Freyr - 01.02.1998, Page 26
Silungsveiði á Ölves-
vatni á Skaga.
(Mynd: Guðrún Þóra
Gunnarsdóttir)
þau og minni líkur verða á því að
gróður og drulla setjist á þau. Net
sem lögð eru þvert á vindstefnu í
vatni sem er grynnra en um 5 m hafa
tilhneigingu til að rúllast upp og
flækjast vegna ölduhreyfinga. Fæstir
vélknúnir vatnabátar eru þannig út-
búnir að net verði lögð öðruvísi en
að bakka þeim út. Netaból þurfa að
vera á báðum endum neta eða neta-
trossa og áberandi, svo að bæði verði
auðveldara að finna netin og forðast
að sigla á þau. Varast ber að hafa of
stór ból því að hætta er á að þau taki
á sig vind og færi netin til. Hægt er
að nota margs konar stjóra en ástæðu-
laust er að hafa þá níðþunga þó þeir
þurfi að geta haldið þokkalega við.
Stjórar sem síður flækjast í netum
svo sem blýlóð eða vel rúnaðir neta-
steinar eru hentugastir.
Víða er sterk hefð fyrir því hvar
net eru lögð í vötn. Þó að gildar
ástæður geti verið fyrir slíkri íhalds-
semi, þá ætti fólk að vera opið fyrir
því að prófa nýja veiðistaði. Fleira
en veiðivon hefur áhrif á það hvar
best er að leggja net. Víða er mikið
fuglalíf við vötn og ætti fólk að
reyna að leggja net eins fjarri þeim
stöðum sem fuglar dvelja mest við.
Þar sem stangveiði er stunduð jafn-
hliða netaveiði er mikilvægt að net
séu lögð það langt frá landi að þau
Urriðar hafa hvassar tennur semflœkj-
ast auðveldlega í netum.
(Mynd: Bjarni Jónsson)
hamli ekki veiði á stöng. f slíkum
vötnum er oft æskilegt að beina
netaveiðisókn frá þeim stöðum sem
urriði heldur sig mest á, við land eða
á grýttum köflum í vötnum, og ein-
beita sér að veiði á bleikju.
Þegar net eru lögð í vötn með því
að vaða með þau út frá landi er í
langflestum tilfellum nægjanlegt að
hafa netin landföst með teinana vel
aðskilda en laus og stjóralaus í hinn
endann. Með þessu móti erfljótlegra
að leggja netin og það veiðist betur í
þau en ef strekkt væri á þeim. Mik-
ilvægt er að gæta fyilstu varúðar
þegar net eru lögð með þessu móti
ekki síður en þegar bátar eru notaðir.
Það er góð regla að nota björgunar-
vesti og fólk ætti alls ekki að vera á
ferð í vöðlum nema að vera í vesti.
Ef menn falla út af bát eða hrasa
þegar þeir eru að vaða er hætta á því
að þeir snúist og geti enga björg sér
veitt nema að þeim berist aðstoð eða
nái að skera gat á vöðlumar til að
hleypa út lofti.
Ekki er til eitt einhlítt svar við því
hve net eiga að liggja lengi. Að sum-
arlagi er algengast að vitjað sé um
net að minnsta kosti einu sinni á dag.
Þegar hlýtt er í veðri og vatnshiti hár
hættir fiski til að drepast fljótt í
netum. Það getur því verið nauðsyn-
legt að vitja um á fárra tíma fresti til
að forða fiski frá skemmdum. Þegar
veitt er undir ís að vetrinum lifa fisk-
ar lengur í netum og óhætt að láta
líða lengri tíma á milli umvitjana.
Betur veiðist á nóttu en degi og í
sumum vötnum virðist veiði detta
niður á tímabili þegar dagur er
lengstur.
Stundum safnast svo mikil óhrein-
indi í net að taka verður þau í land til
hreinsunar. Hægt er að hreinsa netin
með ýmsu móti. Ein en jafnframt
hægvirk leið er að plokka óhreinindi
úr netunum. I Mývatnssveit þekkist
það að net séu geymd veturlangt í
22 - Freyr 1/98