Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1997, Side 33

Freyr - 01.01.1997, Side 33
Tafla 1. Yfirlit um nautgriparæktarfélögin 1996 Á r s k ý r Heildarárskýr Búnaðarsamband Bú Kýr Fjöldi Mjólk Kjarnfóður Fita% Prót.% Kjalamesþing 8 301 206,7 3378 312 3,95 3,28 Borgarfjarðar 85 2673 2033,0 3971 416 4,02 3,34 Snæfellinga 32 896 653,7 4251 519 4,04 3,32 Dalasýslu 19 485 366,7 4229 565 4,01 3,38 Vestfjarðar 41 887 688,3 4029 476 4,06 3,35 Strandamanna 1 24 20,9 4021 428 4,00 3,40 V.-Húnavatnssýslu 22 573 418,9 4226 608 4,07 3,29 A.-Húnavatnssýslu 43 1220 952,0 3893 613 3,96 3,32 Skagfirðinga 73 2284 1774,6 4375 647 3,91 3,37 Eyjafjarðar 148 5806 4382,5 4302 512 4,07 3,34 S.-Þingeyinga 83 2030 1529,9 4434 604 4,01 3,35 N.-Þingeyinga 2 61 48,1 3875 452 4,06 3,30 Austurlands 27 728 553,6 3737 500 3,98 3,36 A.-Skaftafellssýslu 15 410 306,0 4110 604 4,01 3,36 V.-Skaft. og Ragn. 136 4436 3183,1 4100 446 4,03 3,36 Ámessýslu 164 5999 4293,9 4136 514 4,03 3,34 Allt landið 899 28813 21411,9 4164 519 4,02 3,35 1995 906 28163 21277,8 4132 563 4,03 3,36 1996 888 26981 20317,4 4147 498 4,09 3,39 1993 886 26609 19586,0 4168 477 4,13 3,44 1992 875 26410 19515,1 4108 483 4,14 3,39 1991 821 24691 18795,4 4179 530 4,07 3,38 Afurðarþróun breytileg milli héraða Á mynd er sýndur samanburður á meðalafurðum kúnna á einstökum svæðum árin 1995 og 1996. Af- urðaþróun á milli ára er ákaflega breytileg á milli einstakra svæða. Á Vesturlandi eru litlar breytingar, óbreytt í Borgarfirði, hækkar á Snæfellsnesi en lækkar í Dölum. Á Vestfjörðum hækka meðalafurðir kúnna verulega og meira en á nokkru öðru svæði á landinu. 1 Húnavatnssýslum er lækkun meðal- afurða og í vestursýslunni er hún talsverð. Þegar kemur í Skagafjörð kemur hins vegar fram umtalsverð hækkun og eru meðalafurðir mæld- ar í kg mjólkur þar nú í fyrsta sinni verulega meiri en í Eyjafírði. f Eyjafirði er hins vegar nokkur lækkun meðalafurða og eru Eyfirð- ingar ekki lengur með þá afgerandi yfirburði í þessum efnum sem oft mátti sjá þar fyrr á árum. í Suður- Þingeyjarsýslu er lítilsháttar aukn- ing meðalafurða og er það svæði eins og árið 1995 með mestar reikn- aðar meðalafurðir eftir hverja árskú. Á Austurlandi er um að ræða lítils- háttar lækkun frá fyrra ári og fer það svæði að liggja allmiklu lægra með meðalafurðir en öll önnur stærri mjólkurframleiðslusvæði á landinu þrátt fyrir að um leið sé hlutfallsleg þátttaka mjólkurfram- leiðenda í skýrsluhaldi þar miklu minni en annars staðar. í Austur- Skaftafellssýslu hefur orðið umtals- verð og gleðileg aukning í þátttöku í skýrsluhaldi á síðustu árum og þar kemur fram aukning meðalafurða. Á báðum stóru svæðunum á Suður- landi kemur fram umtalsverð aukn- ing afurða frá árinu 1995 þó að hún sé ívið meiri á austara svæðinu en í Ámessýslu. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að skýra þennan mikla mun sem fram kemur í afurðaþróun milli ára á einstökum svæðum. Þegar hugað er nánar að þessum tölum er samt margt sem bendir til að staða í fram- leiðslumálum hafi ráðið nokkru um afurðaþróun á árinu. I Skagafirði er rýmri staða með framleiðsluheim- ildir en víðast annars staðar á land- inu og þróun á Vestfjörðum hefur einnig verið á þann veg að þar hefur verið meiri hlutfallsleg aukning á framleiðslurétti þeirra sem eftir standa í framleiðslu en á mörgum öðrum svæðum. Önnur vísbending um að þessi þáttur ráði nokkru fæst með því að bera saman meðalafurð- ir fullmjólka kúa þegar þær eru flokkaðar eftir burðartíma hvort ár- ið um sig. Slíkur samanburður sýnir að kýmar sem bera síðla vetrar, að vori og snemma sumars, skila minni afurðum 1996 en kýmar sem bám á þessum tíma árið 1995. Þetta bendir til að þessar kýr hafi minna verið nýttar í framleiðslunni sumarið 1. ‘97 -FREYR 29

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.