Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 43

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 43
þýða að þeir þurfi að gera alla hluti sjálfir, heldur ekki síður að leita að hagkvæmum og viður- kenndum verktökum í ákveðin verk. Einnig virtist sama um hvaða tölur var spurt, t.d. um hvað fóðureiningin kostaði í fóðrinu, hvemig fóðrinu var blandað saman í hlutföllum, hvaða verð fékst íyrir mjólk þeirra, efnainnihald mjólkur, allt var á hreinu. Fróðlegt er að kynna sér bú- skaparhætti frænda okkar því að íslenskur landbúnaður færist stöðugt nær þeim danska. Eigum við þar við að til að lifa af í harðnandi samkeppni þarf alltaf Molar Nýjar reglur um RÆKTUN ERFÐA- BREYTTRA JURTA í ESB ESB hefur nýlega sett nýjar reglur um ræktun erfðabreyttra jurta innan sambandsins. Þrátt fyrir það mun ræktun slíkra jurta ekki hefjast þar fyrst um sinn. Reglurnar tóku gildi 17. októ- ber sl. og samkvæmt þeim er kominn lagagrundvöllur fyrir ræk- tun erfðabreyttra jurta innan ESB. Hins vegar er fyrir hendi heimild til að fresta gildistöku laganna, sem nokkur aðildarlanda sam- bandsins beita, og gildir þá fyrir öll lönd ESB. Það sem þessi lönd setja fyrir sig er að enn ligg- ja ekki fyrir reglur um greiningu á erfðabreyttum afurðum og reglur um merkingu þeirra. Umræður um þessi atriði, greiningu og merkingu, hafa farið fram á þingi ESB frá því þingið ályktaði um það fyrst en land- búnaðar- og umhverfisráðherrum sambandsins hefur ekki tekist að leiða málið til lykta. Það mun því að leita hagkvæmustu leiða í rekstri. Niðurstaða þeirra er e.t.v. sú, sem við getum lært af þeim, þ.e. að fullnýta þær ijárfestingar sem til hefur verið stofnað og nýta sér verktaka og/eða sam- vinnu við aðra bændur hvað varðar sérhæfða vélavinnu, s.s. við fóðuröflun. Hins vegar þurf- um við að átta okkur á því hve mörgum árum þeir eru á undan okkur í uppbyggingu jarðanna. Hefð þeirra, t.d. íyrir endurrækt- un túna, er svo langt á undan okkar sem nýlega erum hætt að bijóta nýtt land til ræktunar og margir bændur hérlendis eru enn á fyrsta hring endurræktunar. Danir leggja einnig mikið upp úr ásýnd búsins og innra skipulagi útihúsa. Malarborin plön, vel hirt húsin, blómaker og fagrir garðar eru áberandi og bera eigendum sínum fagurt vitni, nokkuð sem íslenskir bændur þurfa að taka sér til fyrirmyndar. Allt tekur tíma en á slíkt ber að stefna. Að lokum viljum við koma á framfæri þökkum til stjómar Is- landsdeildar NÖK, sérstaklega Jóhannesar Torfasonar, formanns, fyrir gott skipulag og undirbún- ing þessarar ferðar sem tókst í alla staði hið besta. Einnig þökk- um við ferðafélögum okkar góðar og ánægjulegar samverustundir. enn dragast að teknar verði ákvarðanir i málinu. Á hinn bóginn hafa Bandaríkin oft hótað að kæra ESB fyrir Alþjóða viðskiptastofnunni, WTO, ef sambandið fer ekki að heimila ræktun á erfðabreyttum stofnum af nytjajurtum. Samkvæmt frétt- um i Financial Times hafa Bandaríkin nú breytt baráttuað- ferðum sínum og leggja nú áherslu á að einangra ESB á al- þjóðavettvangi með því m.a. að benda á að Kína leyfi ræktun erfðabreyttra yrkja. í Banda- ríkjunum er reyndar einnig uppi það sjónarmið að sú hætta sé fylgjandi því að þrýsta um of á ESB að það stöðvi þá þróun sem í gangi sé að heimila þar ræktun erfðabreyttra yrkja. (Internationella Perspektiv, nr. 32/2002). Norðmenn kaupa JARÐIR í SVÍÞJÓÐ Eins og kunnugt er er mikið um það að Norðmenn fari til Sví- þjóðar til að kaupa matvörur og áfengi. Á síðustu árum hefur það einnig færst í aukana að Norð- menn kaupi bújarðir á Svíþjóð, einkum í vestanverðu Verma- landi, en þar á Svíþjóð landa- mæri að Noregi. Flestar jarðirnar eru keyptar sem sumarbústaða- land. Sænska búnaðarblaðið Land hefur áhyggjur af þessu þar sem það leiðir til þess föst búseta á svæðinu dregst saman, búskapurinn veikist og þar með byggðin. Þessi uppkaup hafa átt sér stað í nokkur ár og fara vaxandi. Fleira en eitt skýrir það. Þar má nefna að norska krónan er hátt skráð miðað við þá sænsku og velmegun ríkir i Noregi. Þá eru í gildi strangar reglur í Noregi um viðskipti með jarðir en í Svíþjóð og er það talið hafa mikið að segja í þessu sambandi. Lénsstjórnin í Karlstad hefur sent frá sér mótmæli gegn því að nýlega var 100 hektara jörð seld undir sumarbústaðalóðir. (Bondevennen nr. 42/2002). Freyr 9/2002 - 43 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.