Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 15
FYLKIR jólin 1999 15 þar sem þungar öldur Kyrra- hafsins brotna á sandfjörum eða háum hömrum en á hina höndina eru hin hrikalegu Andesfjöll. Gróðursælir dalir liggja þarna á milli og nánast hvert sem litið er á einhver ræktun sér stað. Mikil ræktun sítrusávaxta er í landinu og vínrækt er mikil. Fólkið er ákaflega vinalegt og skemmtilegt. Það hefur greinilega gaman af lífinu og nýtur þess að vera til. Brand- arar fljúga af vörum og gálga- húmor er í hávegum hafður og mikið er hlegið þegar komið er saman. Það er því hálfgerður hrekkjalómur í þjóðarsál þeirra. Þeir eru, að mér fannst, því talsvert líkir okkur Islend- ingum og þeir höfðu einnig sömu tilfinningu gagnvart okkur. Það er skylda hjá þeim að heilsa konum alltaf með kossi og það var skemmtileg tilbreyting í því að þurfa að kyssa allar þær konur sem við hittum. Maður hefur trúlega aldrei fengið að smella jafn mörgum kossum á jafn margar konur og þarna í Chile og þær aðgerðir voru ekki bara innan leyfilegra marka heldur nánast skylda svo engin slæm augna- tillit fylgdu öllu þessu kossa- flensi. Þó að landið sé fallegt og fólkið vinalegt þá eru líka dökkar hliðar á samfélaginu. Fátækt er talsverð í landinu og fjöldi fólks býr við bág kjör. Húskostur fjölmargra er ekki merkilegur og heilu hverfin eru byggð einhverjum kofa- hreysum sem hrúgað er upp úr spýtnabraki og ryðguðum bárujárnsplötum. Jafnvel má sjá ágætishús standa við götur og við hlið þeirra eru síðan einhver kofaskrifli sem búið er í. Margir þessara kofa eru svo daprir í útliti að kofarnir sem krakkar leika sér við að reisa hér á sumrin eru flottir miðað við þá. Matur, rauðvín og Pisco Umræðan um náttúruna og umgengni við hana virðist heldur ekki hafa haldið innreið sína í Chile. Mikið af rusli er alls staðar á víðavangi og það virðist ekki vera tiltökumál að fleygja bréfarusli eða öðru frá sér á víðavangi. Alls staðar sem farið er má því sjá mikið af drasli, meðfram vegum, í görðum eða bara hvar sem er. Þá er áberandi að þakmálning virðist teljast til óþarfa því meirihluti húsþaka er ómál- aður og þau brún af ryði. Maturinn er ágætur í Chile og þar eins og víðast annarstaðar er hægt að finna eitthvað við hæfi hvers og eins. Fiskréttir eru margir mjög góðir og þó að maður hafi ekki kannast við tegundaheitin þá rann fisk- metið allt ljúft niður. Nauta- steikurnar eru þrumufínar og eftirréttirnir alveg ljómandi. Chilemenn eru greinilega miklir matmenn og þeir borða tvær alvörumáltíðir á dag. Há- degismatartíminn, sem er um Yfirmenn stöðvarinnar sem flestir eru offiserar í hernum mættu að sjálfsögðu í ein- kennisklæðnaði til sjósetningarinnar. Fremstur á myndinni er aðmíráll Sergio Martines ásamt eiginkonu sinni. hávaðinn stafaði. Allar líkur voru taldar á að ástæðan væri hönnun á skrúfu skipsins og vann franskur framleiðandi að því að finna lausn á vanda- málinu en jafnvel er talið að skipta þurfi um skrúfu. Byrjað að smíða nýjan Hugin Segja má að smíði nýs Hugins hafi hafist 2. ágúst sl. en þá var byrjað að skera niður efnið í skipið. Skipinu er skipt niður í einingar og skorið er í hverja einingu í einu en síðan hefst samsetning hennar. Öll smíði hjá Asmar fer fram eftir ákveðnu ferli. Skipatækni á Islandi er hönnuður Hugins og því eru allar teikningar af skipinu, útlitsteikningar sem og stálteikningar gerðar hér heima. Skipatækni sendir Asmar síðan teikningarnar í tölvupósti og þar tekur tækni- deild fyrirtækisins við þeim. Tæknideildin fer yfir teikn- ingarnar sem síðan eru færðar inn á sérstakt teikniforrit sem stöðin er með. I því forriti eru teikningarnar færðar upp í þrívíddarkerfi þannig að hægt er að skoða hverja einingu og hvern hlut í þrívídd. Þannig má velta hverjum hlut á alla kanta og skoða inn í skúma- skot í lestum, vélarúmi, íbúð- um eða hvar sem er. I skipið eru síðan teiknuð öll tól og tæki, innréttingar og litir og þannig má nánast sjá hvernig skipið mun líta út þegar smíðinni verður lokið. Þegar tæknideildin hefur unnið sína vinnu er teikning hverrar smíðaeiningar send frá þeim beint í skurðartölvu sem sér um að skera niður stálið í skipið. Asmar kaupir ósand- blásið, hrátt stál í plötum og vinnsluferlið byrjar á því að stálplöturnar fara í gegnum sjálfvirkan sandblástur og grunnmálum áður en þær koma að skurðarvélinni. Þegar að skurðarvélinni kemur er plötunum sökkt í vatn í sér- stökum bakka og er stálið skorið þar u.þ.b. feti undir yfirborði vatnsins í bakkanum. Er það gert til að fá alveg hreinar brúnir á skurðar- flötunum og losna við allt gjall sem myndast annars við log- skurð. Hlutirnar sem koma frá skurðarvélinni eru síðan merktir jafnóðum og fara frá skurðinum í samsetningu. Fyrst fer fram forsamsetning þar sem smærri partar, stífur og bitar, eru soðnir saman en eftir það tekur við heildar- samsetning á hverri einingu. Öll þessi vinna fer fram í stórum skemmum en að sam- setningunni lokinni eru eining- arnar fluttar úr húsi og út á stokkana þar sem skipinu er púslað saman og einingarnar soðnar hver við aðra. Þessi vinna er nánast færibanda- vinna eins og í bílaverksmiðju. Hver hlutur gengur eftir ákveðinni vinnslulínu og fær- ist stig af stigi þar til hann er kominn á lokastaðinn þar sem skipið er reist. Hlutirnir gerast hratt þegar þeir eru komnir af stað enda fjöldi sem vinnur í stöðinni og vel þarf að standa að verki ef ljúka á smíði svona skips á innan við ári eftir að hafist er handa við að efna niður í það. Fallegt land, vinalegt fólk og kossaflens Chile er ákaflega fallegt land. Á aðra hönd er strandlengjan í messanum á Árna Friðrikssyni. klukkan eitt, er að því er okkur virtist alveg heilög stund. Þá er tekið hlé og borðuð staðgóð máltíð. Meðan við dvöldum þarna í stöðinni var farið með okkur í yfirmannaklúbinn í hádegismat og þar var þrí- réttað upp á hvern dag. Kvöldverðinn borða þeir síðan milli kl. níu og tíu á kvöldin og þá er aftur þríréttuð máltíð. Þó að maturinn væri ágætur þá voru drykkir Chilemanna enn betri. Rauðvínin þekkjum við Islendingar því Chilevín eru nú einhver mest drukknu rauðvínin á Islandi og svo er þjóðardrykkurinn þeirra, Pisco Sauer, algjört dúndur. Pisco er lagað úr sérstakri vínberja- tegund og hægt er að fá það frá 35% til 50% sterkt. Piscoið er síðan blandað með sítrónu- safa, flórsykri, eggjahvítu og klaka og þeytt saman svo úr verður þessi frábæri svala- drykkur. Tímamunurinn ekki mikill Þó að Chile liggi langt frá Islandi þá er ekki mikill tíma- munur hér og þar. Suður Ameríka liggur svo mikið til austurs að Chile er ekki nema þremur tímabeltum vestan við Island og tímamunurinn milli íslands og Chile því ekki nema þrír tímar og kemur það sér vel því það gerir samskipti milli landa oft snúnari ef tímamunur er mikill. Talcahuano liggur langt fyrir sunnan miðbaug og það tók smá tíma að átta sig á því að sólin var ekki í hásuðri á hádegi eins og maður er vanur hér á norðurslóðum, heldur er hún í hánorðri á hádegi. Þessi umsnúningur náði að gera mig áttavilltan í fyrstu enda ekki vanur að horfa til sólar mót norðri. Einn og hálfan sólar- hring á leiðinni heim Eftir að hafa dvalið í Chile í tvær vikur var haldið heim á leið. Farin var sama leið til baka og út nema að nú var farið á eins skömmum tíma og mögulegt var, einungis beðið eftir að ná næstu vél frá hverjum stað. Við lögðum af stað frá Concepción klukkan sex á mánudagseftirmiðdegi og flugum til Santiago, þaðan til Miami og svo til Orlando. Frá Orlando var svo flogið til Keflavíkur og lent þar klukkan sex á miðvikudagsmorgni, nærri einum og hálfum sólar- hring eftir að lagt var af stað frá Consepción. Það tekur því tíma að skreppa til Chile enda ferðast nánast hinum megin á jarðarkringlunni þegar farið er þangað. Það er þó vel þess virði að leggja ferðalagið á sig sérstaklega þegar hugsað er til allra löglegu kossanna sem fylgja því að dvelja í þessu ágæta landi. Grímur Gíslason.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.