Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 42

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 42
Kýr af Hotstein kyni (SDM) sem valin var besta kýr á búfjársýningunni i Ribe. (Ljósm. Guðmundur Jóhannesson). kjamfóðri og þeir geta étið. Fram koma að kálfamir ná um 2 kg þyngdaraukningu á dag þegar best lætur og þegar þeim er slátr- að 14-15 mánaða gömlum hafa þeir náð um 350-400 kg falli. I samtali við þau hjónin var m.a. farið yfir reglur Evrópusam- bandsins um nautakjötsfram- leiðslu. Lennart tjáði okkur að heimaslátrun væri alveg bönnuð og skylt er að merkja alla naut- gripi eftir ákveðnu númerakerfi sem þeim hefur verið úthlutað. Um leið og þau hefja búskap fá þau „græna kortið“ sem er leyfi til búfjárhalds, ef aðbúnaður stenst reglur Evrópusambands- ins. Þegar kálfúr fæðist er þeim skylt að merkja hann og koma þeim upplýsingum á ffamfæri til eftirlitsaðila. Eftirlitsaðili hefúr síðan rétt til að koma í heimsókn með mjög stuttum fyrirvara og fara yfir skýrslur búsins og bera þær upplýsingar saman við eigin skýrslur og fjölda gripa á búinu. Finnist misræmi er það bóndans að sanna réttmæti upplýsinganna sem hann býr yfir. Sé ekki hægt að útskýra misræmi er hætta á að viðkomandi bóndi missi græna kortið í eitt ár, auk hárra fjár- sekta. Eins og Lennart orðaði það borgaði sig engan veginn að reyna að svindla á þessu kerfi. Eftirlitsaðilinn kemur tilviljana- kennt, stundum sést hann ekki í mörg ár en svo getur hann komið með árs millibili þess vegna. Kosturinn við kerfið er hins veg- ar sú að allir nautakjötsframleið- endur eru í þessu kerfi og sitja þ.a.l. við sama borð og góður að- búnaður gripanna er tryggður eins og hægt er. Else og Anders Pedersen Ballegárd, Sodovervej 50, Bredsten A þessu búi var hefðbundið gamalt básafjós með rörmjalta- kerfi. I fjósi voru 67 Jerseykýr, ásamt uppeldi. I básum var hálm- ur sem endumýja þurfti reglulega og flórinn þurfti að skafa með handafli. Fóðurgangar voru mjó- ir og erfiðir í gjöfum. Þrátt fyrir allt þótti okkur “heimilislegt’’ að koma í þetta gamla fjós eftir heimsóknir dagana áður í nýleg og nútímavædd fjós. Nutum við gestrisni þeirra hjóna fram eftir kvöldi sem værum við konungs- borin enda mikill vinskapur milli þeirra og hjónanna á Torfalæk. A Ballegárd er ein besta Jersey- hjörð í Danmörku og hafa gripir þaðan verið margverðlaunaðir, t.d. á Agromek sýningunni sem íslenskum bændum er að góðu kunn. Búfjársýning 1 Ribe Eftir skipulagða dagskrá ís- lenska hópsins lögðum við undir- ritaðir síðan land undir fót og fómm á búijársýningu í Ribe á austurströnd Jótlands. Þessi sýn- ing er aðeins ein af mörgum á hverju ári í Danmörku. Þama vom mjólkurkýr mest áberandi en einnig var töluvert um holda- nautgripi, sauðfé, geitur og hross. Það sem vakti mesta athygli okk- ar var hve sýningin gekk vel og greinilegt að mikil hefð er á slíku sýningarhaldi þar ytra. Við, sem emm að reyna að endurvekja kúasýningar hér á landi, fengum þama kennslustund í því hvemig slíku sýningarhaldi er háttað hjá Dönum. Keppt er í mörgum flokkum innan kynjanna og einn- ig milli kynja, t.d. er valinn besti gripur sýningarinnar óháð kyni. Vélasalar vom að sjálfsögðu á staðnum ásamt hinum ýmsu þjónustuaðilum landbúnaðarins. Þar mátti einnig finna ýmislegt, sem sérstaklega var ætlað böm- unum, s.s. hoppukastala og slíkt. Sýningin var því miklu fremur „uppákoma“ (festival) en ekki aðeins fagleg búfjársýning. Eftir heimsóknir á dönsk kúabú er margt sem situr eftir. Eitt það athyglisverðasta er hve danskir bændur em raunsæir og talna- glöggir. Þeir líta ffemur á sig sem framkvæmdastjóra en bænd- ur, þ.e. hlutverk þeirra er að reka búið með sem hagkvæmustum hætti. Það þarf ekki endilega að | 42 - Freyr 9/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.