Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 24
20
að starfa við skólana ca. 5 tínia á dag, undir um-
sjá H. H. ByrjaSi hann á neðstu bekkjum skólanna
og gerði við tannskemdir, eins og tími vanst til. Svo
mun það hafa verið haustið 1927, að jeg var ráðin
við skólana. Voru þá, i barnaskólunum ca. 2000 börn.
Strax og jeg lalaði við skólanefnd í fyrsta skifti,
reyndi jeg að gera henni skiljanlegt, hvílík fjar-
stæða það væri, að 1 tannlæknir gæti að nokkru
rekið þetta starf, svo viðunandi væri og benli á, að
við þá skóla, er jeg þekti til erlendis, væri þá al-
ment talið hæfilegt starf fyrir 1 tannlækni, að hafa
1000 born, þó aðeins til árlegs eftirlits og viðhalds
tanna, frumaðgerð á nýjum nemendum, er komu inn
i skólann annarsstaðar en í neðsta hekk, færi vana-
lega fram á sjerstökum stað.
Var þá rætt um að láta aðeins hluta af skólabörn-
unum, þau verst stæðu, njóta tannlækninganna, en
þótti hinsvegar lítt mögulegt fyrir tannl., að gera
upp á milli barnanna, hver ætti að verða þess að-
njótandi.
Hins hefir aftur á móti ávalt verið gætt á tann-
lækningastofunni, að reyna að fá þá nemendur, er
álitið var að gælu það efnalega, til að leita sjer lækn-
inga hjá prívat-tannlækni.
Skólaskyldualdur var þá árið 1927 8—9 óra og
komu börn yfirleitt ekki fyr í skólann, en á þeim
aldri eru barnatennur orðnar svo skemdar, að ekki
er unt að gera við þær, nema tönn og tönn á stangli,
enda óðum á förum. Var því álitið rjett, þar eð
starfskraftarnir voru svo litlir, að sleppa að mestu
aðgerðum á barnatönnum. Enda hefir mjer altaf fund-
ist á erlendum skólatannlækningastofum, þar sem jeg
hefi sjeð, þó skólaskyldualdur þar sje 7 ára, eins og
nú er einnig orðið hjer, að tannlæknnigar á barna-
tönnurn væru mest á pappírnum, þar eð þær eru 7
ára orðnar svo skemdar, að ekki reyndist unt að gera
við þær, en hinsvegar sjaldnast drengar úr, nema
nauðsyn krefji.
Var svo næsta ár starfað i skólanum eftir þessurn
reglum, byrjað ó aðgerð í neðstu bekkjunum, en slept