Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 11

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 11
7 eoa Tjelagsskap eða þess konar, riema fjelagið viður- kenni stöðurnar, og þær hafi verið auglýstar opin- berlega, og allir skilmálar sjeu samþyktir af fjelags- stjórninni. Við slíkar stofnanir má enginn fjelagsmaSur bjóð- ast til að vinna fyrir lægra gjald en annar fjelags- maSur, sem ráSinn heíir verið, eða gjöra tilraun til að bola honum frá á neinn hátt. Enginn má taka siíka stöSu eftir annan fjelagsmann, fyr en öll mis- klíð er jöfnuð við þann fyrri, ef einhver hefir veriS. Enginn fjelagsmaður má gera fjelag um tánnlækn- ingar við utanfjelagsmann eða taka starfa hjá utan- fjelagsmanni. Stjórnin getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði, el' um almennar eða góðgerða-stofnanir er að ræða. 4. gr. Fjelagsmenn mega ekki byrja tannlæknis- starf sitt í sama húsi og annar fjelagsmaður, án leyf- is þess, sem fyrir er, og eigi heldur í húsi, þar sem fjelagmaður hefir starfað áður, riema með samþykki lsess, er fyr var þar, eða erfingja hans, ef ekki eru liðin 2 ár frá því, að starfsemin hætti þar. 5. gr. Fjelagsmenn, sem starfa sem aðstoðartann- læknar eða „Vikarar", mega ekki hefja sjálfstætt starf á sama stað (bæ eða sveitarfjelagi) og þeir tann- læknar starfa, er þeir hafa unnið hjá, fyr en 2 ár eru liðin frá því, að ráðningartíma lauk, nema hús- bónda-tannlæknirinn (eða ef til vill dánarbú hans) gefi samþykki sitt til. C. gr. Éf einhyer fjelagsmaður tekur sjer aðstoðar- tarinlækni, sem ekki er meðlimur fjelagsins, skal hann gera bindandi samninga við aðstoðarmanninn og skuldbinda hann til að setjast ekki að hjer á landi sem tannlæknir, hvorki sjálfstætt starfandi nje í fje- lagi við aðra, eða aðstoðarmaður hjá tannlækni i sama bæ eða sveitarfjelagi, nema með samþykki fje- lagsstjórnarinnar, ella sæti sektum, sem fjelagið á- kveður, og renna þær í sjóð fjelagsins. Ef fjelagsmenn vilja kenna einhverjum tannagerS (Tandteknik), t. d. til þess að útvega sjálfum sjer aðstoð við tilbúning tanna, skulu þeir, áður en kensl-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.