Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1998, Page 10

Freyr - 01.02.1998, Page 10
Annar votheystuminn var einangraður og innréttaðar þar einstaklingsstíur fyrir smákálfa. 24 milljónir kr. Þá sagði lífsreyndur bóndi hennar sem er búinn að takast á við margt að hann myndi treysta sér til að kaupa þessa jörð „þó að hann ætti ekki grænan aur með gati“. Þá fórum við að skoða málið ofan í kjölinn og reiknuðum út að það var smuga að komast fram úr þessu. Jörðin þótti fremur dýr á þeim tíma en þá var verslun með kvóta að byrja og lítrinn var verðlagður á 50 kr. en stuttu síðar kostaði hann um 120 kr. Þegar við komum hingað var kvót- inn 105 þúsund lítrar en við keypt- um kvóta og erum núna með tæp- lega 130 þúsund lítra. Jörðin var með þeim fyrstu sem fóru í gegnum húsbréfakerfið en á þeim tíma voru ekki til neinar reglur um það. Fyrst áttum við ekki að fá svipaða fyrirgreiðslu og værum við að kaupa hús í þéttbýli en það hafð- ist í gegn á endanum með hjálp góðra manna. Sá sem við keyptum jörðina af var mjög sanngjarn í samningum og hafði skilning á því hvaða vaxtakjör- um búskapur gæti staðið undir. I Stofnlánadeildinni fengum við ekki ntikla fyrirgreiðslu, þá var jarða- kaupalánið aðeins tvær milljónir króna og ein milljón í bústofns- kaupalán. Það gerði ekki mikið en margt annað var okkur hliðhollt og rnargir aðstoðuðu okkur á ýmsa lund. Hafið þið ekki farið út í miklar framkvæmdir og fjárfestingar? Fyrstu tvö árin framkvæmdum við nánast ekkert en við höfum farið út í fjárfestingar og framkvæmdir eftir því sem við höfum ráðið við. Það hafa margir undrast fjárfestingar- gleðina og haldið að við færum beint á hausinn og yrðum fljót að því. Það hefur ekki gerst ennþá og verður tæplega úr þessu. Útihús voru þokkaleg þegar við komum og íbúðarhúsið mjög gott. Vélakosturinn var orðinn nokkuð gamall og við erum búin að endur- nýja hann allan, nema einn skíta- dreifara. Vélageymslu byggðuin við árið 1993. Þar skapaðist aðstaða til að gera við vélar og smíða, auk þess sem vélar eru geymdar inni, þar og í gömlu útihúsi. Fjósið er byggt árið 1970 fyrir 43 kýr og geldneytaaðstöðu fyrir 65 - 70 gripi var bætt við sex árum seinna. Yngri hlutinn var tekinn í gegn í fyrra, settir voru steinbitar í lausagönguna en flatjárnið var farið að gefa sig. I lausagönguna var upp- haflega reiknað með steinbitum þannig að tiltölulega einfalt var að koma þeim fyrir. Þar skipti ég um allar innréttingar sem ég smíðaði í fyrra og kláraði í sumar. I sumar var eldri hlutinn tekinn í gegn. Einangrunin, sem var innan á veggjunum, var rifin burtu og fjósið einangrað og klætt að utan í staðinn. Yngri hlutinn hefur verið mun betur byggður og þar átti ég ekkert við veggina. Fóðurgangar, básar og stéttar voru orðnir mjög slitnir og erfiðir í þrifum og fékk ég Einar Helgason, múrarameistara á Hvols- velli, til að múra gólf og veggi í fjós- 6 - Freyr 1/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.