Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1967, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 /> - ! HLJÓMLEISCASAL - TONLEIKAR LUÐRASVEITAR VESTMANNA EYJA1967 Hinir árlegu tónleikar Lúðra- sveitar Vestmannaeyja fyrir styrkt arfélaga voru haldnir miðvikudag- inn 29. nóvember síðastliðinn. Efnisskráin var vönduð og viða- mikil, og bar þar mest á lagavali frá föðurlandi stjórnandans, Mart- ins Hunger. Augljóst er, eftir að hafa hlust- að þessa kvöldstund á leik sveitar- innar, að mikil vinna, og mikið erfiði og strit liggur að baki þess- um tónleikum. Mér er sagt, að síð- ustu vikuna fyrir hljómleikana hafi þeir lúðrasveitarmenn æft á hverju kvöldi langt frameftir, til þess að geta verið nógu vel undir tónleikana búnir. Uppskeru erfiðis síns fengu þeir svo hinn 29. nóvember síðastlið- inn með vel sóttum tónleikum, og ánægðum áheyrendum, sem klöpp- uðu þeim lof í lófa. Tónleikarnir hófust á þýzka vísu, ef svo má að orði komast. The battle cry of Peace, eftir Franz von Blom, Ein Walzertraum eftir Oscar Strauss og Wach auf, sálm- um úr óperunni Die Meistersinger eftir Richard Wagner. Síðan komu fjögur þýzk lög til viðbótar, raddsett af Martin Schröder. í lögum þessum lék Hjálmar Guðnason á trompet, og hafði þar stóra rullu að hugsa um, og verður nánar vikið að því síð- ar. Fyrir hlé léku svo sjö félagar úr lúðrasveitinni þrjú Dixieland lög. Það voru þeir Hjálmar Guðna- son á trompet, Gísli Bryngeirsson á klarinet, Tryggvi Jónasson á túbu, Sigurður Guðmundsson á básúnu, Cesar Sigmundsson á gít- ar, Ellert Karlsson á píanó og Ein- ar Guðnason á trommur. Lögin voru Two Beat, og Dixie Jane eftir Harold Walters og Swaneeland eftir Stephan Foster, én hið síðastnefnda mun vera einna þekktast af þessum lögum. Gerðu þeir félagar þessum lögum hin beztu skil, og var eins og út- farnir jazzleikarar væru þar að verki. Munu þeir og hafa lagt mikla rækt við að æfa sitt pró- gram. Lögin hefðu að ósekju mátt vera fleiri, og verður vonandi, að þessi þáttur leggist ekki niður hjá þeim félögum, heldur komi þeir aftur með hann að ári og þá stærri í sniðum. Það eina, sem í vantaði hjá þeim félögum, þótt ekki kæmi að sök, var að ekki skyldi vera banjó með í spilinu, en það hljóðfæri setur alltaf sinn skemmtilega svip á þessa tegund tónlistar. Þar mun þó ekki vera hægt að kenna þeim um, þar sem þeir höfðu fullan hug á að hafa það með, en tókst ekki að út- vega það, þar sem hið eina sinn- ar tegundar hér í bænum mun vera í lamasessi. Þá mun píanóið í Samkomuhús- inu ekki vera til þess gert að leika á það Dixieland, svo vel fari á, og hefði verið ólíkt skemmtilegra, ef hægt hefði verið að koma við „honky tonk” píanói, en þess var auðvitað ekki kostur. Þrátt fyrir þetta var „Dixie- bandið” hið skemmtilegasta og til- hlökkun að eiga von á því aftur að ári liðnu. Eftir hlé lék sveitin fyrst syrpu af þjóðhátíðarlögum eftir Oddgeir Kristjánsson og hefðu þau mátt vera fleiri. Tvö önnur lög eftir sama höfund fylgdu á eftir, Ship ohoj og Fyrir austan mána, sem er mjög fallegt og skemmtilegt og undarlegt, hve sjaldan það heyr- ist. Að lokum voru svo tveir stærstu þættir tónleikanna, fyrst þrír þætt- ir úr óperunni „Káta ekkjan” eft- ir Lehar, og síðan lög úr söngleikn um vinsæla „M|y fair lady” eftir F. Loewe. Ekki var trútt um, að úthaldið væri farið að segja til sín, þegar leið á seinni hluta verksins, en þrátt fyrir það gerðu þeir því hin sómasamlegustu skil. Inn í tónleikaskrána var skotið einu íslenzku lagi eftir Karl O. Runólfsson, og sem aukalag var leikinn lúðrasveitarmars eftir Sousa. Það má ef til vill segja sem svo, að leikmaður, sem lítið vit hefur á tónlist af þessu tagi, ætti ekki að taka sér penna í hönd og skrifa um hljómleika, og kann það vel rétt að vera. Enda eru þessi orð aðeins skrifuð út frá sjónarmiði þess, sem þau ritar og alls ekki um áhrif frá öðrum þar að ræða, þannig að hver og einn getur mynd að sér sína skoðun á hljómleikun- um. Stjórnandann, Martin Hunger er óþarfi að kynna fyrir Vestmanna- eyingum, hann er hér orðinn að góðu kunnur fyrir sitt framlag til tónlistar og menningarmála í bæn- um. Örugglega væri tónlistarlíf ekki á jafn háu stigi og raun ber vitni um hér í bæ, ef hans nyti ekki við. Enda var honum óspart fagnað af áheyrendum þetta kvöld, sem og lúðrasveitinni í heild. En að dómi undirritaðs var þó Hjálmar Guðnason maður kvölds- ins. Sá trompetleikur, sem hann sýndi þetta kyöld, er vonandi að- eins byrjunin á einhverju miklu meira, sem við eigum eftir að fá að heyra seinna. Hjálmar hefur tekið miklum framförum frá síð- ustu hljómleikum, og er að minnsta kosti orðinn á landsmæli- kvarða, ef ekki eitthvað meira. Fá- ir munu og æfa betur í Lúðrasveit- inni en hann, því að sagt er mér, að hann taki hljóðfærið oft og tíð- um með sér í vinnuna og æfi sig þar milli skeytasendinga og radió- samtala. Sem sagt, vel gert og verður áreiðanlega betra á næstu hljómleikum. Það var leiðinlegt við þessa hljómleika, að hvorki stjórnandinn né lúðrasveitin skyldu vera héiðr- uð með blómum, svo sem venja mun vera við slík tækifæri. Bæj- arstjórn ætti að sjá sóma .Sinn í því að sýna þesum listamönnum þó þann þakklætisvott að færa þeim eins og einn blómvönd fyrir sitt erfiði í okkar þágu. Minna má það varla vera. En þær undirtekt- ir, sem þeir fengu að loknum hljómleikunum frá áhorfendum hefur vonandi orðið þeim meira virði en allir hugsanlegir blóm- vendir og þakkarávörp. Eg vil að endingu þakka lúðra- sveitinni fyrir mína hönd, ánægju- legt kvöld og veit að þar mæli ég fyrir munn margra og áreiðanlega allra þeirra, sem sátu hljómleik- ana þann 29. nóvember síðastlið- inn. S. J. MARTIN HUNGER.

x

Fylkir

Undirtitill:
Málgagn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
76
Fjöldi tölublaða/hefta:
1137
Gefið út:
1949-í dag
Myndað til:
01.06.2024
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað: Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)
https://timarit.is/issue/352866

Tengja á þessa síðu: 5
https://timarit.is/page/5599334

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jóla og áramótablað 1967 (23.12.1967)

Aðgerðir: