Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Síða 19

Fylkir - 23.12.1999, Síða 19
19 FYLKIR jólin 1999 löndum, innréttað eftir danskri forskrift 1874. Þjóðþingin eiga svolítið bágt nú um stundir, finnst að fífill þeirra sé ekki nógu fagur, ráðherrar og emb- ættismenn, og ýmsir fleiri, séu að þrengja að þeim á alla vegu, þau ráði í raun miklu minna en stjórnarskrár ætla þeim. Lýðræðið sé á undan- haldi. I þessu nýja umhverfi hjá Alþingi tóku hin miklu stjórn- skipunarvísindi að herja á huga greinarhöfundar. Ekki er mikið mál að tæma það sem skrifað hefur verið á íslensku um þá fræði, en hægt er að komast í feitt ef menn skilja dönsku. Bæði er lesefni nóg og sagan ekki síður athyglis- verð. Einn mikilsverður punkt- ur fræðanna er þingræðið. Það komst á hér á landi 1904 með fyrsta innlenda ráðherranum, Hannesi Hafstein, sem studdist við meiri hluta Alþingis. Þeir atburðir eiga sér hliðstæðu í Danmörku 1901, því að þá gáfust danskir hægri menn og konungur loks upp, og þing- ræðið komst á í Danmörku. Þau tímamót kalla Danir „systemskiftet". Páskakreppan 1920 Dönum blæddi mjög í augu að sjá land sitt svo afskorið eftir 1864, og að vita af löndum sínum undir þýskri stjórn. Var mjög blásið í þjóðernisglæð- urnar og reynt að halda lífi í danska minni hlutanum í Slésvík. Stolt konungs var sært. Það var ásetningur Dana að ná þessum héruðum aftur undir danska stjórn þegar færi gæfist. Þjóðverjar töpuðu fyrra heimsstríði 1918, og voru í sárum. I Versölum var sú regla sett á friðarstefnu, að þjóð- irnar skyldu sjálfar ráða fram- tíð sinni. Eftir þessari stefnu var ákveðið að Slésvíkingar skyldu ákveða í atkvæða- greiðslu hvort þeir heyrðu til Danmörku eða Þýskalandi. Atkvæðagreiðslur fóru fram í mars 1920 og var svæðinu skipt í norðursvæðið, Flens- borg og svo önnur svæði sunn- ar; allt eftir línum sem mál- lýskufræðingurinn Hans Vict- or Clausen hafði dregið á kort (Clausen-línan). Norðanmenn völdu Danmörku, sunnanmenn Þýskaland, og Flensborgarar líka en atkvæðagreiðslan þar fór fram 14. mars. Það sveið konungi sárt, svo og hægri- mönnum. Varð mikill æsingur í Danmörku og vildu margir að engu hafa atkvæðagreiðsl- una í Flensborg, enda margir danskir þar. Kristján konungur X. tók við krúnu 1912, þótti stirður og stríðlyndur. Hann kom til Is- lands, fjórum sinnum, og til Eyja einu sinni, 1930, óvænt og óundirbúið, 24. júní kl. 10 árdegis. Hann sigldi á litlum bát að bryggju. Utfall var og grynningar uppi. Sveinn Scheving lög- regluþjónn var þar fyrir og leist ekki vel á landtöku við Bæjarbryggjuna (lágbryggj- una). Þá kallaði Sveinn til konungs: „Stopp, garnli!" I Víði segir að Kristján Linnet fógeti hafi gengið með kóngsa og Alexandrínu upp að kirkju og um götur bæjarins, upp Strandveginn. Þar var Sveinn Ketilsson að vaska stóran ver- tíðarfisk. Konungur tók af sér hansk- ann og vildi heilsa Sveini. Sveinn tók þá af sér blautan sjóvettlinginn og heilsaði. Samtal varð stirt því að hvorugur kunni tungu hins að gagni. Sagt er að þá hafi Sveinn boðið Kristjáni í nefið, en konungur ekki þegið. Einar í Betel segir í ævisögu sinni að þessu sé logið upp á Svein sem var á útgerð Gísla föður hans á Arnarhóli. Við stjórnvölinn í Kaup- mannahöfn sat á þessum tíma (1913-1920) Zahle forsætis- ráðherra, lítill karl og feitur, með vel snyrt yfirvararskegg og hökutopp, leiðtogi radíkala flokksins, en hann hafði meiri hluta á þinginu með tilstyrk sósíaldemókrata undir forustu Staunings sem var vindlapökk- unarmaður að mennt, síðar landsfaðir og forsætisráðherra í ein 15 ár. Zahle, kratarnir og margir fleiri vildu fara varlega í að innlima þýsk héruð í Dan- mörku, umfram það sem fólkið á þeim svæðum vildi. Þótt hann hefði meiri hluta í þinginu var stjórnin vísast komin í minni hluta meðal kjósenda, enda létt að spila á þjóðernistilfinningar þeirra. Kristján X. kóngur kvaddi mánudaginn 29. mars Zahle á fund sinn, krafðist þess að hann ryfi þing og efndi til kosninga. Því neitaði Zahle, og bar því við að ný kosn- ingalög, sem samstaða væri að nást um, væru til lokameð- ferðar í þinginu. Þá krafðist konungur þess að stjórnin segði af sér svo að ný ríkis- stjórn gæti boðað til kosninga. Því neitaði Zahle líka. Þá fauk í kónginn og hann tilkynnti Zahle að hann yrði leystur frá störfum. Hann mundi notfæra sér þá stjórnskipunarreglu að hinn nýi viðtakandi forsætis- ráðherra skrifar undir skipun- arbréf sitt með konungi (kontra-signerar) en ekki sá fráfarandi. Zahle var þrútinn af reiði en kom engum vörnum við og hvarf úr höllu konungs. Þegar ný stjórn hafði verið mynduð, þ.e. þriðjudaginn 30. mars, í dymbilviku, undir for- ustu Ottos Liebes hæstaréttar- lögmanns, rauf hún þingið og tilkynnti um nýjar kosningar 22. apríl. Þingrofið átti að taka gildi daginn áður, 21. apríl. Þingfundum hafði verið frestað föstudaginn 26. mars, og átti páskafríið að standa til 14. apríl. Þingforseti, sem var úr Vinstri flokknum (flokki bænda, þ.e. stjórnarandstæð- inga) lofaði Liebe að kalla þingið ekki saman fram að kosningum því að annars yrði samþykkt vantraust á hinn nýja forsætisráðherra og það vildi hann forðast. Þetta ger- ræði konungs olli miklu umróti. Valdarán (,,statskup“) kallaði lýðurinn þetta tiltæki. Mótmælagöngur voru farnar og boðað til allsherjarverk- falls. Ríkti umsátursástand í Danmörku um páska 1920. Eru þessir atburðir kallaðir páskakreppan (,,páskekrisen“). Þeir sem um þessa atburði hafa skrifað segja að aldrei hafi konungdæmið danska, og íslenska vel að merkja á þeim tíma, staðið jafnhöllum fæti en þessa róstusömu dymbilviku þegar atvinnulífið var lamað, samgöngur lágu niðri og fjöldagöngur voru farnar gegn kóngi. Hefði hann ekki beygt sig hefði hann verið settur af með valdi. Samkomulag tókst aðfaranótt páskadags milli konungs og Liebes annars vegar og for- ustumanna mótmælenda hins vegar um að Liebe færi frá og ráðuneyti hans, þingið kæmi saman á ný, þótt þingrof hefði verið kunngert, og afgreiddi ný kosningalög (þau eru að stofni til enn í gildi), en síðan færu fram kosningar á áður auglýstum tíma. Hættuástandi var aflýst Zahle og hans menn töpuðu kosningunum. Vinstri flokkur- inn (sem er hinn danski Fram- sóknarflokkur) vann kosning- arnar og Neergaard varð for- sætisráðherra. Engu varð þó um þokað um suður-landa- mæri Danmerkur. Ráðherra opinberra framkvæmda. Til er saga um að Liebe og Zahle hafi hist hjá rakaranum um morguninn 29. mars, dag- inn sem upp úr sauð milli konungs og ríkisstjórnarinnar. Þeir skröfuðu saman vinsam- lega og uggði hvorugur hvað dagurinn bæri í skauti sér fyrir þá. Liebe þurfti að hafa hraðar hendur við að skipa í ráðuneyti sitt og er enn til pappírsbleðill sem hann hripaði á nöfn nokkurra vina sinna og konungs sem sitja skyldu í ráðuneytinu. Þeir urðu átta talsins, einn bættist við síðar. Og hver stingur ekki upp kollinum í umrótinu öllu nema Monberg verkfræðingur sem stóð þá fyrir verklegum framkvæmdum í Vestmanna- eyjum! Hann var skipaður ráðherra opinberra fram- kvæmda („minister for offent- lige arbejder“), eins og þessi ráðherratitill hét fram eftir öldinni en er nú sam- gönguráðherra („trafikmin- ister“). Monberg sat í bankaráði Verslunarbankans danska, (Handelsbanken). Þar var líka Liebe sem var lögfræðingur margra stórra fyrirtækja og umsvifantikill í atvinnulífi. Svo að þeir hafa þekkst vel. Engum sögum fer af afrekum Monbergs ráðherra í embætti, en valdadagar hans urðu aðeins sjö, frá 30. mars til 5. apríl 1920, þegar ný stjórn tók við, stjórn Friis yfirlögráðanda í Höfn eftir samkomulag konungs og leiðtoga lýðsins. Tilskipanir, sem eru undir- ritaðar af Monberg sem ráð- herra, er þó að finna í dönsku Stjórnartíðindunum 1920. Kannski sat Monberg yfir teikningunum af Hringskers- garði eða Hörgaeyrargarði og spekúleraði í því hvernig mætti laga þá smíð þegar Otto Liebe hringdi og bauð ráð- herrasæti, mitt í holskeflu pólitísks óróa sem reið yfir Danmörku um páskaleytið 1920. Hver veit? En stjórn- málaþátttaka tafði hann þá ekki lengi frá því verki því að ráðherradómurinn stóð aðeins í eina viku! Stór augu Margt er hnýsilegt í danskri sögu um þingræði, stjórn- skipunarvísindi og fleira af því tagi, enda er stjórnarskrá okkar þaðan ættuð og allir megindrættir stjórnskipunar á Islandi. Páskakreppan 1920 er afar athyglisverður atburður í danskri sögu en líka merki- legur prófsteinn á lýðræði, þingræði, samskipti konungs og þjóðþings, svo að eitthvað sé nefnt. Sá sem hripar þessar línur, og var andlega beygður eftir fimm lestra á sorgarsögu hafnargarðanna, rak því al- deilis upp stór augu, og hresst- ist allur, þegar hann fann nafn Monbergs verkfræðings meðal persóna og leikenda í og við Amalíuborg um páskaleytið 1920. Þar var kominn karlinn sem afi vildi láta borga sér fyrir tímann á kamrinum.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.