Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 23

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 23
19 á öllum ljessum stöðum virtist þa'ð allerfitt að halda fólkinu ánægðu og jafna ýmsan misskilning, eins og þráfaldar kvartanir erlendra skólatannlækna í skýrsl- um þeirra sýna. Börnin verða að þola meiri og minni likamlegar kvalir, en skilja oft lítt tilgang þeirra. Verða þau því eðlilega óróleg meðan á aðgerð stend- ur, svo tannlæknirinn getur ekki unnið verk sitt eins og hann helzt kysi. Oft gefast börnin, ef um langvarandi aðgerð er að ræða, upp áður en henni ei lokið og hverfa burtu með bráðabirgðafyllingu i tönninni og hlýst af því ýmiskonar misskilningur hjá foreldrum og börnum. Langvarandi aðgerðir verð- ur því að forðast og takmark allra skóratannlækninga eins og auðvitað allra tannlækninga, hlýtur því að vera að reyna að halda uppi svo reglubundnum tann- áðgerðum, að hægt sje að gera við hverja smáskemd áður e núr því verður tanntaugabólga og langvar- andi aðgerð, en til þess þarf að fara fram tannskoð- nu og aðgerðir helzt 2 á ári að minsta kosti. Skólatannlækningar munu hafa byrjað hjer á landi árið 1922, er Vilhehn heitinn Bernliöft var ráðinn af bæjarstjórn Reykjavíkur til að vinna 1 tíma á dag alla skóladaga í barnaskóla Rvíkur að tannlækning- um. Þessi 1 klukkutími reyndist auðvitað hvergi nægilegur til að Jækna tannpínu í öllum þeim börn- um, er þá voru i barnaskólum með gereyðilagðar tennur, hvað þá að um reglubundna tannskoðun og aðgerð væri að ræða. Hófst af þessu margskonar misskilningur, og mun þessi 1 tími að mestu hafa farið í útdrátt. Bernhöft mun hafa rekið þessar lækn- ingar áfram á líkum grundvelli, þar til árið 1925, að Hallur Hallsson tók við þeim. Var þá starfstím- inn lengdur upp í 2 stundir á dag. Dugði hann þó enn hvergi nærri til reglubundinna aðgerða, en munu að mestu hafa farið í tannpínuhjálp, sem fyr. Þó var á þessum tima hafist handa með reglubundna tann- skoðun og gerð allnákvæm skýrsla um tannskemdir i neðstu bekkjum skólanna. Svo mun það hafa verið árið 192ö, að reglubundnar aðgerðir hófust. Var þá ráðinn danskur tannlæknir, H. Larsen að nafni, til

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.