Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 15
myndir Neðan frá sjó. J Þátturinn Neðan frá sjó hefur verið fastur liður í blaðinu allt þetta ár og notið mikilla vinsælda. Okkur hefur þótt rétt að hafa þátt- inn líka í jólablaðinu, en með öðru sniði en verið hefur. Við höfum safnað saman nokkrum gömlum myndum frá höfninni og umhver.fi hennar og vonum, að lesendur geti haft nokkurt gagn og ánægju af þeim. Þorsteinn Þ. Víglundsson, heíur sýnt þá velvild að Ijá okkur mynd- irnar, sem eru í eigu tíyg Jöarsafns Vestmannaeyja, og kann Fylkir honum beztu þakkir fyrir. Þessa mynd tók Ingólfur Guðjónsson frá Oddstöðum. Hún er af görnlu „pöllunum, sem kallað- ir voru króarsund. Þessi mynd er tekin austur eftir Strandveginum fyrir allmörgum árum. Þeir, sem aka vagninum, eru að sækja beitusíld í ísfélagið. Austar með Strandveginum norðanverðum sjást aðgerðar og beitningakrær allt aust- ur að „Svarta húsinu”, hinu mikla þrætuepli. Það hús hindraði umferð iim Bæjarbryggjuna. Lengst til hægri sést í „Turninn”, bar sem Þorlák- ur Sverrisson, kaupmaður, verzlaði. Þar sem krærnar stóðu, eru nú byggingar Fiskiðjunnar. Þetta mun vera fyrsta hafskipið, sem lagðist að bryggju í Vestmannaeyj- um. Lagðist bað að hausnum á Edinborgarbryggjunni árið 1926. Attæringurinn fsak, fyrsta skipið, sem Þorsteinn Jónsson í Laufási vai formaður á. Sumarið 1910 lióf Gísli J. Johnsen nýja bryggjugerð. Steyptur yar þykk- ur veggur vestan við bryggjuna, sem gerð var á árunum 1906—1907 oc mótuð ný bryggja mun liærri en sú fyrri. Þarna liófst bygging fyrstu haf- skipabryggju í Eyjum. Fyrsta bryggjan var rifin smám saman eftir því, sem bygging hinnar nýju þokaðist áfram. Þessi bryggja var byggð í á- föngum. Aðalsmiður við hana var Guðmundur Magnússon, sem iengi bjc að Goðalandi. Húsið á myndinni er aðgerðarhúsið mikla, sem nefnt var „Eilífðin”.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: