Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 47

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 47
Tafla 1. Endingartím mjólkurframleiðslu. , vextir og verðbólga hafa mismikil áhrif á fjárfestingar í Fjárfesting Endingartími Áhrif vaxta Áhrif verðbólgu Land — Mikil áhrif Mjög mikil áhrif Mjólkurkvóti óvíst (lágmark 6 ár) Hafa áhrif Mikil áhrif Byggingar 15-25 ár Hafa áhrif Mikil áhrif Innréttingar 5-15 ár Hafa áhrif Fremur lítil Upplýsingatækni 1-5 ár Litil áhrif Óveruleg áhrif Fjárfesting er hagkvæm þegar hagnaður af henni er meiri en kostnaður, horft út frá heildamýt- ingartíma fjárfestingarinnar. M.ö.o. að lykilatriði um arð af ljárfestingum er - auk aukinna afkasta og umfangs ijárfestingar- innar - endingartími hennar, vext- ir og verðbólga. Ut frá þessu sjónarmiði, þegar tekið er tillit til endingartíma, vaxta og verðbólgu, þá getur fjár- festing verið hagkvæm út frá heildarendingartímanum þó að afborganir af lánum og afskriftir séu meiri en hagnaðurinn fyrstu árin. Þegar um miklar fjárfestingar er að ræða er því nauðsynlegt að gera arðsemisútreikninga til margra ára. Verði niðurstaðan sú að leggja út í fjárfestinguna verð- ur jafnframt að gera áætlun um lausafjárstöðu fyrstu 3-5 árin. Endingartími, vextir OG VERÐBÓLGA I arðsemisútreikningum er endingartími veigamikill þáttur og því nauðsynlegt að meta hann raunhæft. í reynd er endingartími nefhilega gjaman styttri en vænt- ingar standa til. Tækniþróunin er ör og getur boðið upp á nýja tækni sem gerir eldir aðferðir óhagkvæmar. Það er einnig mik- ilvægt að hafa í huga hve lengi bóndinn hyggst stunda búskap og að lokum er brýnt að hafa hugfast að landbúnaður er mjög undir smásjá samfélagsins. Það em stundum teknar skyndilega pólitískar ákvarðanir sem hafa vemlega áhrif á þær fjárfestin- gar sem bændur hafa lagt út í. Það er því æskilegt að geta skynjað hina pólitísku strauma í þjóðfélaginu. Vextir og verðbólga skipta miklu máli varðandi langtima- fjárfestingar. Það er unnt að hagnast á því að flytja lán á milli skammtíma- og langtímavaxta, eða innlends eða erlends gjald- miðils. Lykilþættir varðandi arðsemi, svo sem endingartími vextir og verðbólga, skipta mismiklu máli allt eftir því í hverju er fjárfest, sjá töflu 1. (Erindi frá ráðstefnu um naut- griparœkt sem haldin var í Hern- ing í Danmörku 25. og 26. febrú- ar 2002 á vegum Landbrugets Rádgivningscenter). Auðhumla og mjaltastúlkan Á forsíðu þessa blaðs er mynd af listaverkinu „Auð- humla og mjaltastúlkan“, eftir Ragnar Kjartansson, mynd- höggvara. Verkið var fjögur ár í smíðum, 1980-1984, og var afhjúpað 19. júní 1986 á lóð Mjólkursamlags KEA, eins og það hét þá, í tilefni af 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga. Verkið er um þrír metrar á hæð og rúmir fjórir metrar á lengd. Moli ESB STOFNAR HAMFARASJÓÐ Áætlaður skaði sem þýskir bændur urðu fyrir í flóðunum fyrr á árinu nemur um 267 milljónum evra, eða 23 milljörðum íkr., í töpuðum tekjum. Þar er einungis um að ræða uppskerutjón en tjón á vélum og byggingum hefur enn ekki verið metið, né kostnaður í öðrum löndum sem urðu fyrir tjóni. Hingaö til hafa verið veittar 140 milljónir evra í hjálp til þýskra bænda sem deilast á rík- issjóð Þýskalands, sambandsríki þess og sameiginlega sjóði ESB. Náttúruhamfarir sem þessar hafa ekki gerst fyrr frá því ESB var stofnað en nú hefur verið ákveðið að stofna innan sam- bandsins náttúruhamfarasjóð og hefur framkvæmdastjóri þess, Romano Prodi, upplýst að veit- tar verða í hann 500-1000 milljónir evra. (Landsbygdens Folk, nr 35,''7002) Freyr 9/2002 - 47 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.