Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 9

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 9
Lög Tannlæknafjelags íslands. Samþykt á aðalfundi í júní 1934, m. breytingu (4. gr.) samþ. á aðalfundi 1939. 1. gr. Fjelagið heitir Tannlæknafjelag fslands. 2. gr. Tilgangur fjelagsins er að efla samvinnu og samkomulag meðal íslenzkra tannlækna í landinu, lcoma skipulagi á málefni stjettarinnar (vinna að rjettindaeflingu) og gæta hagsmuna hennar eftir föng- um og gera meðlimum greiðara fyrir að fylgjast með nýjungum í starfsemi sinni, t. d. með því, að hafa samlög um kaup tím'árita og dýrra bóka, og á ann- an hátt, eftir því sem kringumstæður heimta, og fje- laginu er fært. 3. gr. Fjelagsmenn geta þeir íslendingar orðið, sem hafa fullkomið tannlæknapróf og auk þess aðrir tann- læknar, sem starfa hjer eingöngu að tannlækningum. Sá, er öskar upptöku í fjelagið, skal snúa sjer um það til einhvers úr stjórn fjelagsins. Ef stjórnin sam- þykkir beiðnina, skal gjaldkeri krefja umsækjanda um fjelagsgjaldið, og þegar það er greitt, fær hann atkvæðisrjett í fjelaginu. Ritari lætur hann undir- skrifa lögin, svo fljótt sem unnt er. Úrsögn úr fjelag- inu skal vera skrifleg, stiluð til stjórnarinnar og mið- ast við 1. janúar. Fjelagið getur á aðalfundi sínum kosið heiðursfjelaga (og styrktarfjelaga), er % at- kvæða eru þvi samþykkir. 4. gr. Stjórn fjelagsins skipa 3 meðlimir, kosnir á aðalfundi: formaður, ritari og gjaldkeri. Auk þess skal kosinn varamaður, sem gengur í stjórnina, ef einhver stjórnarmeðlimur forfallast. Þegar varam. hefir tekið sæti í stjórninni, skal hún skifta með sér störfum. Stjórnarmeðlimir og varam. skulu vera búsettir í Reykjavik. 5. gr. Aðalfundur skal haldinn i júní eða júli-mán- uði ár hvert. Til fundarins skal boðað skriflega með mánaðar fyrirvara. 6. gr. Fjelagsmenn, sem starfa sjálfstætl, greiða 40 kr. árgjald í sjóð fjelagsins. Aðstoðartannlæknar greiða 25 kr. Þeir, sem byrja praxis, greiða sömuleiðis 25

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.