Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1998, Side 18

Freyr - 01.02.1998, Side 18
Grétar Unnsteinsson, skólastjóri t.li. og Sveinn Aöalsteinsson, tilraunastjóri. (Ljósm. Magnús Hlynur Hréiöarsson). Bandaríkjunum. Við getum því að litlu leyti nýtt okkur þær erlendu til- raunaniðurstöður sem í boði eru. Is- lensk sumur geta verið gróðri erfíð og taka þarf mið af þeim þegar t.d. borið er á útimatjurtir og garðplönt- ur fyrir utan þann breytileika sem er á milli tegunda. Finna þarf heppileg- ar áburðarblöndur fyrir margar teg- undir sem og hæfilegt jafnvægi milli tilbúins og lífræns áburðar. Sein- leystur áburður, t.d. Osmocote o.fl., hefur reynst vel hér á landi og við þurfurn að vita meira hvemig slík gjöf fellur inn í aðra áburðargjöf. Við þurfum einnig að vita meira um hvernig og hvort áburðargjöf hefur áhrif á kuldaþol hinna ýmsu teg- unda. Tilraunir á öðrum sviðum garðyrkjunnar ná betri tökum á framleiðslunni. Stærsti framleiðandi lífrænna tóm- ata hefur aðsetur á Fjóni í Danmörku og hefur náð uppskeru upp á 30 kg á fermetra undir gleri. Það er svipað og albestu framleiðendum hérlendis - sem rækta þó á hefðbundinn hátt ná en sú framleiðsla gefur að jafnaði mun meira en lífræn ræktun. Það er því ljóst að framleiðslan á lífrænt ræktuðu á eftir að aukast en enn sem komið er það undir markaðnum komið hvort hann er tilbúinn að greiða nógu hátt verð fyrir þessar afurðir. Hitt er ljóst að við þurfum að sinna tilraunamálum lífrænt ræktaðs grænmetis og plantna enn betur. Hví ekki að flytja út lífrænt ræktaðar rós- ir handa umhverfissinnuðum neyt- endum í Mið-Evrópu svo að dærni séu tekin? Möguleikamir eru miklir, ekki síst þar sem við búum við vist- væna orku, bæði hita og rafmagn, sem erlendir framleiðendur búa að jafnaði ekki við. I því eru fólgnir miklir markaðsmöguleikar. Yrkis- og tegundaprófanir Eins og greint var frá í upphafi greinar hefur Garðyrkjuskólinn sinnt yrkisprófunum undanfarin ár og áratugi. Þessum tilraunum þarf að halda áfram jafnt innan skólans sem utan, þ.e. hjá framleiðendum sjálfum. Hér þarf að athuga áhrif birtu, lýsingar (í ylrækt), jarðvegs, áburðar, veðurfarssveiflna o.fl. um- hverfisþátta á vaxtarhraða og upp- skeru útimatjurta, ylræktaðs græn- metis og blóma svo og garðplantna. Garðyrkjuskólinn hefur líka í samvinnu við ýmsa aðila beitt sér fyrir söfnun garðplöntuefniviðar sem gæti hentað okkar aðstæðum. Má þar nefna sk. Alaskaverkefni sem Óli Valur Hansson, fyrrum ráðunautur, beitti sér fyrir í sam- vinnu við Garðyrkjuskólann og fleiri. A Reykjum er því til gott safn klóna og tegunda sem verið er að prófa í samvinnu við ýmsar garð- plöntustöðvar. Hér hefur verið unnið merkilegt brautryðjendastarf og því starfi þarf að halda áfram. Næring garðplantna og útigrænmetis Aðstæður okkar á íslandi við fram- leiðslu garðplantna og útigrænmetis eru um margt mjög frábrugðnar að- stæðum á meginlandi í Evrópu og í Skrúðgarðyrkjan og önnur svið garðyrkjunnar þarfnast einnig auk- inna rannsókna sem taka mið af ís- lenskum veruleika. Það er ljóst að Garðyrkjuskólanum ber einnig að sinna tilraunum og rannsóknum á öðrum sviðum garðyrkjunnar í sam- vinnu við stéttina og aðra fagaðila. Lokaord Það má ljóst vera að verkefnin innan tilraunageira garðyrkjunnar eru óþrjótandi en mannafli og fjármagn takmarkar eins og í öllum rannsókn- um. Nýtt tilraunahús garðyrkjunnar er vítamínsprauta öllum þeim sem unnið hafa að þessum málum hér- lendis og væntingamar eru miklar. A engan er hallað þó að fullyrt sé að tilurð þessa húss er að mestu skóla- stjóra Garðyrkjuskólans, Grétari J. Unnsteinssyni, að þakka. Stuðning- ur garðyrkjubænda og samtaka þeirra við málefnið hefur einnig vegið þungt. Það er von mín húsið verði sú lyftistöng sem til er ætlast en einnig að við fáum, með hjálp nýrrar reglugerðar og víðtækrar sam- vinnu, tíma til að móta góða rann- sókna- og tilraunastefnu sem skilar árangri í bráð og lengd. 14- Freyr 1/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.