Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 1

Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 1
1. tbl. l.árg. MAI 1977 Selföss fjölskyldan Józx Gudbrandsson og fjölsltylda, sótt heim Gamanleikarinn frægi Jerry Lewis, sagði þegar sjötti strákurinn hans fæddist, að hann ætlaði að eiga ellefu stráka, svo þeir gætu skipað eitt fótboltalið. Síðast þegar ég vissi hafði hann bara eignast tíu stráka. Ekki slá þau hjónin Jón Guðbrandsson og Þórunn Einarsdóttir Jerry Lewis og konu hans út, því þau eiga bara 4 stráka og fimm stelpur eða Bertu, Sigríði, Einar, Ragnhildi, Guðbrand, Ingólf, Svein, Bryn- hildi og Matthildi. Synir þeirra hjóna eru allir miklir knattspyrnugarpar. Einar fékk viðurkenningu fyrir framför og ástundun keppnistímabilið 1976, en mæting hans á leiki og æfingar var 100%, sem er frábær árangur. Guðbrandur var kosinn knattspyrnu maður ársins i 4. fl. 1976, Ingólfur var sæmdur sama titli í 5. fl. 1975 og Sveinn, sá yngsti þeirra bræðra hlaut þennan tit- il þeirra fyrstur, í 6. fl. 1974. Það var svo einn sólskinsdag nú fyrir skömmu, þegar skógarþrestirnir skríktu af ánægju í garðinum hjá Jóni og bórunni, að ég fékk þá hugmynd að spjalla örlítið við þau. - Eruð þið ánægð með að strákarnir hafa snúið sér að knattapyrnunni frekar en ein- hverri annarri íþrótt? Jón: "Ja, ég veit ekki hvort við erum neitt ánægð með að þeir séu í þessu frek- ar en einhverju öðru, en við erum ánægð með að þeir séu í þessu, því það að hafa eitthvert tómstundagaman það er mikils virði. Eg held að knattspyrnan sé ekkert betri en eitthvert annað tómstundagaman, en hún getur verið ágæt." frh. bls. 3

x

Tuðran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.