Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 21

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Eflaust hafa verið keypt kerti fyrir jólin heima hjá þér. En þótt kertin séu fallega hvít, getur ver- ið gaman að hafa tilbreytingu í litum. Og hvers vegna ekki að mála þau fallega? En til þess þarftu fyrst að leggja kertin í sterka saltupplausn. Hana getur þú búið til með því að láta fimm til sex matskeiðar af salti í hálfan lítra af vatni. Láttu svo kertin liggja í þessari upplausn einn til tvo klukkutíma. Þá getur þú byrj- að á máluninni. Bezt er að nota olíuliti við verkið. Svo hefur þú auðvitað frjálsar hendur með, hvað þú málar á kertin, það íer alveg eftir þínum eigin smekk. Gleymdu svo ekki kertastjakan- um, ef til vill þyrfti líka að mála hann. SVAR. 1. Blettur á eplinu. 2. Rönd innan á Ijóskerinu. 3. Hnapp vantar á kápuna. 4. Kúla vinstra megin við miðja mynd að neðan. 5. Borðröndin til vinstri. 6. Sykur á kexi í körfunni. 7. Hringir á spjótinu. ALVEG EINS? í fljótu bragði virðast þessar tvær myndir vera nákvæmlega eins. Svo er þó ekki. Hægri myndin er brugðin hinni vinstri í 7 atriðum. Reyndu að finna þau áður en þú lítur á lausnina, sem er hér annars sta á síðunni. „ HEIMATILBUIÐ JOLASKRAUT Ef þú ert lagtækur að saga út með laufsög, ættir þú vel að geta búið til ýmislegt fallegt til að prýða jólatréð með. Á myndinni ! sérðu, hvernig farið er að því að búa til festingarnar. Ef þú átt ekki laufsög, geturðu búið þetta til úr þykkum pappa og skorið hann með góðum hníf. Svo velurðu auð- vitað fallega liti til að mála skraut- ið. Barnagaman Þarna hcfur jólasveinninn villzt í skóginum. Finndu nú leiðina til borgarinnar fyrir hann. Hirðarnir eru á Ieið til fjárhússins. Þrír þeirra sjást greinilega á myndinni. En ef þið leitið betur, getið þið séð tvo til viðbótar, sem teiknarinn hefur falið einhvers staðar í myndinn. Þarná er jólasveinninn kominn í bæinn með pokann sinn. En eitthvað er hann utan við sig blessaður, því að hann tekur ekki eftir stráknum, sem er búinn að klippa gat á pokann, svo að leikföngin lirynja úr. Þið sjáið strákinn í garðinum, en tveir af félögum hans hafa falið sig. Geturðu fundið þá?

x

Fylkir

Undirtitill:
Málgagn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
76
Fjöldi tölublaða/hefta:
1137
Gefið út:
1949-í dag
Myndað til:
01.06.2024
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: