Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Scra $óhann S. ‘Ulíðar: ^ólahugvckja „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs”. (Lúk: 2,10-11). „Því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð”. Er það eitthvað nýtt í dag, að mönnum sé boðaður mikill fögn- uður? Er það ekki það, sem blasir við augum í blöðum og gellur í eyrum frá útvarpi, dag hvern í auglýsingaflóði skemmtana um land allt? Er það ekki „mikinn fögnuð”, sem menn óska og þrá að leita að hvarvetna? Eru þau tvö orð ekki samnefnari lífsþorsta fjöldans í dag? Og svo — þegar öll kurl eru til grafar komin, — er tómleikinn ávallt jafn sviðasár, eftir að hafa bergt veigar hins „mikla fagnaðar” í botn. Getum við í raun og veru fagnað alvar- lega, einlæglega, barnslega af hjarta? Hinn mikli fögnuður, sem skír- skotað er til með tilvitnun jóla- boðskaparins, gerir ráð fyrir fagn- aðarefni, sem liggur fyrir ofan og utan við allt, sem við venjulega miðum lífsfögnuð við. Sá veruleiki, sem skapar sannan fögnuð, er að- eins til fyrir utan hið þrönga búr, sem nútíma maðurinn hefir lokað sjálfan sig inni í. Hinn mikla fögnuð er aðeins að finna í heimi Guðs. Við getum undirbúið hátíð. Tæknin getur opnað flóðgáttir stórkostlegra hluta. — En aðeins hjá Guði eignast hjartað hinn mikla fögnuð. Brjótum gat á búrið, sem við er- um fangar í. Opnum fyrir birtunni að ofan, opnum fyrir Guði, fyrir eilífðinni! — Það er einmitt það, sem við megnum ekki. Og þess er ekki þörf. Búrið er brotið. Það er einmitt boðskapur jólanna. Hinn eiginlegi leyndardómur jólanætur- innar er einfaldlega sá, sem fagn- aðarerindið á svo barnslegan og raunsæjan hátt lýsir: Að himinninn opnaðist, og Guð sjálfur steig nið- ur í fylgd lofsyngjandi englaskara. Þá sá maðurinn, í fyrsta skipti, beint inn í heim Guðs, heyrði og skildi hinn mikla fögnuð og varð sjálfur hluttakandi í honum. Þann- ig mætti Guð vegvilltu og hræddu mannsbarni, ekki með ytri mætti og dómi, heldur sem þjónn. Hann steig niður, ekki í himneskri dýrð, heldur með hvatningu sannleikans skírskotandi til samvizku sérhvers manns. Hann samtengdist okkar lífi í þjónustu og með þjáningu og dauða 1 okkar stað. Á leiðinni frá jötunni til krossins, mætir okkur allt, sem Guð er og talar og ger- ir í Kristi. Og það er það, sem skapar hinn mikla fögnuð í því hjarta, sem þá sér bæði Guð og sig sjálft í réttu ljósi, ljósi misk- unnsemi og frelsis, sem lýsir leið- ina til hins sanna lífs og gefur út- sýn takmarkalausra möguleika. Eigum við þennan mikla fögnuð? Því verður hjarta hvers og eins að svara fyrir sig. Og svarið er fólg- ið í afstöðu hjartans til þess lífs- veruleika, sem okkur opinberast í Jesú Kristi. Guð gefi okkur öllum hinn mikla fögnuð á þessum jólum. Guð gefi okkur gleðileg jól, í Jesú nafni. óskar lcsendum sínum gleðilegra fóla, árs og ^riðar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: