Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 6

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Níræður listamaður — Engilbert Gíslason, málari, níræður — ENGILBERT GÍSLASON Hinn 12. október s.l. varð einn af kunnari borgurum þessa bæjar, Engilbert Gíslason, málarameistari, níræður. Ekki var þessa minnst sérstak- lega, utan í einu bæjarblaði með mynd af listamanninum og grein- arstúfi. Langar mig því til að geta þessa merka Vestmannaeyings nokkru frekar við þessi tímamót. Þegar minnst er á Engilbert koma mér ávallt í huga orðin „list- málari Eyjanna”, en telja má, að fáir hafi lagt jafnmikinn skerf til sögu Eyjanna sem Engilbert Gísla- son, með málverkum sínum af náttúru Vestmannaeyja og mann- virkjum. Myndir Engilberts prýða nú fjölda heimila hér í bæ og hefur hann með þeim gefið Vestmanna- eyingum og þjóð sinni ómældan 'fjársjóð eins og allir góðir lista- menn. Aldrei hefur hann þó gert kröfu til að vera kallaður eða tal- inn listamaður, miklu fremur hef- ur hann andmælt því. En segja má, 'að verkin lofi meistarann. Mér er minnisstætt, þegar Karl Guðjónsson, kennari, (nú alþingis- maður) fór með okkur nemendur í efsta bekk barnaskólans á mál- verkasýningu í Akóges-húsinu. Eg hafði aldrei séð málverkasýningu fyrr og fannst mér þarna opnast ævintýraheimar. Þarna urðu hvers- dagslegar pallakrærnar að húsum með lífi og sál, og okkur skildist, að í þeim húsum fólst mikil og merkileg saga heillar kynslóðar. í heimi ævintýranna var drengur að róa báti sínum í roðagullnum helli, og er ég sá Tyrkjann við Sængurkonustein, með brennandi Landakirkju og dökkan Heima- klett í baksýn, þá varð Tyrkjarán- ið mér ljóslifandi. Merk og fræg listasöfn hefi ég séð síðan, en ég held, að ég hafi oldrei orðið eins hrifinn; sem kallað er bergnuminn af málverkum, og þarna í Akóges- húsinu á sýningu Engilberts. Þetta var að vorlagi og ég man, að dag- inn þann, enduðum við strákarnir með ferð yfir Heimaklett allt út í Yztaklett, á vit þeirrar náttúru, sem Engilbert hefur tignað og lýst svo vel í myndum sínum. Frá frumbernsku hefur hið sterka og skapandi afl listarinnar búið með Engilberti og níræður að aldri glaðnar hann allur við, þeg- ar tal berst að málverkum og myndlist. i* Engilbert Gíslason fæddist Vestmannaeyjum 12. október 1877. Hann er sonur hjónanna Gísla Engilbertssonar, verzlunarstjóra, og konu hans, Ragnhildar Þórar- insdóttur, sem voru vönduð sæmd- arhjón. Var Gísli hagyrðingur hinn bezti og verzlunarstjóri Tanga- verzlunar um árabil. Þau eignuð- ust 5 börn, sem öll urðu þekkt Gyða í Mandal að sækja vatn. Pennateikning eftir listamanninn. myndarfólk. Af þeim sytkinum eru á lífi, Engilbert og systir hans, Elínborg, húsfreyja í Laufási, ekkja Þorsteins Jónssonar. Á Tanganum honum þetta mikill fengur þó að þetta væru aðeins venjulegir barnalitir. Strax hefur farið orð af teiknigáfu Engilberts, þótt hann Æskustöðvar Engilberts Gislasonar, ein af elztu myndum hans. Byggðin fvrir aldamót. Húsið yzt til vinstri er æskulieimili Engilberts, Tanginn. Bjuggu foreldrar hans í vesturhluta bessa húss, en í austurendanum var verzlunin (Júlíusliaabsverzlunin). ólst Engilbert upp í glaðværum systkinahópi og minnist hann á- vallt æskuheimilisins með óbland- inni ánægju. Frá því Engilbert man eftir sér var hann með blýantinn að teikna, en lítið var um liti. Fyrstu litina fékk Engilbert frá frænda sínum, sem var sjómaður í Þorlákshöfn; var hann þá drenghnokki. Þótti vilji lítið tala um það sjálfur, en hlédrægni hefur alltaf einkennt hann. Þannig vildi til eitt sumar í æsku Engilberts, að Doodman, enskur skipstjóri, sem var Eyja- mönnum að góðu kunnur, og fisk- aði oft hér við Eyjar með línu, hafði fengið blálöngu. Um sama leyti dvöldu hér 2 enskir náttúru- fræðistúdentar og langaði þá til

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: