Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 16
12
ur hann um stundarsakir gegnt störfum sjálfslæðra
tannlækna í forföllum þeirra.
2. gr.
Þeir læknar, seni hafa alment læknisleyfi, mega ekki
kalla starf sitt tannlækningar, þótt þeir stundi þær,
nema þeir hafi annaðhvort lokið tannlæknaprófi eða
einhverju slíku sjerprófi, sem heilbrigðisstjórn met-
ur gilt.
Dómsmálaráðuneytið getur þó fyrst um sinn, með
ráði landlæknis, veitt undanþágu frá þessu, ef sjer-
stakar ástæður eru fyrir hendi.
B. Starfssvið tannlækna.
3. gr.
Starfssvið tannlækna tekur yfir meðferð á allskonar
tannsýki, þar með talið allskonar tannfyllingar, tann-
útdráttur og brota, tannhreinsun með verkfærum eða
lyfjum, lagfæring óreglulegra tanna og tannrjettingar,
*ið brúfesta tennur og tanngarða (crown- and bridge-
work) o. s. frv., og ennfremur meðferð kvilla í slím-
himnu munnsins, tannholdi og kjálkum, er af lann-
sýki stafa.
Tannlæknum er heimilt að beita allskonar deyfing-
um á tönnum, tannholdi og kjálkum, en svæfing (nar-
cose) skal heitt af lækni, er ahnent lækningaleyfi hefir
eða af tannlækni að honum viðstöddum.
4. gr.
Öllum öðrum en tannlæknum, eða þeim, er tann-
lækningaleyfi hafa, er óheimilt að setja gervitennur
og tanngarða í menn. Þetta nær ekki til lækna, ef
þeir sanna fyrir heilbrigðisstjórninni, að þeir liafi afl-
að sjer nægilegrar þekkingar í þessari grein. Heim-
ilt er og dómsmálaráðherra, með samþykki land-
læknis, að veita mönnum, er lokið hafa tannsmíða-
námi, leyfi lil að setja gervitennur og tanngarða í
menn í samráði við hjeraðslækni í þeim hjeruðum,
sem eru tannlæknislaus.