Freyr - 01.01.1997, Side 40
ið og árlega sækja landið heim þús-
undir útlendinga vegna þessa, svo
og til kaupa á hestum og til að fara
á stórmót og sýningar hestamanna.
6.4 Könnun á
hrossahögum 1995
I framhaldi af fundi samstarfshóps
9. nóvember og kynningu þessa
máls á samráðsfundi 17. nóvember
kom útsent bréf landgræðslustjóra
4. janúar til fjölda ábúenda með
fjölmiðlaumfjöllun í kjölfarið sem
kom Fél. hrb. á óvart.
Formaður Fél. hrb. skrifaði Land-
græðslu ríkisins eftirfarandi bréf
23.01. 1996.
“Varðandi bréf dagsett 4. janúar
1996 “Könnun á hrossahögum” og
fjölmiðlaumfjöllun.
A sínum tíma var óskað eftir því
við Fél. hrb. að það tæki þátt í sam-
ráðshópi, sem fjallaði um hrossa-
beit.
Fél. hrb. er ljóst að því miður eru
til dæmi um ofnýtingu lands af
völdum hrossabeitar. Þess vegna
töldum við sjálfsagt að taka þátt í
þessu starfi. Með þá von í brjósti,
að ef að þessu kæmu sem flestir og
ynnu skipulega, sýndu hverjum öðr-
um trúnað, þá mætti útrýma þessu
vandamáli.
Því miður hefur þetta alls ekki
gengið efdr. Bréf sem Landgræðsl-
an sendir ábúendum lögbýla 4. jan-
úar sl. er alls ekki sent út í samráði
við Fél. hrb., þótt að því sé ládð
liggja í umræddu bréfi. Það skal og
tekið fram, ef fundargerð frá síðasta
samráðsfundi er lesin, þá leggur
engin þessa aðferð til nema fulltrúi
Landgræðslunnar.
Bæði útsending á þessu bréfi og
ummæli landgræðslustjóra í fréttum
í Ríkisútvarpinu í byrjun janúar eru
ekki aðferðir til að nálgast málið.
Fél. hrb. getur á engan hátt sætt sig
við svona vinnubrögð. Landgræðsl-
an skuldar hrossabændum opinber-
lega afsökunarbeiðni á framkomu
sinni í þeirra garð.
Fél. hrb. íhugar hvemig eða hvort
samstarf getur orðið í framtíðinni.”
Félagi hrossabænda bárust fyrir-
spurnir frá tveimur ábúendum varð-
andi bréf landgræðslustjóra, með
hvaða hætti samráð hafi verið haft
við Fél. hrb. og var þeim bréfum
svarað sbr. hér að ofan.
6.5 Kynningarmynd um
íslenska hestinn
I framhaldi af aðalfundarsamþykkt
Fél. hrb. 1995 var leitað eftir mögu-
leikum á gerð kynningarmyndar hjá
KAM-Film og Roland Blum, þýsk-
um aðila.
Niðurstaða varð að gerður var
samningur um gerð myndbands
08.03.1996 við KAM-Film, fyrir kr.
250.000, það fyrirtæki, sem áður
hafði verið styrkt til myndgerðar.
Vinna við myndina hófst í mars og
starfaði markaðsfulltrúi Fél. hrb. að
gerð hennar ásamt leikstjóranum
Konráð Gylfasyni. Myndin var full-
gerð í júní 1996 og kallast hún
Equus Islandicus og er 13 mínútur
að lengd. Gert er ráð fyrir því að
hægt sé að bæta aftan við myndina
öðru myndefni, t.d. upptökum af
söluhrossum. Myndin er til bæði á
ensku og þýsku og á öllum sjón-
varpskerfum. Almennt verð á spól-
unni er kr. 2.500, en verð til félags-
manna er kr. 1.500. í myndinni er
fjallað vítt og breitt um íslenska
hestinn og er hún hugsuð sem al-
hliða kynning á hestinum. Hesta-
ferðir, dagleg notkun, reiðtúrar,
keppni, ræktun, stóðhestaréttir og
útflutningur koma fyrir og að auki
er fjallað um uppruna íslenska
hestsins og mikilvægi hans fyrir ís-
lenskt mannlíf í aldanna rás.
6.6 Dear Visitor 1996
Fél. hrb. samdi við útgefendur bók-
arinnar “Dear Visitor ‘96” um birt-
ingu kafla um íslenska hestinn. Um
er að ræða bók fyrir erlenda ferða-
menn og liggur hún frammi á hótel-
um víðsvegar um land, auk þess að
vera dreift um heiminn af SAS flug-
félaginu. Félagið fékk alls sex lita-
síður í bókinni, sem samkvæmt
verðskrá hefði átt að kosta 732.720
kr. Samningar náðust hins vegar um
að Fél. hrb. greiddi aðeins kr.
115.000 fyrir síðumar sex. Mark-
aðsfulltrúi félagsins skrifaði texta,
útvegaði myndir og lagði grunn að
hönnun á kaflanum, auk þess sem
hún vann auglýsingu sem með
fylgdi undir merkjum Fél. hrb. og
LH.
6.7 Örmerkingar
Samkvæmt aðalfundarsamþykkt
1995 var kannaður möguleiki á að
taka sjálfstætt upp örmerkingu fyrir
þá bændur sem óskuðu. Aflað var
tilboða frá Gunnari Reynissyni á
Sigmundarstöðum um TROVAN
tæki, örmerkti, sprautu, lestæki og á
fleiri tækjum og það kynnt stjómum
deilda Fél. hrb. og með þessari
skýrslu félagsmönnum. Þessi tæki
væri auðvelt að kaupa fyrir deildim-
ar ef áhugi reyndist vera hjá bænd-
um gagnvart þessari merkingarað-
ferð, sem þarf að festa sem mögu-
leika í reglugerð um mörk og merk-
ingar.
6.8 Ýmis viðfangsefni
ajBréf barst 20.06.1996 frá fram-
kvæmdastjóm Landsmóts 1998,
sem haldið verður á Melgerðis-
melum 8.-12. júlí það ár, ásamt
kynningarbæklingi á ensku og
þýsku. Óskað var eftir að Fél.
hrb. kæmi að framkvæmdinni
með virkum hætti og var mark-
aðsfulltrúa Fél. hrb. falið að ann-
ast það.
b) 15. apríl tók Fél. hrb. þátt í ráð-
stefnu um sænska hestadaga, sem
kynnti framleiðslu 15 fyrirtækja á
ýmsum hestavörum.
cjFagráð Rannsóknarráðs íslands á
sviði matvælavinnslu og mat-
vælarannsókna sendu til umsagn-
ar drög fagráðsins 13.12.1995,
jafnframt því að boða til fundar
18.12.1993. Fél. hrb. hefur fylgst
með þessum málum. Tillögur um
nýja skipan virðast vera mjög til
bóta.
djBeiðni um athugasemd eða um-
sögn um frumvarp um eldi slátur-
dýra, slátrun, vinnslu og heil-
brigðiseftirlit. Engin athugasemd
gerð.
e)Að gefnu tilefni var áréttað við
36 FREYR -1. ‘97