Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 8

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Áttæringurinn ísak (1836 — 1906). Níræður er Engilbert hinn ern- asti og fyrir aðeins 2 árum, vann hann dag hvern -við verzlunar- störf í málningarvöruverzlun sona sinna. Hann hefur tapað nokkuð heyrn, en að öðru leyti er hann hinn hressasti og er ekki að sjá, að hann eigi 90 ár að baki. Hann les blöðin hvern dag og fylgist með sjónvarpi af áhuga. Er mjög ánægjulegt að sjá og finna hve þessi heiðursmaður nýtur vel ell- innar á heimili Ástu dóttur sinn- ar. Alltaf er hugurinn þó við pens- ilinn og með hækkandi sól vonast hann til að geta farið að teikna eitthvað á ný. Með beztu óskum til Engilberts um gleðileg jól, vona allir Vest- mannaeyingar, að honum auðnist það á nýja árinu. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyja og árið 1965 sæmdi Landssamband íslenzkra iðnaðar- manna hann gullmerki sínu. í list sinni er Engilbert mjög fjölhæfur og hefur auk málverka gert margar afburða góðar penna- teikningar. Hraunið og klettarnir eru uppáhalds viðfangsefni hans og sér hann oft kynjamyndir í hrauninu, því að ímyndunaraflið er frjótt. Útskurðarmyndir hefur hann og gert ágætar. Kunnáttu skortir mig til að lýsa málverkum Engilberts af listrænu innsæi, en ég held, að óhætt sé að segja, að mörg verka hans séu sönn listaverk byggð upp af sjálf- stæði kunnáttumanns. Hann er mjög nákvæmur teikn- ari og því eru sögulegar myndir hans af byggð hér í Eyjum ómet- anlegar heimildir. Hann hefur ver- ið Vestmannaeyjum hið sama og Jón Helgason, biskup, var Reykja- vík. Reyndar er saga þessara tveggja málara svipuð. Listmálun- in, sem mun halda nafni þeirra lengst á lofti var þeirra aukastarf en þó aðal áhugamál. í æsku lang- aði báða að leggja á listamanns- brautina, en tíðarandinn og að- standendur lögðust gegn því. í lit eru myndir Engilberts fjöl- breytilegar. Vildi ég telja, að sum- ar væru „natúraliskar” (eða ná- kvæmnistíl), sem kallað er, en aðrar í ætt við þá málara, sem kallaðir hafa verið „impressionist- ar” og mála allt með ívafi ljóss og eigin stemningar. Margir frægustu málarar á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar, máluðu í þeim stíl (m.a Claude Monet, sem ný- lega er frægt af dýru málverki, Van Gogh o. fl.) En eitt er þó víst, að Engilbert Gíslason hefur fyrst og fremst málað myndirnar eins og viðfangs- efnið kom honum fyrir sjónir, hverju sinni og það gefur verkum hans líf og gildi. Elztu myndir Engilberts eru frá því löngu fyrir aldamót og með sérkennilegum, myndrænum (mal- erískum) húsum hefur í verkum hans varðveitzt saga atvinnuhátta og byggðar í Vestmannaeyjum á mestu umbrota- og breytingatím- um, sem orðið hafa frá íslands- byggð. Vestmannaeyingar standa því í þakkarskuld við Engilbert. Væri það fengur hverju byggðar- lagi að eiga slíkan listamann á hverri öld. SPARISJCÐUR VESTMANNAEYJA óskar öllum Eyjabúum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA BÍLAÞJÓNUSTA VESTMANNAEYJA óskar öllum viðskiptamönnum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi árs með þökk fyrir árið sem er að Iíða. Sendum viðskiptavinum vorum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. Söluturninn. n JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hœttuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yð- ar um meðferð ó óbirgðu Ijósi. Um leið og vér beinum þessum tilmœlum til yðar, óskum vér yð- ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA Umboðið í Vest- mannaeyjum er að Miðstræti 11. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 103, SÍMI 24425

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: