Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 12

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Blaðsíða 12
8 an byrjar, gjöra skriflegan samning við nemandann, þar sem hann skuldbindur sig lil að vinna aldrei hjá öðrum, hjer á landi, en fjelagsmönnum eða fyrir þá, og heldur ekki að fara með sjálfstætt starf í þeirri gein. Fjelagið ákveður námskjör. Ef kennarinn óskar, skal nemandinn hafa unnið minst þrjú ár hjá honum, áður en skift er um hús- bónda. Ef fjelagsmaður ræður til sín „Tekniker", sem lært hefir hjá utanfjelagsmanni, ber að gera samning við hann, þar sem hann skuldbindur sig á sama hátt og nemendur fjelagsmanna. Samningaformin samþykkir fjelagið og gefur út. Sektir fyrir brot í þessum efnum ákveður fjelags- sljórnin, og renna þær í fjelagssjóð. 7. gr. öllum meðlimum fjelagsins skal skylt að vera varkárir og viðhafa „takt“ í dónnun sinum og umtali við „C.lienta“ og utanfjelagsmenn um verk og framkomu fjelagsmanna. Ef fjelagsmaður leitar ráða til collega viðvíkjandi starfinu, skal viðkomanda skylt að greiða úr málinu, svo sem föng eru á. 8. gr. Enginn fjelagsmaður má bjóðast til að vinna accords-vinnu, en ber að fylgja sameiginlegri gjald- skrá á þeim stað, er hann starfar. Enginn má gefa sjúklingum í skyn, að hann vinni fyrir lægri taxta en aðrir collegar eða afla sjer viðskiftafólks með þvi móti. Fjelagsmenn skulu reyna að forðast að svara fyrir- spurnum i síma um verðlag á tannlæknisverkum. Þeir mega ekki gefa prócentur frá taxta, nema um stofn- anir eða fjelög sje að ræða, sem tryggja skilvísa greiðslu, eða venja fólk á afborgunarsystem. 9. gr. Fjelagar skulu forðast að gera áætlun um kostnað við sjerstakar aðgerðir nema eftir nákvæma rannsókn og þó helst hliðra sjer hjá sliku, svo sem unt er, en aftur á móti reyna að venja fólk á stað- greiðslur, eftir því sem við verður komið. 10. gr. Enginn fjelagsmaður má gefa fólki í skyn, að hann geti frekar en aðrir collegar tekið ábyrgð á verkum sínum. — Verður slíkt að teljast ósam-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.