Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 40

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 40
Heimsóknir á dðnsk kdabð r Itengslum við NOK ráðstefn- una sem frá er greint annars staðar í blaðinu voru skipu- lagðar heimsóknir á nokkur kúabú fyrir íslenska hópinn. Að beiðni Jóhannesar Torfa- sonar á Torfalæk höfðu dönsku bændahjónin Else og Anders Pedersen skipulagt heimsókn- irnar fyrir okkur en þau hjón eru íslenskum NÖK meðlimum að góðu kunn í áranna rás. I stuttu máli var skipulagning þeirra hjóna til fyrimyndar og mikil fjölbreytni í þeim fjósum sem við sáum. Skal nú greint stuttlega frá heimsóknunum og því sem vakti sérstaka athygli undirritaðra. Henrik DalsgArd, Nordre Borremosevej 10, Sjostrdp, Árs A fyrsta búinu sem við heim- sóttum var nýlegt legubásafjós fyrir um 200 Jersey kýr. Athygli vakti að í legubásunum voru eng- ar dýnur, aðeins sandur. Þrösk- uldur aftast í básnum dró úr því að sandurinn færi mikið yfír í flórinn þó að óhjákvæmilega gerðist það með tímanum. Mælt er með að sandi sé bætt í básana mánaðarlega þó að þessi ákveðni bóndi virtist gera það eitthvað sjaldnar. Kaupa þurfti sand, sem var sérstaklega léttur og hafði þann eiginleika að fljóta í mykj- unni en botnfalla ekki en slíkt myndi ganga frá mykjudælum á stuttum tíma. Annar kostur við þennan sand var að hann var al- gjörlega dauðhreinsaður, þ.e. engar örverur fyrirfúndust í honum. Kostnaður búsins vegna sandkaupanna nam um 800 ísl. krónum á ári á hvem bás. Mjaltabásinn í þessu fjósi var hringekja fyrir 24 kýr. Vakti hún mikinn áhuga enda í fyrsta skipti sem mörg okkar sáu slíkan bás í notkun. Mjaltakerfið var frá De- Laval og augljóst að vinnuaðstað- an var til mikillar fyrirmyndar að Séd yfir legubása á Tilraunabúi danskra kúabænda. (Ljósm. Guðmundur Jóhannesson). | 40 - Freyr 9/2002 ^"jóhani eftir Jóhannes Hr. Símonarson öðm leyti en því að aðgangur mjaltamanns að og frá básnum var takmörkunum háð. Mjalta- maðurinn var inni í hringnum og eina leiðin út úr honum var að príla yfír eða í gegnum mjalta- svæði kúnna. Hann var því nán- ast lokaður inni í básnum frá því að mjaltir hófúst og þar til þeim lauk. Afkastagetan var hins vegar mjög mikil og átti einn maður auðvelt með að sinna mjöltunum enda sá rafmagnssmali um að koma kúnum til mjalta, auk þess sem sjálfvirkir aftakarar léttu vin- nuna mjög mikið. Viskum Hovedgárd 0STERVANGSVEJ28, Vejrum, Tjele Þetta er gamall herragarður þar sem rekið var holdanautabú með Hereford nautgripum. Roskinn maður sem hafði átt og rekið húsgagnaverksmiðju í mörg ár, hafði látið gamlan draum rætast, selt verksmiðjuna og keypt sér jörð. Aðspurður hvemig honum hefði dottið í hug að selja stórt og arðbært fyrirtæki til að tjár- festa í landbúnaði sagði hann Guðmund Jóhannesson, nautgripa- ræktarráðunauta hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.