Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 16
16
____________________________________JÓLÁBLAÐ FYLKIS 1967
Stiklað á stóru í sögu Fylkis
Fylkir er nú á nítjánda aldurs-
ári. Fyrsta tölublað fyrsta árgangs
kom út hinn 18. marz, 1949, og hef-
ur blaðið síðan komið út nokkuð
reglulega fram til þessa dags.
Það er ýmislegt, sem rifjast upp
hjá mönnum, þegar þeir fletta
gömlum blöðum, og eins fór mér,
þegar ég fór að fletta gegnum
gamla árganga af Fylki nú á dög-
unum. Þorsteinn Þ. Víglundsson
var svo elskulegur að leyfa mér
að líta á safnið, sem er í eigu
Byggðarsafnsins, og vantar ekkert
blað inn í það safn, blaðið er þar
til í heild, frá því það byrjaði að
koma út.
Fyrsta blaðið kom út eins og áð-
ur er sagt, hinn 18. marz, 1949 og
hefst auðvitað með ávarpi til les-
enda.
Ávarp.
Blað þetta, sem nú kemur fyrir
almenningssjónir í fyrsta sinn, er
stofnað og gefið út að tilhlutun
stjórnar og fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna hér í Vestmannaeyjum
og mun það túlka skoðanir og vera
málsvari Sjálfstæðisflokksins og
fylgja stefnu hans.
Blaðið mun ræða bæjar- og
landsmál, flytja greinar um efni,
sem það telur almenning varða,
svo og gagnrýni á því, sem það
telur miður fara.
Blaðinu er kærkomið að flytja
greinar fyrir þá flokksmenn, sem
þess óska og vill hvetja menn til
að nota dálka þess til að koma
hugðarefnum sínum fyrir almenn-
ingssjónir.
Þá mun blaðið einnig flytja
fréttir ,innlendar og erlendar, eft-
ir því, sem aðstaða er til.
Um útgáfu blaðsins sér ritnefnd,
sem kosin var af fulltrúaráði Sjálf-
stæðisfélaganna.
Útg.
Þannig hófst sem sagt útgáfan,
og í þessum dúr hefur blaðið jafn-
an starfað og flutt sitt efni og mun
sennilega eiga eftir að gera í
framtíðinni.
Meðal þeirra, sem skrifuðu í
fyrsta blaðið, voru Guðl. Gíslason,
sem var fyrsti ábyrgðarmaður
blaðsins, Björn Guðmundsson og
Einar H. Eiríksson.
Þetta fyrsta blað var fjórar síð-
ur að stærð, og byggt upp á svip-
aðan hátt og það er enn í dag, með
greinum, smápistlum og auglýsing-
um ásamt bæjarfréttum.
Útgáfan hélt áfram og hófst
brátt hið mesta rifrildi við Eyja-
blaðið, en ritstjóri þess í þann tíð
var Einar Bragi. Togararnir voru
eitt mikið bitbein og átti eftir að
harðna mikið leikurinn áður en
yfir lauk. Önnur bæjarblöð blönd-
uðust inn í þræturnar og Þ.Þ.V. og
H.B. áttu þar ekki sízta þáttinn í
þeim deilum, svo og öðrum.
Blaðið hélt göngu sinni áfram
og var oftast fjórar síður að stærð
JÓHANN Þ. JÓSEFSSON,
alþingismaður, ritaði oft í blaðið.
og stöku sinnum kálfur með, eða
tvær síður að auki, þegar mikið
þótti liggja við og fjórar síðurnar
entust ekki undir efnið.
í fjórða tölublaði ritar Jóhann Þ.
Jósefsson, sem þá var þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna-
eyjum, grein um gengisfellingu
sterlingspundsins í Bretlandi, og er
gaman að athuga og bera saman
við þau skrif, sem undanfarið hafa
verið í öllum blöðum um sama
athæfi Breta nú að 18 árum liðn-
um.
Sérstakt jólablað var gefið út í
árslok með vandaðri pappír, lítið
að vöxtum, aðeins tvær jólahug-
vekjur, en nokkuð af jólakveðjum
og auglýsingum.
Annar árgangur byrjar með
sama starfsliði og áður, en með 6.
blaði tekur Gunnar Hlíðar, dýra-
læknir við ritstjórn þess, og Finn-
bogi Friðfinnsson tekur að sér
auglýsingar í blaðið.
Á þessum tíma ritar Gunnar Ól-
afsson oft í blaðið og er heldur
ómyrkur í máli á stundum, ekki
sízt, þar sem hann telur réttu máli
hallað.
Þrír ritstjórar hafa séð um þenn-
an árgang blaðsins, því með 19.
tölublaði byrjar Björn Guðmunds-
son að ritstýra Fylki, og tekur þá
Ágúst Matthíasson við auglýsing-
unum um leið. Helzt nú svo fram
yfir áramót og þar til þriðji ár-
gangur hefst, en þá tekur Félag
ungra Sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum við útgáfu blaðsins
og skipar til útgáfunnar ritnefnd
skipaða ungum mönnum úr félag-
inu. í ritnefndinni áttu sæti þeir
Jóhann Friðfinnsson, Jón G. Sche-
ving og Kristján Georgsson.
Meðal efnis, sem er í blaðinu eftir
að þeir taka við því, má nefna
smásögu eftir hinn landskunna
Svavar Gests, sem ber nafnið Nótt
í Eyjum.
Ekki hafa landhelgisbrot verið
óþekkt í þá daga, því að í júní
skýrir blaðið svo frá, að m/b Þrá-
inn hafi verið staðinn að ólögleg-
um togveiðum milli Álseyjar og
Heimaeyjar hinn 7. júní. Hlaut
skipstjórinn 7.500 króna sekt og
afli og veiðarfæri að sjálfsögðu
gerð upptæk.
Hinn 21. okt. 1951, er minnis-
varði hrapaðra og drukknaðra við
Landakirkju afhjúpaður, og er þess
að sjálfsögðu getið í blaðinu og
fylgja með margar myndir, meðal
annars þrjár af Páli Oddgeirssyni
1 ræðustól.
Um þessar mundi’: hefur verið
feikn^xlegur hiti í pólitíkinni og
ner blaðið þess vitni, því að heift-
jrlegar greinar með ásökunum og
afsökunum eru endranær í því, og
hefur hitinn að öllum líkindum
verið einna mestur á þessum tíma
í sögu blaðsins.
Sömu menn og áður fara með
stjórn á útgáfu blaðsins, þegar
fjórði árgangur hefur göngu sína
í janúar 1952 og halda áfram út ár-
ið og hefja einnig útgáfuna 1953.
Þann 28. febrúar það ár er for-
síðan öll í sorgarramma. Tilefni
þess er; að vélbáturinn Guðrún
ferst í róðri, eitthvert mesta sjó-
slys, sem orðið hefur í Vestmanna-
eyjum.
Þetta sama ár í febrúar, fer fram
í Vestmannaeyjum atkvæðagreiðsla
um það, hvort héraðsbann skuli
Neðan frá sjó.
v______________)
'T7! ’ú iT
Bæjarfréttir.
v_________________________)
GAMLIR KUNNINGJAR, SEM
SUMIR HAFA VERIÐ í BLAÐ-
INU FRÁ UPPHAFI.
gildi taka með áfengissölu í Eyj-
um. UrSu úrslit kosninganna þau,
að samþykkt var með 650 atkvæð-
um gegn 439 að loka áfengisverzl-
uninni. Eysteinn Jónson, sem þá
var ráðherra, fór þess á leit að
sex mánaða fyrirvari skyldi vera
á lokuninni, og hún þá ekki taka
gildi fyrr en um haustið sama ár.
En ekki líður á löngu, þar til
birtist áskorun frá sjómannafélög-
unum í Vestmannaeyjum, Verð-
anda, Vélstjórafélaginu og Jötni
um það að loka vínbúðinni tafar-
laust. Það er skemmtileg tilviljun
að undir áskorunina ritar fyrir
hönd Vélstjórafélagsins, Alfreð
Þorgrímsson, (betur þekktur undir
nafninu Alli Togga). Vafasamt er,
að honum hafi dottið það í hug þá,
þegar han skrifaði undir þessa á-
skorun, að 14 árum síðar ætti hann
eftir að verða afgreiðslumaður í
þeirri sömu verzlun og hann skor-
aði á, að yrði lokað. En svona er
nú lífið einu sinni, algerlega ó-
útreiknanlegt.
Þetta ár fer heldur betur að fær-
lölT’*
Sami haus hefur ávallt verið á blaðinu þau 19 ár, sem það hefur komið út.