Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Side 18

Fylkir - 23.12.1999, Side 18
18 FYLKIR jólin 1999 skemmtiferð í Svíþjóð. vík. Monberg var fæddur 1856 í Alaborg í Danmörku, mennt- aðist sem verkfræðingur og varð forustumaður í verk- legum framkvæmdum þar í landi, bæði sakir fagþekkingar og reynslu. Hann stóð fyrir framkvæmdum í norrænu löndunum, í Þýskalandi, Rúss- landi, Marokkó, þótti lista- maður í faginu, varð ríkur, gat valið sér verkefni. Hann skipti sér ekki af stjórnmálum, utan einu sinni, eins og síðar verður frá sagt, en þótti áhrifaríkur á mikilvægum stöðum. Sonur hans, Axel, stofnaði fyrirtækið Monberg og Thorsen A/S sem starfar enn. Blasa auglýsinga- skilti þess við þegar farið er í lestir við Austurport í Kaup- mannahöfn, ekki langt frá Jónshúsi. Nú er skrifað mikið í dönsk blöð um að ýmis verk- takafyrirtæki hafi ekki haft nógu hreinan skjöld á stríðsár- unum síðari, eins og A.P. Möller, en þá var gamli N. C. Monberg löngu úr heimi horfinn, dó 1930. Þótt Monberg hefði lokið framkvæmdum í Eyjum á umsömdum tíma við Hring- skersgarðinn, 1916, fór svo að hann tók líka að sér fram- kvæmdir við Hörgaeyrargarð og síðar viðgerð á görðunum og var meira og minna loðinn við þessi mannvirki fram til 1924. Það andar köldu til Monbergs í minningum Þorsteins í Lauf- ási. Nielsen hét yfirverkstjóri hjá Monberg en Jóhannes Hannesson á Miðhúsum var næstráðandi. Þorsteinn tilfærir þessa vísu um mannvirkja- gerðina (eftir Halldór Gunn- laugsson lækni): Jóhannes staflar steinunum með sterkum handleggsbeinunum. Næsta dag spyr náunginn: Nielsen, hvar er garðurinn? Ekki er vitað til að N.C. Mon- berg hafi komið til Vest- mannaeyja í eigin persónu, heldur hafði hann umboðs- menn fyrir sig og verkstjóra, þar á meðal son sinn, Niels, og sat hann fund bæjarstjórnar 13. okt. 1922. Þegar umsvifum Monbergs lauk í Vestmanna- eyjum skuldaði bærinn honum stórar fúlgur fjár. Keli í Sandprýði í kjarabaráttu Verkamenn við hafnargarðana unnu erfitt verk, og fengu ekki hátt kaup fyrir, frekar en aðrir í þann tíð. Þeir efndu til verk- falls 1. júlí 1914 og kröfðust þess að fá kauphækkun, um 3 aura um tímann. Eftir strangar og langar samningaumleitanir hafðist sú krafa fram. Um og upp úr miðri öld voru margir sem minntust starfa sinna við garðana á vegum Monbergs. Einn þeirra var Þorkell Þórðarson í Sandprýði, afi þess sem hér spýtir bleki. Hann var einn verkfallsmanna. Hann þótti hnyttinn í til- svörum og lifa enn margar Danebod hpjskole. Þorkell Þórðarson í Sand- prýði, einn verkfallsmanna 1914. sögur um hann meðal niðja og annarra sem þekktu hann. Ein var sú að hann hefði gert hlé á vinnu sinni við garðana oftar en góðu hófi gegndi til þess að komast á kamarinn, en það gat verið umhendis á þessum stað. Þegar að var fundið við hann og honum bent á að reyna að sinna slíkun nauðsynjum áður en hann kæmi til vinnu, sagði Keli: „Mér dettur ekki í hug annað en að sk... í Monbergs- tíma!“ Þannig hefur nafn „Monbergs“ sveimað í koll- inum frá barnæsku, án þess að því tengdist nokkur önnur merkileg saga en þessi um kamarinn. Þyri Danabót býður til sín Víkur nú sögu á annan stað og í annan tíma. Undirskrifaður fékk þá flugu í höfuðið, að loknu námi í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1966, að fara út í heim áður en af frekara námi yrði, sjá sig um og læra framandi mál. Við vorum tveir skólabræður, Björn Jóhanns- son (póstmeistara), í því ráði. Við höfðum numið danska tungu hjá sr. Þorsteini Lúter, og þótt sá góði klerkur legði sig fram var uppskeran rýr; það var okkar sök. Við ákváð- um því að fara til Danmerkur en á þessum árum var vinsælt hjá ungum mönnum, við þessi tímamót í lífinu, að fara út í heim, annaðhvort á svokallaða lýðháskóla á Norðurlöndum eða á norsk skip, og þótti það þó meira ævintýri og komu sumir aftur heim lífsreyndir og kaffibrúnir og höfðu siglt yfir miðbaug jarðar. Við Björn skrifuðum út og bauðst okkur um haustið að koma á Danebod hpjskole sem er á eynni Als, syðst við Jót- land austan megin, mjög nærri þýsku landamærunum. Af þessari ferð okkar Björns er nokkur saga sem má segja síðar. Skólinn var reistur 1920 fyrir forgöngu sjö alseyískra bænda sem gáfu skólanum nærri aleigu sína svo að endur- reisa mætti danska menningu, sérstaklega skólastarf, á þessu svæði sem hafði heyrt «ndir Þýskaland á árunum 1864 til 1920, og goldið þess á margan hátt. Skólinn var kenndur við Þyri Danabót, eins og hún heitir í íslenskum fornritum, en Thyra Danebod á dönsku. Hún var drottning Gorms gamla, hins fyrsta Danakóngs sem einhverjar sögur fara af og reisti Danavirki við suður- landamæri Danmerkur. Stend- ur það enn 1000 árum seinna. Þetta nafn, Danabót (Dane- bod), var valið á skólann til að minna á varðstöðuna, efla þjóðernisvitund Suður-Jóta, skólinn skyldi vera bólverk. Þýsk áhrif voru hvarvetna auðsæ þegar við Björn tróðum stíga á Als um hálfri öld eftir „endursameiningu" við Dan- mörk og mállýskan (suður- jóska) var harla framandi fyrir nemendur sr. Lúters. Slésvík Og Holtsetaland A þessum slóðum í Suður- Jótlandi og Norður-Þýskalandi hafði gerst mikil saga og þessi héruð voru bitbein Dana og Þjóðverja. I skólanum voru haldnir fyrirlestrar um þessa atburði og farið með okkur á söguslóðir, í Danavirki og til Flensborgar þar sem eru danskir skólar. Slésvík og Holtsetaland (Holstein, sem margir þekkja af góðum bjór), nyrstu héruð Þýskalands, voru öldum saman sjálfstæð hertogadæmi, eins og aðrir hlutar Þýskalands. Her- toginn var Danakonungur, eins og sjá mátti í embættistitli hans fram yfir 1920 („af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stór- mæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg“). Venjulega voru héruðin talin til Danmerkur framan af, af því að þar réðu Danakonungar, en eftir að Prússland (norðausturhluti Þýskalands) efldist að styrk tók að þrengja að Dönum og danskri menningu í hertoga- dæmunum. Danakonungur var í rauninni orðinn hertogi yfir svæðum sem heyrðu til öðru ríkjabandalagi. Lengi framan af gekk dönsk tunga í þessum héruðum en þýsk áhrif jukust eftir því sem á leið með verslun og viðskiptum, fyrst í Holtsetalandi og síðar í Slésvík. Danakonungar héldu þó sem fastast í völd sín en máttu hopa, í nokkrum skref- um, og síðast óð Bismarck með prússneskan her sinn norður að Kóngaá (nyrðri mörkum Slésvíkur) árið 1864 og innlimaði héruðin í Þýska- land, þar á meðal stór landsvæði með dönskumæl- andi fólki. Var þá Danmörk orðin „virkelig et lille land“. Estrup og erfiðir tímar Eftir tap hertogadæmanna urðu erfiðir tímar í Danmörku. Konungsvaldið var sterkt og við völd sat lengi íhaldssöm hægri stjórn í skjóli Kristjáns IX., þess er hingað kom á þjóðhátíð 1874 og gaf stjórn- arskrá. Hann varð fyrstur kon- unga til valda af Lukku- borgarkyni (Glucksborg liggur við Flensborgarfjörð). Þegar Aldinborgar-legg þraut með Friðriki VII. var Kristján IX. dubbaður upp í hásætið, ekki síst fyrir þá sök að ætt hans stóð í hertogadæmunum (Slés- vík), og þannig þóttust menn geta treyst betur samheldni alls ríkisins. Foringi hægri manna, Estrup, var forsætisráðherra, í 19 ár (1875-1894). Hart var tekist á um stjórnarfyrirkomulagið í Danmörku. Vinstri flokkurinn (bændur og frjálslyndir) börð- ust fyrir þingræði, þ.e. þeirri reglu að þjóðþingið, en ekki konungur, ráði því hvernig ríkisstjórn er skipuð. Þeir voru í meiri hluta í Ríkisdeginum (þjóðþinginu) en Estrup og hægri menn beittu þingrofi og þingfrestunum eftir þörfum og gáfu svo út bráðbirgðalög, m.a. bráðabirgða-fjárlög, eins og þeim sýndist þegar þingið hafði verið sent heim og þannig var Danmörku stjórnað síðustu áratugi 19. aldar. Stjórnskipunarvísindi Verður nú gert hlé á sögu Slésvíkur sem úndirskrifuðum varð svo hjartfólgin. Eftir langt skólanám skolar honum upp á skrifstofu Alþingis þar sem lög eru sett fyrir lands- lýðinn og tekist er á um þjóðmálastefnur. Alþingi er elsta stofnun Islendinga, eldri en kirkjan. Það hefur sannar- lega breyst í tímans rás, frá Almannagjá að Austurvelli, og er nú orðið lýðræðislega kjörið fulltrúaþing, með sama sniði og önnur þjóðþing á Vestur-

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.