Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 10

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 10
G kr. fyrsta árið. Nýir fjelagar greiða fult gjalcl fyrir kað ár, er þeir ganga í fjelagið, ef upptaka fer fram fyrir 1. júní, en hálft gjald, ef þeir eru samþyktir siðar. Ef fjelagsmaður skuldar eins árs tillag um ára- mót, skal gjaldkeri gera honum aðvart um það í ábyrgðarbrjefi. Geri skuldunautur ekki skil innan þriggja mánaða, er hann þar með genginn úr fjelag- inu, og skal þá strikast úl af meðlimaskrá þess. Sá, er gengur úr fjelaginu, en óskar upptöku aftur, getur þvi aðeins gerzt meðlimur á ný, að hann greiði allar skuldir sínar við fjelagið. 7. gr. Fjelagið samþykkir Codex ethicus fyrir stjettina, og er hver fjelagsmaður skyldur til að fylgja ákvœðum hans. Á þeim stöðum, þar sem þvi verð- ur við komið, skulu fjelagsmenn hafa samkomulag um gjaldskrá fyrir tannlæknisverk. Aðalfundur skal leggja samþykki sitt á slíkar gjaldslcrár. 8. gr. Breytingar á lögum þessum má gera á aðal- fundi, ef % samþykkja. Tillögur um breytingar á lögunum skulu fylgjá fundarboði, er sent sje til fje- laga, áður en fundur er haldinn. Codex ethicus Tannlæknafélags íslands. Þannig samþ. á aðalf. 25. júlí 1935. 1. gr. Tilgangur þessarar samþyktar er að efla samheldni og gott samkomulag meðal ísl. tannlækna og venja þá á, að gæta hagsmuna stjettarinnar í hvi- vetna og hafa sóma hennar og eflingu jafnan fyrir augum. 2. gr. Enginn fjelagsmaður má gera tilraun til að afla sjer viðskifta með óheiðarlegu eða ósæmilegu móti eða óviðeigandi auglýsingum eða öðru skrumi. Þeir mega einungis auglýsa starfa sinn samkvæmt 12. gr. laga nr. 47, frá 23. júní 1932. Enginn fjelagsmaður má nota á neinn hátt titla eða þess háttar (útl. doktorsnafnbót), sem fjelags- stjórnin viðurkennir ekki. 3. gr. Fjelagsinenn mega ekki taka stöður sem tannlæknar hjá þvi opinbera, eða hjá neinni stofnun

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.