Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Side 25

Fylkir - 23.12.1999, Side 25
FYLKIR jólin 1999 25 Lúðrasveit Vestmannaeyja 60 ára: Mikilvæg fyrir menningarlífið Seint í febrúarmánuði 1939 komu nokkrir menn saman í AKOGES-húsinu til að athuga möguleika á stofnun lúðrasveitar hér í bæ. Höfðu áður farið fram umræður milli þessara manna í einkasamtölum, en hér var áhugaliðinu fyrst stefnt saman til að hefjast handa. Fundi þessum lauk með því að kosin var nefnd til að gera drög að lögum og undirbúa það annað er til þurfti að formleg félagsstofnun gæti farið fram. Undirbúningsnefndina skip- uðu þeir Hreggviður Jónsson frá Hlíð, Oddgeir Krist- jánsson tónskáld og Karl Guðjónsson kennari og síðar alþingismaður. Aðrir fundar- menn á fundi þessum voru þeir Jóhann Gíslason frá Uppsölum, Kjartan Bjama- son í Djúpadal og Kristinn Jónsson á Mosfelli. Æfingar hefjast Hófust nú æfmgar í lúðrablæstri og kenndi Oddgeir nokkrum nýliðum í kúnstinni fyrstu tök íþróttarinnar áður en reynt var að ná sam- hljómum. Fyrstu nemendur voru þeir er á undirbúningsfundinum vom (aðrir en Hreggviður og Kristinn sem báðir vom gamalæfðir), Ami Guð- jónsson lögfræðingur frá Breið- holti og Haraldur Kristjánsson frá Breiðabólstað. Hljóðfæri vom fengin að erfðum eftir samnefnt félag, sem áður hafði starfað. Stofnfundur Lúðrasveitar Vest- mannaeyja var svo haldinn í Akóges-húsinu hinn 22. mars árið 1939 og telst hann því stofndagur sveitarinnar. Alls vom 14 menn boðaðir til stofnfundarins en níu mættu. Auk undirbúningsnefndar- innar voru mættir þeir Jóhann Gíslason frá Uppsölum, Kjartan Bjamason í Djúpadal, Ami Guð- jónsson í Breiðholti, Ámi Guð- mundsson á Háeyri (Ámi úr Eyjum), Haraldur Kristjánsson á Breiðabólstað og Guðjón Hjör- leifsson múrari. Hreggviður stýrði fundi og lagði fram tillögu undirbúningsnefndar að lögum félagsins eftir að hann hafði lýst tilgangi fundarins og fengið samþykki fyrir félagsstofn- uninni. í stjóm vom kosnir þeir hinu sömu og áður skipuðu undirbún- ingsnefndina, þannig að Hregg- viður var kjörinn formaður, Odd- geir var gjaldkeri en Karl ritari. Vom þessir menn aðalmennimir í stjóm félagsins um langt árabil, farsælir og góðir forystumenn. Oddgeir var þegar ráðinn stjóm- andi sveitarinnar og í upphafi æfði hann yfirraddimar en Hreggviður undirraddimar. Æfðu þeir hvor sinn hóp eitt kvöld í viku, en á sunnudögum vom svo samæfingar. Æfingar - spilamennska Æfingar vom fyrst í stað uppi í Akógeshúsinu, en þar var þá enn ekki gengið frá þiljum og var húsið því aðeins í fokheldu ástandi. Var því oft heldur kalt og hráslagalegt á íyrstu æfingum sveitarinnar. Sveitin kom fyrst formlega fram á hvítasunnudag hinn 29.maí 1939 og lék þá á svölum Samkomuhúss- ins á hátíðahöldum sem Bama- skólinn efndi til. Eftir það fór sveitin að láta til sín heyra við fjölmörg tækifæri. Æfingar vom sóttar af áhuga jafnframt því sem fleiri bættust í hópinn. Ekki varð viðdvöl sveitarinnar löng við æfingar í Akógeshúsinu, þar sem þá átti að fara innrétta það til annarra nota. Fékk sveitin þá inni í Bamaskólanum. Þar hafði sveitin sína æfingaaðstöðu í um þrjá áratugi, en fékk þá inni um skamman tíma í félagsheimilinu við Heiðarveg. I maímánuði 1972 rættist svo stór draumur er sveitin fékk „eigið“ húsnæði til afnota í Amardrangi við Hilmisgötu. Bæjaryfirvöld, sem í gegnum árin hafa ávallt verið hlynnt sveitinni og veitt henni stuðning sinn, afhentu þá sveitinni til umráða neðri hæð hússins. Húsið hýsti þá og um langt árabil síðan Tónlistarskóla Vestmanna- eyja og hefur sveitin verið í „sambúð“ með þeim skóla ávallt síðan og er enn. Haustið 1998 flutti svo sveitin með Tónlistarskólanum í nýtt hús- næði í gamla Iðnskólahúsinu við Vesturveg. Er þar verið að gera stórglæsilega aðstöðu til að þjóna hinum ýmsu listum í bæjarfélaginu og hefur húsið hlotið nafnið Listaskóli Vestmannaeyja. Félagsskapurinn Eins og áður er getið var fyrsti formaður sveitarinnar Hreggviður Jónsson frá Hlíð og síðan hafa nokkrir mætir menn verið þar við stjómvölinn. Núverandi formaður er Hafsteinn Guðfinnsson. Fyrsti stjómandi sveitarinnar var að sjálfsögðu Oddgeir Kristjánsson tónskáld, sem lést langt um aldur fram 18. febrúar 1966, þá aðeins 55 ára. Var það öllum mikill harmdauði og skarð fyrir skildi í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Því ekki var nóg með að hann væri afbragðs stjómandi og mikill félagi, heldur var heimili hans og Svövu konu hans eins konar „félagsheimili“ sveitarinnar. Heimili þeirra að Stafnesi stóð öllum opið og var þar allra vanda reynt að leysa. Svava og Hrefna dóttir þeirra höfðu brennandi áhuga á starfi sveitarinnar og velferð hennar og studdu Oddgeir með ráðum og dáð. Núverandi stjómandi sveitarinnar er Stefán Siguijónsson, skósmiður. Sveitin eins og hún var skipuð á styrktartónleikum haustið 1978. Stjórnandi var þá Hjálmar Guðnason. Stofnendur Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Myndin er tekin 1940, stjórnandi var þá Oddgeir Kristjánsson. Oddgeir Kristjánsson, tón- skáld. „Faðir Lúðrasveitar- innar. Ferðalög Þá er eins þáttar í starfi sveitarinnar ógetið sem átt hefur mikinn þátt í að halda saman félagsskapnum í svo mörg ár, en það em hin árlegu ferðalög sem sveitin hefur farið í. Má segja að allt frá því að fyrsta ferð sveitarinnar var farin 15. til 17. júní 1940 hafi sveitin farið árlega í lengri eða skemmri ferðalög. Oftast innanlands og þá stundum upp í óbyggðir, s.s. Landmanna- laugar og Þórsmörk. Fyrsta ulanlandsferðin var farin til gömlu Tékkóslóvakíu árið 1959 og var það tuttugu daga ferð er stóð frá 9. til 29. ágúst. Aftur var farið til útlanda árið 1964 og þá voru Norðurlöndin heimsótt og síðan hefur sveitin ferðast m.a. til Irlands, Skotlands og víðar. Hafa þessar ferðir ávallt verið mjög skemmtilegar og vel til þess fallnar að halda hópnum saman og gera félagsskapinn góðan og eftir- sóknarverðan. Oft hafa „áhang- endur“ fylgt sveitinni á þessum ferðalögum og til margra ára höfðu ákveðnir aðilar nokkurs konar á- skrift að þessum ferðalögum. Hér að framan hefur verið drepið á nokkur atriði úr sögu Lúðra- sveitar Vestmannaeyja og eins og ávallt verður, hefur ýmsu verið sleppt sem gaman hefði verið að minnast á. Bíður það síns tíma. Þegar horft er um öxl og litið á þann langa tíma sem sveitin hefur í raun lifað og það góðu og kraft- mikla lífi, hlýtur það að vera fróm ósk að svo megi verða um mörg ókomin ár. Víst er að þeir sem nú halda um stjórnvölinn í sveitinni og þeir sem þar eru félagar munu leggja metnað sinn í að svo verði og vonandi lfka þeir sem þá taka við. Þá þurfa þeir er stjóma bæjar- félaginu á hveijunt tíma að vera sér meðvitaðir um mikilvægi þess að góð lúðrasveit sé í bænum og styðji starf hennar eftir föngum. Það hafa bæjaryfirvöld hingað til gert og vonandi verður svo áfrarn. Við hin ýmsu tækifæri þykir sjálf- sagt að sveitin sé til staðar og setji sinn svip á stundina. Lúðrasveit Vestmannaeyja skipar svo stóran sess í menningarlífi Eyja að stórt skarð yrði, ef hennar nyti ekki við. Magnús Jónasson

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.