Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 10

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 1897 - 1967 70 ÁRA MINNING Tveir Norðmenn róo yfir Atlantshafið. Af öllum Atlantshafsferðum, stendur afrek tveggja norskra sjó- manna í sérflokki. Georg Harvo, var þá 31 árs og Frank Samuels- son, 26 ára. Þeir höfðu hvor um sig margsinnis siglt yfir Atlandshafið, sem áhafnarmenn á stórum skip- um. Nú vildu þeir fara einu sinni ennþá, en aðeins tveir, og þá í litl- um björgunarbáti. Báturinn, sem þeir náðu ' hét „Richard K. Fox”, bjargbátur frá seglskipi er bar sama nafn. Báturinn var 18 fet á lengd og 5 á breidd, allur opinn og hafði hvorki mastur eða segl, en þar á móti fimm-róinn. Fram og afturendi voru vatnsþéttir. Þar var hægt að geyma matarbirgðir, án ótta um skemmdir. Vatnsþétt segl, sem hægt var að festa á borðstokk bátsins, þannig að þétt varð, sem gat komið sér vel í grófum sjó og óveðri. Tvö göt voru á seglinu, þannig að þeir gátu báðir setið undir árum og róið. Einnig létu þeir útbúa handtök í kjölinn, þann ig að góð festa var þar, ef bátnum skyldi hvolfa. Sú fyrirhyggja kom þeim að góðu síðar. Enginn hafði trú á því að fyrir- 'tæki þeirra félaga gæti heppnast. Blöðin töldu þetta glæfraflan, dæmt til að deyja í fæðingu. Þrátt fyrir allan mótblástur og andróð- ur, var kostur þeirra fluttur um borð. 60 gallon af vatni, 250 egg, 45 kg. kaffi, niðursoðið svínakjöt o. fl. Lagt var úr höfn í New York og stefnan sett á England. Golfstraumurinn og meðvindur var þeim hliðhollur til að byrja með. Allan daginn réru þeir, en tóku stuttar matmálshvíldir. Á nóttum skiptu þeir með sér vökt- um í 3V2 klst., þá réri annar en hinn svaf. Dagarnir urðu tilbreytingarlaus- ir. Ekkert annað sást en sjór, ský, stjörnur, sól og tungl. Loks sáu þeir skip við sjóndeildarhringinn, það kom nær og reyndist vera þýzkt farþegaskip. Skipstjórinn hélt að hann hefði fundið skipreika menn, er væru í mikilli þörf fyr- ir björgun og vildi ná þeim um borð. Hann varð furðu lostinn, er hann heyrði um áætlun þeirra og gat skilið Norðmennina á þýzku- blendingi þeim er þeir gátu tal- að. Farþegar skipsins þustu að skjólborðum og horfðu undrandi niður á þessa furðulegu menn. Mat og góðgæti var kastað niður til þeirra, er í ljós kom að þeir vildu ekki einu sinni koma upp í skipið. Þeir afsökuðu sig með tímaleysi, og héldu áfram róðrinum, frá skipinu. Ferð þeirra hófst í New York 6. júní 1897. Allan þann mánuð var blíða. En með júlí breyttist veðr- áttan og varð ruddi. Þá bar norð- ar og norðar, alla leið til fiski- bankanna fyrir utan Nova Scotia. Þar höfðu þeir samband við skonn- ortu frá Kanada. Nú stóðust þeir ekki freistinguna. Klifruðu um borð í skipið og neyttu góðrar mál- tíðar. Eftir þá heimsókn, lentu þeir í þriggja sólarhringa stormi. Síð- ustu nótt óveðursins, fengu þeir á sig straumhnút, sem hvolfdi bátn- um, og báðir lentu þeir í sjónum. Þeir komust að bátnum og gátu náð í öryggisfestingarnar á kjöln- um og héngu þar, þar til veðrið lægði. Þeim tókst svo að rétta bát- inn við að nýju og komast upp í hann. Sú sjón er þá mætti þeim var ekki fögur og skapaði næstum því örvæntingu með þeim. Mestur hluti af kosti þeirra var horfinn, merkjablys og tvær árar, ásamt ofninum. Þó fannst þeim verst að missa rekankerið. Þeir hófu nú matarskömmtun, ekki var að ræða um að hýrga sig á heitu kaffi, bæði hitunartækið og kaffið voru horf- in. Nú komu eggin sér vel og nið- ursoðna kjötið. Það nægði þeim líka þó svo þeir neyttu þess, án soðningar eða hitunar. Mörgum dögum eftir þetta rákust þeir að norska barkskipið „Zilo”. Skip- inu var lagt til svo báturinn lagð- ist að síðu þess. Þeir fóru um borð og liðkuðu sig með gangi á þilfarinu. Auk þess endurnýjuðu þeir kost sinn eftir þörfum. Eftir að hafa blandað geði við áhöfn skipsins og skipstjóra, fengið fréttir o.fl. kom eirðarleysið til þeirra að nýju. Fóru þeir um borð í litla bátinn sinn og tóku upp ó- breytta stefnu. Nú skeði ekkert sem tíðindum hét, það var róið og róið, tíma eftir tíma, dag eftir dag og viku eftir viku. Fætur þéirra vildu stirðna, þá verkjaði í bakið. Þeir áttu orðið bágt með að standa upp frá þóftunni. 400 sjómílum frá Scilly eyjum, mættu þeir loks skipi. Gleði þeirra var ólýsanleg og ekki dró það úr að skipið var norskt, barkurinn „Eugen”. Ennþá endurnýjuðu þeir kostinn sinn, fengu góða máltíð um borð og uppgefna staðarákvörð un. Þeir voru orðnir þreyttir og leið- ir á þessum endalausa róðri. En ekki var að tala um að gefast upp. í aftureldingu 1. september var land fyrir stafni. Það gaf þeim nýja krafta og aukinn hug. Klukk- an 10 þann morgun drógu þeir bát- inn í fjöru við Bishop Rock-vita. Nutu þeir nú þess unaðar, sem því fylgir að hafa fast land undir fót- um eftir 55 daga á sætrjánum. Eins og logi um akur spurðist koma þeirra. Læknir rannsakaði þá og reyndust þeir vera við góða heilsu, en mikið léttari frá síðustu vigt- un í New York. En handleggja- vöðvar þeirra voru óvanalega stæltir og sverir. Báturinn var einnig í góðu lagi og annað þurfti ekki að gjöra, en hreinsa á honum botninn. Nú var ný ákvörðun tek- in, fullnægja skyldi gömlum draumi. Þeir vildu sjá París. Kost- ur var að nýju tekinn um borð, „Fox” var hrundið úr fjöru og stefnan tekin á Frakkland, í París héldu þeir sýningu á bátnum og seldu aðgang. Þeir fengu nægjan- lega mikið fé til fargjalds fyrir bát og menn til New York. M^eð járnbraut og ferju komu þeir til London. Keyptu sér far til Amer- íku og fluttu bát sinn um borð í skipið, er hét „Island”, það var frá Kristiansand í Noregi. Ævintýri þeirra voru ekki aldeilis á enda. Gufuskipið „Island” fékk vestan storm alla leið og þungan sjó. 200 sjómílur frá New York voru kolin búin. „Never mind” sögðu þessir hug- rökku ræðarar, hófu „Fox” yfir öldustokkinn og réru þessar 200 sjómílur til New York, til að sækja aðstoð. Við vitum ekki hvað varð af þesum dugnaðarforkum, annað en að Frank Samuelsson dó 75 ára gamall. En minning þeirra lifir og metið sem þeir settu verður varla slegið, að minnsta kosti stendur það í dag á sjálfri geim-öld. 3075 sjómílur á 55 dögum, án vélarafls eða segla, einungis á og með ár- um. Reynt hefur verið að hnekkja þessari hetjudáð og komast a.m. k. til jafns við hana. Englending- arnir John Ridgway 27 ára og Charles Blyte, 26 ára, gerðu til- raun í 20 feta báti. Þeir voru 92 daga í bátnum, þar til þeir náðu til lítillar eyjar fyrir vestan ír- land og tóku þaðan ferju til lands, örmagna og þreyttir. En þeir Frank og Georg náðu ekki einungis til Englands, heldur héldu þeir áfram og réru um ár og skurði, til Par- ísar. Þýtt úr Jólablaði Hjemmets Venn, 1967. EINAR J. GÍSLASON. GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEGT NÝÁR! hmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmghmsftmöhmghmghmghmg u» X £ o X £ o X £ o X £ o X £ o X £ o o 2 X o 2 X o 2 X o 2 X o 2 X o 2 X HMGHMGHMtáHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMCHMGHMGHMGHMGHivtöriMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGh IVI Húsgagna- og gólfteppaverzlun Horínós Guðmundssonar Brimhólabraut 1. — Sími 1200. SENDUM VIÐSKIPTAVINUM VORUM NÆR OG FJÆR BEZTU JÓLA- OOG NÝÁRSÓSKIR, MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.