Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 2

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 2
Nautgriparæktartöflur Bændasamtök íslands gefa árlega út margháttaðar töflur varðandi ræktun nautgripa, auk þeirra taflna og upplýsinga sem birtar eru í Frey. Þessar töflur, nefndar Nautgriparæktartöflur, eru til sölu hjá BÍ. Nautgriparæktartöflur yfir ræktunarstarfið árið 2001 komu út á sl. sumri og kosta kr. 1.200, en kr. 1443 að viðbættum sendingarkostnaði. Unnt er að panta ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, senda meðfylgjandi pöntunarseðil útfylltan í pósti eða senda tölvupóst. Ég óska eftir að kaupa Nautgriparæktartöflur fyrir árið 2001. Nafn _____________________________________ Kennitala _____________________ Heimili___________________________________________________________________ Póstnúmer Póstumdæmi Sími: 563 0300 Bréfsími: 562 3058 Netfang: sth@bondi.is Viðtakandi: Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Molar ÓSAMKOMULAG UM GREIÐSLU KOSTNAÐAR VEGNA VARNA GEGN SALMÓNELLUSÝKINGUM í ESB Aöildarlönd ESB hafa ekki náð samkomulagi um það hvernig standa skuli straum af kostnaði vegna varna gegn salmónellu- sýkingum innan sambandsins. Hins vegar er nánast einhugur um að auka þurfi þetta eftirlit í flestum löndum sambandsins, en um 160 þúsund manns smitast þar af veikinni árlega. Deilan stendur um það hvort hvert land skuli kosta sitt eftirlit sjálft eða hvort greiða skuli það úr sameig- inlegum sjóðum ESB. (Bondebladet nr. 43/2002). VÍNANDI ÚR SVÍNASKÍT Förgum svínaskits er við- kvæmt mál í Danmörku, enda svínarækt þar mjög umfangsmik- il, en um 23 milljónir grísa eru aldir þar upp á ári. Skíturinn veidur lyktarmengun en einnig mengar hann ár og vötn og síðan hafið í kring ef hann berst þangað. Skíturinn eykur vöxt þörunga í vatni sem eyðir súrefni þess og í framhaldi af því geta fiskar og önnur dýr drepist. Danir hafa nú hafið könnun á því hvort unnt sé að framleiða vínanda úr svínaskít á hag- kvæman hátt, en vínandi má m.a. nota sem orkugjafa fyrir vél- ar. Tilraunir á rannsóknarstofu hafa leitt I Ijós að unnt sé að framleiða vínanda úr svínaskít en enn er ekki komið í Ijós hvort aðferðin standi undir sér í verk- smiðjurekstri. (Bondevennen nr. 41/2002) \ 2-Freyr9/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.