Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 43

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 43
Breyttar samþykktir Búnaðar- sambands Eyiafjarðar (BSE) ✓ Aaðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 1996 var samþykktum sambandsins breytt. Umræða um þessar breytingar hefur verið í gangi sl. tvö ár a.m.k og hafa menn skipst á skoðunum um breytt félagskerfi í héraði á s.l. tveimur aðalfundum sambandsins. Niður- staða þeirrar umræðu er sú breyting sem gerir félagssvæðið allt að einu búnaðarfélagi eða sambandi bænda. Form aðalfundar verður þannig að fulltrúakjör leggst niður en allir fé- lagar fá aðild að honum samkvæmt nánari skilgreiningu á félagsaðild, félagatali o. fl. I allri þeirri umræðu sem varð með sameiningu á Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Islands var ekki talið óeðlilegt að skoða upp- byggingu félagskerfisins heima í héraði. Með þessari breytingu hjá BSE eru búgreinafélög eða búnað- arfélög ekki lengur aðilar að sam- bandinu. Búgreina- og búnaðarfé- lög hafa starfað mismikið, en lítil starfsemi hefur verið hjá flestum annað en að kjósa fulltrúa á aðal- fund. Því þótti rétt að breyta þessu formi og sjá til hvemig það gæfist. Sjálfsagt koma einhverjir agnúar í ljós en vart svo miklir að ekki sé hægt að yfirstíga þá. Með þessu verður að telja að lýð- ræði verði virkt í sinni bestu mynd og jafnræðis gæti meðal allra sem vilja starfa innan þessara samtaka. Þetta kallar á aukna ábyrgð stjómar BSE að gæta hagsmuna félags- manna í formi kjara og faglegra stöðu. Nýjar samþykktir voru sam- þykktar á sl. aðalfundi og em veiga- mestu breytingarnar að finna í eftirfarandi greinum. 1-gr. Félagið heitir Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Félagssvæði þess nær yfir öll sveitarfélög við Eyjaljörð. Aðsetur þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni, eða formlegt aðsetur þar sem miðstöð starfsemi þess er, samkvæmt nánari ákvörðun. Sambandið starfar bæði á fagleg- um og stéttarlegum gmnni. 2. gr. Félagar geta orðið þeir einstaklingar og lögaðilar sem hafa tekjur af land- búnaði og stunda búrekstur í at- vinnuskyni. Aðild skal óháð hvort þeir stunda búrekstur í eigin nafni eða annarra. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veið- ar á vatnafiski, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. Allir félagar skulu hafa sömu rétt- indi óháð formi á félagsaðild. 3. gr. Tilgangur félagsins er: - að annast lögboðna starfsemi búnaðarsambanda hverju sinni. - að vera aðili að Bændasamtök- um Islands. - að vera málsvari félagsmanna varðandi búrekstur. - að vinna að framfömm á sviði landbúnaðar. - að vinna að bættum hag félags- manna. - að gæta hagsmuna félagsmanna í markaðs- og kjaramálum. 4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því: - að hafa í sinni þjónustu starfs- menn með sérþekkingu á þeim svið- um sem áhersla er lögð á af félag- inu. - að hafa yfir að ráða húsnæði og nauðsynlegum tækjum til starfsem- innar. - að hafa yfir að ráða og afla nægjanlegs fjármagns til þeirrar starfsemi sem ákveðið er að reka. 5. gr. Aðalfund skal halda árlega fyrir apríllok. Hann skal opinn öllum fé- lagsmönnum á svæði Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Aðalfund skal boða með dreifibréfi eða á annan venjubundinn hátt eigi síðar en 30 dögum fyrir fundardag og aftur a.m.k viku fyrir fund, þannig að tryggt sé að öllum félagsmönnum sé kunnugt um hann. Málum sem leggja á fyrir aðal- fund skal komið til stjómar a.m.k. 10 dögum fyrir fund. Aðalfundur starfar í búgreina- nefndum (áhugasviðum) og geta menn valið sér setu þar eftir áhuga. Þær nefndir leggja síðan mál fyrir sameinaðan fund til afgreiðslu. Á fundinum skulu liggja frammi skýrslur stjómar, ráðunauta og bú- greinaráða. Aukafund er skylt að halda með hæfilegum fyrirvara fyrir Búnaðar- þing. Aðrar greinar laganna eiga fyrst og fremst við um almenna meðferð mála, kosningar o. fl. Þess er vænst að þetta breytta félagsform skapi áhuga og meiri virkni einstakra fé- lagsmanna. 1. ‘97 -FREYR 39

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.