Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Síða 2

Freyr - 01.11.2002, Síða 2
Nautgriparæktartöflur Bændasamtök íslands gefa árlega út margháttaðar töflur varðandi ræktun nautgripa, auk þeirra taflna og upplýsinga sem birtar eru í Frey. Þessar töflur, nefndar Nautgriparæktartöflur, eru til sölu hjá BÍ. Nautgriparæktartöflur yfir ræktunarstarfið árið 2001 komu út á sl. sumri og kosta kr. 1.200, en kr. 1443 að viðbættum sendingarkostnaði. Unnt er að panta ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, senda meðfylgjandi pöntunarseðil útfylltan í pósti eða senda tölvupóst. Ég óska eftir að kaupa Nautgriparæktartöflur fyrir árið 2001. Nafn _____________________________________ Kennitala _____________________ Heimili___________________________________________________________________ Póstnúmer Póstumdæmi Sími: 563 0300 Bréfsími: 562 3058 Netfang: sth@bondi.is Viðtakandi: Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Molar ÓSAMKOMULAG UM GREIÐSLU KOSTNAÐAR VEGNA VARNA GEGN SALMÓNELLUSÝKINGUM í ESB Aöildarlönd ESB hafa ekki náð samkomulagi um það hvernig standa skuli straum af kostnaði vegna varna gegn salmónellu- sýkingum innan sambandsins. Hins vegar er nánast einhugur um að auka þurfi þetta eftirlit í flestum löndum sambandsins, en um 160 þúsund manns smitast þar af veikinni árlega. Deilan stendur um það hvort hvert land skuli kosta sitt eftirlit sjálft eða hvort greiða skuli það úr sameig- inlegum sjóðum ESB. (Bondebladet nr. 43/2002). VÍNANDI ÚR SVÍNASKÍT Förgum svínaskits er við- kvæmt mál í Danmörku, enda svínarækt þar mjög umfangsmik- il, en um 23 milljónir grísa eru aldir þar upp á ári. Skíturinn veidur lyktarmengun en einnig mengar hann ár og vötn og síðan hafið í kring ef hann berst þangað. Skíturinn eykur vöxt þörunga í vatni sem eyðir súrefni þess og í framhaldi af því geta fiskar og önnur dýr drepist. Danir hafa nú hafið könnun á því hvort unnt sé að framleiða vínanda úr svínaskít á hag- kvæman hátt, en vínandi má m.a. nota sem orkugjafa fyrir vél- ar. Tilraunir á rannsóknarstofu hafa leitt I Ijós að unnt sé að framleiða vínanda úr svínaskít en enn er ekki komið í Ijós hvort aðferðin standi undir sér í verk- smiðjurekstri. (Bondevennen nr. 41/2002) \ 2-Freyr9/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.