Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 17 FJÓRIR AF RITSTJÓRUM ast hiti í togaramálin, þegar fram kemur, að um bullandi tap á þeim er að ræða, og magnast deilurnar með hverju blaði, sem út kemur. og liggur við að upp úr sjóði. Fljótlega eftir áramótin, þegar 5. árgangur hefur göngu sína, tek- ur Jóhann Friðfinnsson við rit- stjórn að öllu leyti, og sama ár byrjar Björn Guðmundsson að skrifa Neðan frá sjó. Með 6. árgangi tekur svo Einar H. Eiríksson við ritstjórn blaðsins og annast hana næstu átta ár eða til 13. árgangs, og hefur hann rit- stýrt Fylki lengur en nokkur ann- ar. Þessi ár var blaðið hið fjöl- breytilegasta að efni. Nokkuð hiinnkaði hitinn í pólitíkinni og færðist frá skamma og níðgrein- um um andstæðingana út í mál- efnalegar deilur að meira leyti. Menn voru orðnir meira „kúltív- eraðir” í málflutningi en var. Öll þessi ár komu út myndar- leg jólablöð með margvíslegu efni til fróðleiks og skemmtunar. Eitt þeirra birti til dæmis mjög góða grein um landhelgisgæzluna ásamt fjölda mynda úr sögu hennar. Um svipað leyti og þetta var, reis upp félagsskapur á íslandi, er var nefndur Grænlandsáhugafé- lagið. Var markmið þess að sanna rétt íslendinga til Grænlands og fá fullan yfirráðarétt yfir landinu. Jón Dúason var einn helzti for- vígismaður samtakanna, og skrif- aði hann meðal annars nokkrar greinar um málið í Fylki til að sanna mál sitt og fá menn á sitt band. Heldur urðu þó undirtektir landsmanna daufar um þetta, og mun félagsskapurinn hafa lognazt útaf að lokum. Fylkir var nú búinn að slíta barnsskónum, ef svo mætti segja, kominn á fjórtánda árið. Hinir á- gætustu menn höfðu séð um upp- eldi hans á æskuskeiðinu, og Ein- ar H. Eiríksson lét af ritstjórn, þegar gelgjuskeiðinu var lokið, og unglingsárin voru að byrja. 14. árgang hafði Jóhann Frið- finnsson aftur ritstjórn með hönd- um, og næsta ár tók Björn Guð- mundsson við Fylki. Sigfús John- sen sá um 16. árgang og Björn Guðmundsson enn á ný með 17. og 18. árgang fram að hausti, en þá tók við sá, er þessar línur skrif- Þá voru Vestmannaeyingar líka farnir að hugsa til þess að ein- hvern tíma myndi upp sú stund renna, er þeir fengju að svala þorsta sínum með öðru vatni en því, sem þeir gátu safnað saman af þökum sínum. 22. marz, 1957, cða liðlegum 10 árum ritar Bald- ur Johnsen, þáverandi héraðslækn- ir í Vestmannaeyjum grein í blaðið um öflun neyzluvatns og minnist í henni á þá möguleika, sem séu fyrir hendi, án þess að slá neinu föstu um það, hver verða muni endanlega lausnin. Minnist hann á borun og eimingu og einnig þá lausn, sem fyrir valinu hefur orð- ið, eða lagningu leiðslu frá landi. Sennilega hefur hann þá sízt órað fyrir því, að sú leið yrði valin, þar sem hann telur talsverða erfiðleika fyrir hendi með slíkt, og hefur greinilega meiri áhuga á öðrum leiðum. En eftir þetta taka að spinnast umræður og skrif um málið og hef- ur svo staðið má segja óslitið fram til þessa dags. Togarinn Elliðaey, VE 10. Togararnir voru hið mesta bitbein í bæjarblöðunum hér um langt skeið. Guðlaugur Gíslason. Jóhann Friðfinnsson. Björn Guðmundsson FYLKIS GEGNUM ÁRIN ar, og er að ljúka 19. árgangi blaðs- ins. Það yrði allt og langt mál að ætla sér í einni blaðagrein að koma inn á öll þau svið, sem rædd hafa verið í blaðinu á þessum 19. árum, og þes vegna aðeins verið tekin nokkur sýnishorn af blaðinu á ýmsum tímum og þá frekast frá fyrstu árum þess, þar eð menn munu frekar kannast við hin nýrri mál, sem komið hafa fram á und- anförnum árum. Öll þessi ár hefur Fylkir komið reglulega út, nema hann hefur nátt úrlega eins og aðrir fslendingar tekið sér sitt sumarfrí. Á hverju ári hefur einnig komið út sérstakt jólablað, og hefur verið reynt að vanda sem mest til þeirra, eftir því sem föng hafa verið á. Enn í dag er blaðið með svip- uðu sniði, hvað útlit snertir, og þegar það hóf göngu sína, til dæm- is er sami haus á blaðinu og var, þegar það hóf göngu sína árið 1949. Þá er uppbyggingin með svip uðu sniði og var, auglýsingar frá fyrirtækjum og einstaklingum sjá aðallega um fjárhaginn, auk sölu- verðs, og má í því sambandi ekki gleyma að minnast allra þeirra Sigfús Johnsen. I fjölmörgu barna, sem unnið hafa við útbreiðslu og sölu á blaðinu. Aðstaðan hefur að vísu breytzt mikið síðan fyrsta blaðið leit dags- ins ljós, til dæmis þurfti áður að panta myndamót frá Reykjavík, og var það að sjálfsögðu erfitt og tafsamt, og oft vanskil á myndum. Nú er aftur á móti starfandi klisju- gerð við prentsmiðjuna og hefur orðið til mikilla bóta. Fylkir nálgast nú tvítugsaldur- inn, og á vonandi langa líf- daga fyrir höndum. Þeir eru orðn- ir margir, sem stuðlað hafa á einn eða annan hátt að útgáfu hans þennan tíma, og vonandi, að sú tala eigi eftir að margfaldast í framtíðinni, þannig að blaðið geti áfram fylgt þeirri stefnu, sem því var í upphafi ætlað að gera. Megi hagur hans verða sem bezt- ur öðrum til góðs. Eg vil sérstaklega þakka Þor- steini Þ. Víglundssyni fyrir góð- vild hans í minn garð og hjálp- semi við samningu greinarkorns þessa, en án aðstoðar hans hefði það ekki verið 'framkvæman- legt. Sigurgeir Jónsson.

x

Fylkir

Undirtitill:
Málgagn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
76
Fjöldi tölublaða/hefta:
1137
Gefið út:
1949-í dag
Myndað til:
01.06.2024
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: