Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 25

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 25
21 að mestu aðgerðum á barnatönnum, sömuleiðis lang-- varandi aðgerðum á fullorðins tönnum, þyi oft eru líkur til að börnin gefist upp við þess háttar áður en þvi er lokið. Fyrstu árin var aðeins hægt að komast yfir við- gerðir á neðstu bekkjunum, en eftir þvi sem hið ár- lega viðhald minkaði hinar tímafrekari aðgerðir með því að gera við smáskemdir i tíma og eftir þvi sem tannskemdar prósentan færðist niður, er carieraðar tennur skemdu ekki eins út frá sjer og verið hafði, jiokaðist aðgerðin upp eftir bekkjum skólanna, en tala skólabarna, sem nú eru ca. 4000, ókst því miður ör- ara en sem þessu svaraði, svo að aldrei hafa verið nægilegir starfskraftar við skólann, til þess að þeir fengju ])á tannaðgerð, er þyrfti. Árið 1930 tók svo nýr skóli til starfa, Austurbæjarskólinn, í vandaðri, nýrri byggingu. Var börnunum skift jafnt milli skól- anna. Voru keypt ný áhöld á tannlækningastofu Aust- urbæjarskólans. Ennþá var þó aðeins 1 tannlæknir við báða skólana og ekki var það fyr en 1933, að sjerstakur tannlæknir var ráðinn við Austurbæjar- skólann, og þá aðeins til að starfa þar hálfan dag- inn. Var það frú Bergljót Magnúsdóttir tannlæknir, er gegndi því starfi fyrsta árið, en Theodór Brynj- ólfsson þau 2 næstu. Árið 1930 var loks ráðinn tann- læknir til að starfa fullan starfstíma, ca. 5 tíma á dag, við Austurbæjarskólann. Gegndi Rafn Jónsson tannlæknir því starfi árið 1930—37, en síðan haustið 1937 hefir Engilbert Guðmundsson tannlæknir annast tannlækningar Austurbæjarskólans. Störfuðu þá 2 tannlæknar, sinn við hvorn skóla, og hafa ca. 2000 börn hvor lil árlegrar skoðunar og viðhalds tanna, sem auðvitað ekki nær neinni átt, en árið 1939 var starfstíminn af fjárhagslegum ástæðum enn færður niður í 3 tima á dag i hvorum skóla. Vorum við Engilbert Guðmundsson þá mjög á báð- um áttum, hvort ekki væri heppilegra að leggja skóla- tannlækningarnar niður með öllu-en halda starfinu áfram á þessum grundvelli. En álitum hins vegar að erfiðara myndi vera að fá fjárveitingu til skólatann-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.