Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 14
Unnið við Iöndun við Stokkhellu í kringum aldamótin.
Saltfiskþurrkun á Stakkstæðum Gísla J. Johnsen sunnan við verzlunar-
hús Edinborgar, þar sem rafstöðin stendur nú. Húsin, sem á myndinni
sjást standa ennþá, og eru eign Einars Sigurðssonar. Myndin er tekin
árið 1923.
V. b. Sigríður VE 240.
Áttæringurinn Gídeon.
Þessi mynd mun vera tekin árið 1922 og sýnir hún uppskipun á timbri
við Tangabryggjuna. Kvenfólk er meðal annars í timburvinnunni. Á
bryggjunni stendur fyrsta vörubifreiðin, sem keypt var hingað til Eyja.
Það er vel viðeigandi að birta eins og eina skipshafnarmynd í þessum
þætti. Hér er skipshöfn Ólafs Ingibergssonar á v.b. Karli fyrir rúmlega
hálfri öld.
l’ppskipun á salti. Skipið liggur á innri liöfninni. Saltið er látið renna
af borðstokk þess niður í uppskipunarbátana, og síðan er því mokað upp
úr þeim og upp á bryggjuna. Þar var því síðan mokað upp á bíla eða
vagna. Ólík vinnubrögð þeim, sem tíðkast í dag.
Lengi rak Isfélag Vestmannaeyja matvöruverzlun, sem sérstaklega verzl-
aði með kjötvörur. Á milli suðurstafns, elzta íshúss þess og Strandvegar
lá pallur. Á þessum palli er verið að slátra nautgrip fyrir verzlunina.