Fylkir - 23.12.1999, Page 13
13
FYLKIR jólin 1999
Guðmundur Ingi, Kristín og Bryndís ásamt nokkrum yfirmönnum Asmar og eiginkonum
þeirra í garðveislu hjá aðmírál Martines.
miðbaug en syðsti oddin horfir
mót Suðurskautslandinu.
Spánska er þjóðtungan
Chile var í fyrndinni byggt af
indíánum, smávöxnu fólki,
svipmiklu með dökkt yfir-
bragð. Spánverjar herjuðu á
landið en Spánverjar og Portú-
galar gerðu á öldum áður mikil
strandhögg í Suður Ameríku.
Flestir landsmenn eru því
blendingar en enn búa þó í
landinu um 800.000 Mapu-
acheind-indíánar sem eru af
þeim kynstofni sem byggði
landið í fyrndinni. Tungumál
Chilemanna er spánska.
Chile er iðnaðarland, auðugt
að ýmsum málmum. Það er
stærsta koparvinnsluland í ver-
öldinni en einnig er landið eitt
af tíu stærstu gullframleið-
endum í heimi. Chilemenn
eru mikil fiskveiðiþjóð því
skammt undan ströndum
landsins eru auðug fiskimið.
Mikil ávaxtarækt er í landinu
og eru Chilemenn annálaðir
fyrir framleiðslu einstaklega
góðra léttvína og rauðvín
gerast vart betri en góð og
bragðmikil Chilevín.
Landsbyggðarflótti
víðar en á Islandi
í Chile búa um 14 milljónir
manna. Höfuðborg landsins
heitir Santiago og þar búa
rúmar sex milljónir og í Val-
paraiso og Vina del Mar sem
er skammt frá Santiago býr um
ein milljón manna. I Conc-
epción og Talcahuano sem
liggja saman og mynda eina
borg búa um ein milljón
manna þannig að þorri lands-
manna í þessu stóra landi býr á
þessum þremur stöðum. í
Chile eins og víða annarstaðar
hefur íbúaþróun ekki verið
ósvipuð og á Islandi því fólkið
streymir af landsbyggðinni til
borganna og sífellt fjölgar í
þeim. Er svo komið að Chile-
menn hafa verulegar áhyggjur
af mikilli fólksfjölgun í
höfuðborginni. Landsbyggðar-
vandinn er því greinilega til
staðar víðar en á Islandi.
Lýðræði hefur verið komið á
í Chile en um árabil ríkti þar
herforingjastjórn. Allende for-
seta var steypt af stóli árið
1973 en hann hafði stjórnað
landinu í anda sósíalisma.
Herinn undir forystu Augusto
Pinochet steypti Allende af
stóli og myrti hann 11. sept-
ember 1973. Herforingja-
stjórnin var síðan við völd til
ársloka 1989 er forseti lands-
ins var kjörinn í lýðræðis-
legum kosningum.
Sumar í Chile meðan
vetur er á Islandi
Greinarhöfundur, sem verið
hefur viðloðandi undirbúning
að smíði Hugins, fór ásamt
fleirum til Chile í október sl.
til að funda með forsvars-
mönnum Asmar skipasmíða-
stöðvarinnar, kynnast gangi
mála við skipasmíðina þar
suðurfrá og hnýta upp ýmsa
lausa enda.
Það er langt ferðalag að fara
frá íslandi til Chile og um 19
flugtímar voru að baki þegar
komið var til áfangastaðar.
Hægt er að fara margs konar
leiðir frá Islandi til Chile,
bæði gegnum Evrópu og
Ameríku. Við flugum frá
Keflavík til Orlando þar sem
stoppað var í fáeina daga en
þaðan var flogið til Miami. Frá
Miami var flogið til Santiago
og svo þaðan til Concecepc-
ión. I Concepción var ágætis
veður enda vor í þessum
heimshluta og sumarið í nánd.
Sumar þarna er frá desember
og fram í mars, þegar hávetur
er hjá okkur á klakanum. í
Concepción er sumarhiti á
bilinu 20 - 25° C og yfir vetur-
inn er hitinn á bilinu 5 - 12° C.
Lítil úrkoma er yfir sumar-
tímann en talsvert rignir á
veturna. A vorin er suðvestan
strekkingur alla daga og
þannig var meðan við dvöld-
um þarna, vindsperringur en
yfirleitt sól og hiti um 17° C.
Tilkomumikil sjó-
setning á vegum
hersins
Asmar skipasmíðastöðin er í
eigu Chilehers. Æðsti yfir-
maður stöðvarinnar er aðmíráll
í hernum og yfirmenn deilda
eru flestir offiserar. Það labbar
því ekki hver sem er inn á
svæði stöðvarinnar því hún er
inni á svæði sjóhersins í
Talcahuano.
Á sama tíma og við dvöldum
í Concepción var sjósett ný-
smíðin fyrir H.B. á Akranesi.
Athöfnin við sjósetninguna var
mjög tilkomumikil. Skipið var
sjósett um klukkan eitt að
nóttu en tímasetning sjósetn-
ingarinnar réðist af sjávar-
föllum. Byrjað var með
hátíðarkvöldverði í einhverj-
um offiseraklúbb á hersvæðinu
þar sem allir mættu í hátíðar-
klæðnaði og hermennirnir allir
borðalagðir og flottir. Að
loknum löngum og miklum
kvöldverði með tilheyrandi
ræðuhöldum var haldið í
skipasmíðastöðina. Skipið var
þar tilbúið til sjósetningar og
fjöldi manns var viðstaddur í
næturnepjunni. Lúðrasveit
hersins lék þjóðsöngva Chile
og íslands en síðan voru
fluttar langar og miklar ræður
áður en skipinu var gefið
nafnið Ingunn. Að nafngiftinni
lokinni skar suðumaður á bita
sem festur var í stefni skipsins
og hélt skipinu föstu á braut-
inni og rann það þá út undan
eigin þunga og flaut í fyrsta
skipti. Um leið og skipið rann
út voru lúðrar þeyttir, blöðrum
var sleppt og mikil flugelda-
sýning fór fram, bæði í landi
og eins um borð í Ingunni.
Að sjósetningunni lokinni
var síðan boðið upp á kaffi og
líkjöra um borð í Árna Frið-
rikssyni sem lá við bryggju í
skipasmíðastöðinni.
Greinilegt var að offiserarnir
hjá Asmar kunnu vel til verka
í allri skipulagningu varðandi
móttökur og veisluhöld og
hugsað var fyrir öllu. Skipu-
lagðar skoðunarferðir fyrir
gesti, matarveislur á færibandi
og minnstu smáatriði útpæld.
Þegar Ingunn var sjósett hafði
gestastúku verið komið fyrir
við hlið skipsins þar sem
boðsgestir sátu meðan athöfn-
in fór fram. Þegar Ingunn
rann til sjávar framan við
fólkið birtist fyrsti samsetti
hluturinn úr Hugin viðstödd-
um og á hann hafði verið
letrað hvítum stöfum: Huginn,
Projekt no. ????. Þannig að
sjósetningargestir sáu hvaða
verk var næst á stokkana hjá
Asmar.
Hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson fyrsta
skipið fyrir íslendinga
Hafrannsóknaskipið Árni
Friðriksson er fyrsta skipið
sem Asmar smíðar fyrir ís-
lendinga. Skipið átti upphaf-
lega að afhendast í lok ágúst
sl. en var enn í stöðinni í nóv-
ember þegar við vorum þar á
ferð. Ýmislegt hafði orðið til
að seinka smíðinni. Bæði
breytingar sem gerðar voru á
skipinu og eins var vinnan við
smíðina mun meiri en Chile-
mennirnir gerðu ráð fyrir,
enda skipið stórt og flókið.
Árni er glæsilegt skip og er öll
stálvinna ákaflega góð. Ýmis-
legt þar er þó kannski ekki
alveg eins og ég myndi vilja
hafa það en þar er bæði um að
kenna, að mínu mati, hönnun-
arlegum göllum sem og hand-
bragði Chilemannanna. Þeir
eru þó allir af vilja gerðir til
að gera vel og eru tæknilega
vel búnir svo ef til vill er það
bara spurning um að gera þeim
grein fyrir hvaða kröfur við
gerum varðandi frágang og
útlit og fylgja því eftir. Maður
verður að átta sig á því að
þetta er annað þjóðfélag en
okkar, smekkurinn annar og
kröfurnar líka aðrar. Það sem
þeim þykir e.t.v. flott og fínt
er bara hallærislegt í okkar
augum.
Vandamál hafði komið upp í
Árna Friðrikssyni þegar við
dvöldum í Chile. í prufu-
keyrslu kom í ljós óskýran-
legur hávaði frá skrúfu og var
verið að rannsaka af hverju
Séð yfir vínræktarsvæði í einum dalnum.
Séð yfir hluta straWdbæjarins Vina del Mar.