Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 13

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 13
JOLABLAÐ FYLKIS 1967 13 Sigmund fann ekkert upp nema teikningar í Morgunblaðið. Október hóf göngu sína og marg- ir voru drepnir í Víetnam og eng- inn hneykslaðist en allir hneyksl- uðust þegar Sigfús og Árni John- sen fóru og drápu súlur og fýla. í sveitum. Ársæll Sveinsson kom með einn ísleif í viðbót og Kiwan- isklúbbur var stofnaður. Svo end- aði nóvember á því, að sakadóm- Ekki var sundlaugin alltaf til friðs Voru landsmenn ekki mönum sinn- andi næstu daga á eftir og almennt lystarleysi gerði vart við sig. Það leið þó frá og Samkórinn auglýsti eftir karlaröddum. Þá setti Bjarni Rögnvaldson heimsmet í lang- stökki og fyrsti snjórinn kom og fór aftur. Gengið var fellt og menn byrjuðu að spara við sig. ari lýsti velþóknun sinni á súlu- drápi og urðu þá Sigfús og Árni glaðir en Þorsteinn Einarsson ó- kátur. Bretar felldu gengið í desember og Kvenfélagið Líkn seldi kaffi í Samkomuhúsinu. íslendingar felldu líka gengið og Kvenfélag Landakirkju hélt bazar. Höfðaveg- urinn tepptist og kaupmenn fóru að hugsa til jólanna. Svona standa nú málin í dag. Sjálfsagt höldum við gleðileg jól eins og vanalega og hlustum á Vilhjálm Þ. á gamlárskvöld og kveðjum gamla árið. Og var þetta bara ekki mesta ágætisár, þegar á allt er litið? Þar sem búast má við, að hús- mæður séu nú á kafi í jólabakstr- inum, er ekki úr vegi að bæta eins og einni uppskrift við. Kakan er ekki af verri endanum, en Ingi- björg Jónsdóttir, Þorlaugargerði, hlaut verðlaun fyrir uppskriftina í nýafstaðinni keppni, sem fram fór í Reykjavík og var á vegum Pills- bury’s Best, hveitifyrirtækisins. Kakan heitir Fyllt ostakaka, og fylgir uppskriftin hér með. Kakan: 150 g Pillsbury’s Best hveiti. 100 g rifinn ostur. 125 g smjörlíki. 2 matsk. vatn. Ostakrem. 2 eggjarauður. 1 dl rjómi. 30 g rifinn ostur. 50 g smjörlíki, brætt. % tsk. salt. Hveitið sáldrað. Smjörlíkið brætt saman við, þar í blandað rifna ost- inum, vætt í með vatninu. Deig- ið hnoðað og látið bíða um stund. Ostakrem. Rjóminn soðinn. Eggjarauðurnar hrærðar með saltinu í skál. Þar í er blandað rjómanum, ostinum og bræddu smjörlíkinu. Skálin látin yfir pott með sjóðandi vatni og hrært stöðugt í, þar til kremið er orðið þykkt. Deigið flatt út í tvær kringlóttar kökur, neðri kakan lát- in þekja mótið, þar á er ostakrem- ið látið, síðan er hin kakan látin ofan á og lokað vel. Kakan er bökuð við 225 C í 30-40 mín. Til gagns og gleði! JÓLAGJAFIR í HUNDRAÐATALI ALDREI MEIRA ÚRVAL. DRÍFANDI H.F. Sími 1128. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR sendir félögum- sínum og velunnurum beztu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. Lokað var fyrir Keflavíkursjón- varpið. Ási í bæ byrjaði nóvember með því að segja bæjarritarastarfinu lausu og hótaði því að taka við Speglinum. Sex sóttu um ritara- starfið, og mikið var að gera í Hvíta húsinu. Aftur fór að veiðast síld og ráðunautur kom frá Bún- aðarfélaginu til að skoða hrúta og halda sýningu á þeim og þeirra liði. Dýraverndunarfélagið hótaði að kæra súludrápið og bindindis- dagur var haldinn. Magnús og co fóru til að hleypa vatninu á nýju leiðsluna og komust á ball austur Vestmannaeyjar mn miðja nítjándu öld. Myndin er gerð eftir málverki á skrifstofu bæjarstjóra.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.