Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 20

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Það var aðfangadagur, og uppi á himnum, þar sem öli fallegu leik- föngin eru búin til, voru litlu jóla- englarnir í óðaönn að þrífa til og sópa burtu ruslinu, sem hafði safn- ast saman, þegar þeir voru að búa til og lagfæra leikföngin, sem börn in á jörðinni höfðu sent þeim. — Jæja, — sagði einn engillinn. — Mikið er nú gott, að allt skuli vera tilbúið — Mánuðum saman hafði hann ásamt hinum englunum verið önnum kafinn við að pakka inn gjöfum og skrifa niður heimil- isföng, svo að allir bögglarnir gætu komizt í tæka tíð niður á jörðina. Nú þaut hann fram og aftur um gólfið á vinnuherberginu með stór- an sóp í höndunum, og þar veitti svo sannarlega ekki af að sópa og taka til. Tómu málningardósunum henti hann beinustu leið út um gluggann, það gerði ekkert til, því að þetta var jú á himnum. — Hvað er þetta eiginlega? — hrópaði allt í einu einn af litlu englunum og tók einhvern hlut undan borðinu. — O, fleygðu því bara út um gluggann —, svaraði sá, sem næst- ur stóð . En það datt litla englinum ekki í hug, því að það, sem hann hafði séð undir borðinu var brúða, að vísu ákaflega ræksnisleg, því að bæði vantaði á hana höfuð og hendur og þar að auki var hún ekki í neinum fötum. Hún hafði fallið undir borðið í öllum hama- ganginum við viðgerðirnar og al- veg gleymzt að lagfæra hana. Um annan fótinn var festur miði, og á hann var skrifað með stórum stöf- um: Til Dísu, fyrir jól. Þið hefðuðu bara átt að sjá, þeg- ar litlu englarnir byrjuðu aftur að vinna. Nú var aldeilis handagang- ur í öskjunum, enda veitti ekki af, þar sem kirkjuklukkurnar voru byrjaðar að hringja inn jólin á jörðinni. Að hálftíma liðnum hafði brúðan skipt gersamlega um útlit. Hún var komin með nýtt höfuð og nýjar hendur, og fötin voru svo falleg, að það var alls ekki hægt að þekkja hana fyrir sömu brúðu og áður var. — Jæja, þá höldum við af stað, kallaði litli engillinn, hann kunn- ingi okkar til þess, sem næstur honum stóð, og þeir flugu saman af stað. Þegar þeir komu inn í borgina, uppgötvuðu þeir, að þeir höfðu ekkert heimilisfang til að fara eftir, svo að þeir höfðu ekki hugmynd um, í hvaða hús þeir fittu að fara með brúðuna. — Við verðum að líta í nafnaskrána okk- ar _, sagði annar þeirra. En í nafnaskránni voru margar Dísur. Þarna var Dísa á Vesturgötunni, Dísa á Skólabraut, Dísa í Austur- stræti, Dísa í Langagerði og svona var langur listi áfram. Englarnir sáu, að þeir áttu töluvert starf fyr- ir höndum, ef þeir ættu að finna hina réttu Dísu. Dálítið frost var, og alveg logn úti, er þeir hófu leitina. Enginn sást úti við, en í hverjum glugga logaði ljós, þar sem fólk var að halda jólin hátíðleg, og ómar af jólasálmum bárust frá hverju húsi. Hérna býr Dísa númer eitt —, sagði annar engillinn, þegar þeir komu að stóru húsi með feiknar- stórum garði umhverfis. Glugga- tjöldin voru dregin frá og þeir gátu séð börnin að leik við jóla- tréð. — Þessi börn eiga nóg af leik- föngum —, sagði hinn engillinn, og hann hafði líka rétt fyrir sér því að þegar þeir börðu að dyrum, kom þjónn til dyra og sagði, að börnin í þessu húsi vildu ekki gömul leik- föng. Það yrðu að vera alveg ný og fallegri en þetta, sem þeir væru með. Litlu englarnir sáu, að þeir voru ekki á réttum stað og héldu áfram, þar til þeir komu í borgar- hluta, þar sem húsin voru ekki eins glæsileg og fólkið ekki eins ríkt. — Hérna býr einhver Dísa _, sagði annar engillinn, en það var nú ekki rétt hjá honum, því að eina mannveran, sem þeir fundu í húsinu, var gömul fátæk kona, sem lá veik inni í litlu fátæklegu her- bergi. Og sú varð nú hissa, þegar hún sá gestina tvo. Auðvitað átti hún ekki brúðuna, en hún var á- kaflega glöð yfir þessari óvæntu heimsókn, því að litlu englarnir sungu fallegan jólasálm fyrir hana. í næsta húsi átti að búa telpa, er hét Dísa, og þegar englarnir heyrðu í börnunum inni í húsinu, töldu þeir víst, að þeir væru á réttri leið. Skyldi þetta nú vera rétta húsið? Nei, þarna hafði bú- ið lítil telpa, sem hét Dísa, en hún var flutt fyrir löngu, og nú voru eintómir drengir, sem bjuggu þar, og þeir léku sér ekki að brúðum. Og svona héldu englarnir áíram hús úr húsi. í því næsta, sem engl- arnir komu að, sáust engin merKÍ þess, að neinn vissi um jólin. Garn- all og geðillur karl kom til dyra og hvæsti út úr sér, að þetta væri eintóm vitleysa, þegar englarnir spurðu hann, hvort hann hefði sent brúðuna til himna til að láta lagfæra hana. í næsta húsi var enginn heima, og í þar næsta husi var reyndar stúlka, sem hét Dísa, en hún var bara orðin of gömul til að hafa gaman af að leika sér að brúðum. Það var komið miðnætti, og fólk var farið að slökkva ljósin og taka á sig náðir. Börnin sofnuðu og þau dreymdi um jólatré og falleg- ar gjafir. — Þá er kominn háttatími, sagði mamma við litlu stúlkuna sína. Þær bjuggu í litlu þakherbergi, sem var fátæklega búið en hreint og vistlegt. Mamma hafði sett nokkur kerti í stjaka á borðið og í lítilli skál við hliðina var dá- lítið af jólagóðgæti. Litla stúlkan hafði fengið nýja skó og nýtt pils í jólagjöf. En hún hafði engin leik- föng fengið. Gamla brúðan hennar hafði ekki komið aftur, en hún hafði einmitt sent hana til himna til að láta gera við hana. En Dísa var ekki búin að gefast upp og sagði, að englarnir hlytu að koma með hana til sín, þeir væru bara svona lengi á leiðinni. Hún stytti sér stundir við að syngja jóla- sálma, en að lokum sigraði svefn- inn og mamma bjó um hana í litla rúminu hennar. Stuttri stundu síð- ar komu englarnir tveir inn með brúðuna og settu hana við hlið hennar. Mikið var Dísa glöð og ánægð, þegar hún vaknaði daginn eftir. Þið vitið sjálf, hve ánægð þið verðið, þegar þið fáið það, sem þið hafið óskað ykkur. En Dísa var ekki sú eina, sem var ánægð. Við hliðina á rúmi gömlu konunnar, sem lá veik, var allt í einu komið jólatré, og karfa full af ýmsu góðgæti, þegar hún vaknaði morguninn eftir. Og gamli úrilli maðurinn fann jólapakka við dyrnar hjá sér, þegar hann kom á fætur daginn eftir. En þá voru litlu englarnir löngu komnir upp til himna aftur og nú gægðust peir r.rður og hlógu, þegar þeir sáu undrunarsvipinn á öllum. (Þýtt og endursagt úr þýzku). Sigurgeir Jónsson. Jólasveinninn er á leið inni í bæinn, en nú er hann ekki viss í því, hvert hann á að fara. Getur þú hjálpað hon- um að finna leið að húsunum? Brúðan, scm ghymdisi Jólasaga iyrir börn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.