nú svo komið að 65% sauðfjárbænda hafa tekjur undir fátæktarmörkum. Frelsi í viðskiptum er sífellt að aukast og mun það leiða til innflutnings á landbúnaðarvörum á næstu árum, en jafnframt skapa tækifæri fyrir ís- lenska kindakjötsframleiðendur. ís- lenskir kindakjötsframleiðendur eru illa í stakk búnir til að mæta þessum breytingum, þeir hafa búið við mið- stýringu og forræðishyggju sem hefur haldið þeim í fjarlægð frá markaðnum. Með þessu hefur skila- boðum markaðarins verið haldið niðri af verðlagningu og magnstýr- ingu sem er ákveðin með tilliti til neyslu og framleiðslukostnaðar en ekki markaðssjónarmiða. Yfirgrips- mikið sjóðakerfi hefur einnig veru- leg áhrif á ákvarðanir kindakjöts- framleiðenda og veldur því að ekki er alltaf tekið tillit til hagkvæmnis- sjónarmiða. Framleiðendur eru ekki að framleiða vöru sem þarf að upp- fylla þarfir endanlegs markaðar, þ.e. neytendanna, heldur vöru sem afurðastöðvar kaupa samkvæmt samningi við ríkið, en ekki á virk- um markaði. Þetta verður til þess að sú vara sem verið er að framleiða er ekki endilega sú sem markaðurinn óskar eftir. Lítil samkeppni hefur verið á meðal kindakjötsframleið- enda þar sem samábyrgð, opinber afskipti og tengsl við afurðastöðvar hafa verið allsráðandi. Flestar af- urðastöðvamar eru í félagslegri eigu kindakjötsframleiðenda og lúta Eftir Viðar Karisson, rekstrarfræöing stjórn þeirra. Þetta veldur því að hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum afurðastöðvanna og erfitt er að skilja á milli kaupanda og seljanda. A undanfömum árum hefur stefna niðurskurðar verið rrkj- andi. Dregið hefur verið úr fram- leiðslu og framleiðendur hafa dreg- ið úr kostnaði, hagrætt og dregið úr fjárfestingum. Ekki er sjáanlegt að greinin geti aukið arðsemi sína með þessu móti frekar en orðið er og myndi áframhald á þessari braut leiða af sér fjölda gjaldþrota. Hin leiðin er að leita sóknartækifæra. Aukið frelsi er lykillinn að framtíðinni Til að framleiðendur geti nýtt sér þá möguleika og þau tækifæri sem fel- ast í auknu frelsi þarf að aðlaga greinina breyttum forsendum, auka sjálfstæði framleiðenda, tengja þá markaðnum og veita þeim frelsi til að haga framleiðslu sinni og rekstri eins og þeir telja best. Til að þetta sé mögulegt þarf að auka tengsl framleiðenda og markaðarins, draga þarf úr áhrifum og valdi milliliða, s.s. afurðastöðva, og minnka opin- bera stýringu á verði og fram- leiðslu. Færa þarf ábyrgðina á sölu og framleiðslu beint til framleið- enda þannig að framleiðandinn beri sjálfur ábyrgð á sölu og verðlagn- ingu. Þannig er hægt að tengja sam- an vald og ábyrgð og hver framleið- andi ákveður verð og það magn sem hann vill framleiða og hvenær vörur hans fara á markað. Þetta gefur framleiðendum möguleika á að markaðssetja vöru sína á þann hátt sem hentar hverju búi, sem er nauð- synlegt því að rekstrarforsendur þeirra eru mismunandi. Sá sem tek- ur ákvörðunina nýtur hagnaðar af vel heppnaðri ákvörðunartöku og ber tapið af miður heppnaðri ákvörðunartöku. Til að þetta sé mögulegt þarf að gera eignarhald á afurðunum að fijálsu samningsat- riði á milli afurðastöðva og bænda, þannig að hver framleiðandi geti ákveðið hvenær hann setur vöru sína á markað, hvar, á hvaða vinnslustigi og hvort hann selur af- urðastöð eða lætur slátra og/eða vinna afurðimar fyrir sig og selur sjálfur. Það getur hentað einum framleiðenda að selja afurðir sínar sem lifandi gripi til slátrunar, öðr- um að selja núverandi afurðastöð og þeim þriðja að láta slátra fyrir sig og selja sjálfur, t.d. einhverjum dreif- ingaraðila. Þetta hvetur einnig til fjölbreytni, t.d. hvað varðar aðferðir í eldi, val á fóðri og beitilandi til að ná fram ákveðnum bragðhrifum 1. ‘97-FREYR 25

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.