Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 7
7 JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Strandvegurinn 1950. Pennateikning eftir Engilbert Gíslason. að fá mynd af fiskinum. Var Eng- ilbert þá fenginn til að teikna myndina og var hún svo góð, að hún vakti athygli og aðdáun Eng- lendingana. „Það var verst að hafa ekki betri liti á blálönguna”, seg- ir Engilbért. En að launum fyrir myndina sendu þeir ensku honum litakassa og teiknipappír, sem kom að góðum notum. Strax á unga aldri byrjaði Eng- ilbert að mála sitthvað frá sjónum og athafnalífinu þar, og hafa fáir listamenn náð að mála og túlka sjó jafn eðlilega og hann. Má hér sérstaklega nefna mynd af sexær- ingnum ísak undir seglum í stormi og þunga sjó. Segir Engilbert, að eitt hið fyrsta, sem hann hafi reynt við af þessu taginu, hafi verið að mála áraskip, sem var að koma inn Leið- ina í austan stormi og vondum sjó, er sæta varð lagi á innsigling- unni. Gísli faðir hans átti sjónauka góðan, sem Engilbert kíkti iðu- lega í og fylgdist með ferðum 3kipa in Leiðina. Var Engilbert sem oftar að kíkja austur á Leið, þegar skipið fékk á sig ólag innan við Steininn og snéri þvert á Leið- inni um leið og alda reið undir. Sá þá inn í bátinn, en mennirnir stóðu upp og héldu sér í hástokk- inn meðan sjórinn skall fram hjá. Lýsir Engilbert enn þann dag í dag þessum atburði með ná- kvæmni. Ungur var Engilbert settur til mennta í Lærða skólann, en hug- urinn var allur við að mála og teikna. Veiktist hann nokkru síðar og hætti þá námi. Nokkurn tíma dvaldi hann þó í Reykjavík og stundaði verzlunarstörf hjá Sturlu- bræðrum. Segja má, að þá væri öldin önnur, því að eitt sinn var Engilbert 36 klst. á leiðinni til Vestmannaeyja með Botníu. í ágúst árið 1899 hleypti Engil- bert fyrir alvöru heimdraganum og sigldi til Kaupmannahafnar til þess að nema málaraiðn. Urðu nú straumhvörf í lífi hans, en hálfgildings loforð varð hann að gefa foreldrum sínum um að fást ekkert við listmálun eða þess hátt- ar. Það þótti ekki góðri lukku stýra að leggja fyrir sig slíkt fá- nýti, og þeir íslendingar, sem fram til þess tíma höfðu lagt út á listabrautina þóttu frekar auðnu- litlir og var fátæktin hin dygga fylgjukona þeirra. Um síðustu aldamót var í Kaup- mannahöfn, fjölmennur hópur ís- lenzkra iðnaðarmanna við nám og störf. Á þeim tíma dvöldu þar einnig menn, sem áttu eftir að standa í fremstu röð íslenzkra listamanna og verða burðaásar ís- lenzkrar höggmynda- og málara- listar á fyrri hluta þessarar aldar, þeir listamennirnir Einar Jónsson, myndhöggvari og frændi hans Ás- grímur. Kynntist nú Engilbert þessum mönnum náið. Varð hann einn af framámönnum íslenzkra iðnaðarmanna í Höfn og ritari í félagi þeirra þar í borg. Um tíma var talsvert líf með þessu félagi og mynduðu þeir m.a. glímuflokk innan félagsins, var Engilbert all glíminn á yngri árum. Af kunnum iðnaðarmönnum, sem þá voru í Höfn, má nefna Baldvin Björns- son, gullsmið og Halldór Guð- mundsson, raffræðing, mág Engil- berts. En það var einkum fyrir til- stilli og uppástungu Guðfinnu syst- ur sinnar, sem þá var í Kaup- mannahöfn, að Engilbert réðist í læri þar ytra. Engilbert kom tíðum í vinnu- stofu Einars Jónssonar, mynd- höggvara, sem þá bjó í Breiðgötu. Var Einar einstakur maður, góð- hjartaður og gjafmildur svo af bar. Fátæktin var þó oft mikil, og á fyrstu árum sínum í Höfn, var þessi frægi myndhöggvari okkar einatt svo fátækur, að hann gat ekki farið úr frakka sínum vegna gatslitinna fata innan undir hon- um; alltaf var þó gjafmildin og rausnin söm. Þegar Engilbert kynntist Einari Jónssyni, var hann að vinna að hinni frægu styttu sinni af Úti- legumanninum, og það tekur hann skýrt fram, að Einar hafi aldrei kallað það listaverk annað en Úti- legumanninn. Engilbert vann á stóru málara- verkstæði, aðallega að húsgagna- málun, viðarmálun. Féll honum námið og starfið vel; var mesti annatíminn yfir veturinn, en oft frí að sumrinu. Vinnufélagi hans á verkstæðinu var málarinn frægi, Ásgrímur Jónsson. Urðu Engilbert og Ásgrímur því vel kunnugir og fóru oft í gönguferðir í nágrenni Kaupmanahafnar, út í Úlfadali og að Furesöen. Tóku þeir þá tíðum með sér litakassa og teiknitrönur. Málaði Engilbert mynd af Ásgrími, en hann kom hingað til Vest- mannaeyja vorið 1902 og málaði hér sínar fyrstu landslagsmyndir að loknu námi. Þykja þær merkur áfangi á myndlistarbraut Ásgríms. í júní árið 1903 kom Engilbert alfarinn heim frá Höfn. Varð fyrsta verk hans að loknu námi að mála Landakirkju eftir mjög róttæka, og að Engilberti finnst, vafasama breytingu á kirkjunni. Að því verki loknu fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar næstu árin .Fáeinar myndir málaði hann þann tíma, sem hann bjó í Reykja- vík og eru þær merkar heimildir frá þeim tíma og á safni. Honum leiddist þó í Reykjavík. Stóð hugur hans heim til Eyja og saknaði hann „mótíva” og náttúru Vestmanna- eyja. Þar voru og beztu vinir hans frá æskuárum. Flutti Engilbert al- farinn til Vestmannaeyja árið 1910 og hefur búið hér síðan. Stundaði han málaraiðn sína upp frá því, en hverja frístund notaði hann til að teikna og mála. Fór hann oft á fætur löngu fyrr en aðrir til þess að ná fallegri mynd af sólarupp- rás. En á vor- og sumarkvöldum fór hann út á Eyju, eftir langan vinnudag til að mála. Auk þessa eru ótalin störf Engilberts sem leiktjaldamálara. Málaði hann fyrstu leiktjöldin um jólaleytið 1898, þegar Skugga—Sveinn var fyrst leikinn hér í Gúttó. Fram á síðustu ár var á sviði Samkomu- húss Vestmannaeyja, leiktjald, með svo rammíslenzku umhverfi að segja mátti, að ærnar hans Sigurð- ar í Dal hlypu um árbakkana. Árið 1914 kvæntist Engilbert Guðrúnu Sigurðardóttur úr Aust- ur - Skaftafellssýslu. Bjuggu þau saman í ástríku hjónabandi yfh’ 50 ár, en Guðrún andaðist árið 1965. Fjögur barna þeirra eru á lífi og eru 3 þeirra búsett hér í Eyjum. Hafa synir Engilberts num- ið iðn föður síns. Sínar mestu ánægjustundir, seg- ir Engilbert að hafi verið að fara með skizzubókina út í náttúru Vestmannaeyja. Fór hann oft með fjölskyldu sína á góðviðrisdögum út á Heimaey og lagði þá frum- drög að mörgum mynda sinna. Sem iðnaðarmaður er Engilbert einnig þjóðkunnur maður. Er hann heiðursfélagi Iðnaðarmannafélags Framhald á næstu síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: