Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 29
29
FYLKIR jólin 1999
lúxusskipi og þaðan sáust bygg-
ingamar miklu á alla vegu og
mörg stór skip utan við höfnina,
um morguninn taldi ég 43 skip
sem biðu eftir að komast upp að.
Á skipinu hitti ég fólk frá Hawaí
og mikið vorkenndi ég fallegri
dömu, er ég sá hve húð hennar var
spillt af sólarhita.
Hjá frændum Keikós
Við komum í Sea World, sem stóð
undir nafni og hvílík mannvirki og
aðstaða þama úti við sjóinn.
Sýningaraðstaða var fyrir háhym-
inga og alls konar sjávardýr, ótrú-
legt samansafn af fiskum, kröbb-
um og fleiri kvikindum. Þama
vom fimm háhyrningar sem mér
fannst mér skylt að kíkja á, sérlega
er ég sá að sá að sá langstærsti og
kröftugasti var með boginn bak-
ugga eins og Keikó. Það má skjóta
því hér inn í, að ég vissi ekki fyrr
en síðar í ferðinni að Keikónafnið
er mjög algengt kvenmannsnafn í
Japan. Annar þjálfaranna, stúlka,
kunni vel að meta boginn bakugga,
því þar sat hún eins og í söðli er
hún lét hann leika listir sínar.
Næst lá leiðin til Ono en fyrst
varð ég að fara til Tókýó þar sem
prófessor Saxea beið mín á
brautarstöðinni en hún hún hafði
verið á ferð í Eyjum stuttu áður en
ég lagði upp. Lét hún sig hafa það
að skreppa fimm til sex tíma fram
og aftur til að heilsa upp á mig.
Á leiðinni á næsta stað fór ég
fram hjá fjallinu, þeirra helga Fuji
sem gnæfir 3745 m til himins með
sínum hvíta kolli. Stúlkan, sem
tók á móti mér var 6. ættliðurinn í
húsinu. Mér varð starsýnt á
splúnkunýtt borð og stóla í
eldhúsinu en gestgjafi minn,
Kyakó brosti og sagðist hafa
keypt þetta til að ég gæti sest
annars staðar en á gólfinu. Sem
sagt, mér að kenna að 150 ára hefð
hússins var brotin með því að
koma með húsgögn inn í húsið.
Grafreitur fjölskyldunnar er í
bænum skammt frá húsinu og þar
voru veglegir legsteinar og mikið
af blómum. Kyakó sagðist fara í
hverri viku og skipta um blóm í
vösunum. Þama er hof og margt
forvitnilegt að sjá m.a. minn-
ingartöflur fjölskyldunnar sem
þama hafði búið frá miðri 19. öld.
Hjá gamalli stríðshetju
Ég var boðinn á nokkur heimili og
er mér sérstaklega minnistæð
gömul stríðshetja, sem heitir Sako
en hann slapp með skrekkinn
þegar kjarnorkusprengjunni var
kastað á Hirosima. Hjá Sako var
ekki farið úr skónum enda var
hann nokkuð vestrænn í háttum.
Vopnasafn hans er magnað, byssur
allt frá 8. öld og mikið hnífasafn,
m.a. harakirihnífar sem notaðir
vom til sjálfsvíga þegar Japanair
reyndu að bjarga heiðri sínum með
sjálfsmorðum. -Notuðu þá, sagði
hann, og rak upp skellihlátur.
Svona liðu dagamir, alltaf sama
blíðan, glampandi sól og hitinn
yfir 20 stig og aldrei rigningar-
dropi. Það vakti athygli mína
þegar verið var að klæða með
timbri utan um minnstu trén í
húsagörðum. En þetta er varúð-
arráðstöfun, til að bjarga
greinunum undan snjóþunga en
þama getur fallið eins til tveggja
metra snjór í desember og janúar
og em góð skíðalönd í grenndinni.
Bauðst til að taka ómakið
af Ama Johnsen
Frá þessu góða fólki lá leiðin til
gömlu höfuðborgarinnar Kyoto
sem mikið hefur verið í fréttum
m.a. vegna umhverfisráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Okkar
maður hefur tregðast við að skrifa
undir lokaniðurstöðuplaggið. Ég
sendi Áma vini mínum Johnsen
einmitt kort og spurði hvort ekki
væri rétt að nota ferðina og láta
mig skrifa undir.
Kyoto hýsir mörg af frægustu
listaverkum og söfnum Japana,
þama er þétt búið eins og í öðmm
stórborgum, þar sem ekki var búið
að byggja var seldur aðgangur í
bílastæði. Höfðu greinilega margir
atvinnu af því. Þegar við fómm að
heilsa upp á prestsdótturina, ókum
við inn í eins konar skáp. Þegar
bfllinn var kominn á hilluna, var
ýtt á takka og þá sá ég fullt af
bflum, sem vom á þessum hillum,
sem snemst á svipaðan hátt og sést
í hjólum skemmtigarðanna.
Machiko listakona, forstjóri
auglýsingastofu var hin föngu-
legasta kona, sem hefur náð langt í
faginu. M.a. var hún nýbúin að
skila af sér skreytingum á nýja
ópem á staðnum.
Þá var komið að því að leita uppi
Hirako í Yokohama og við Kyako
kvöddumst með virktum, hneig-
ingum og beygingum samkvæmt
japanskri hefð en engin snerting
fyrirframan almenning.
í heimsókn hjá
Everestfara
Næst lá leiðin til Hirakó og for-
eldra hennar sem tóku mér af
sömu ljúfmennskunni og ég hafði
hvarvetna mætt. Ég sá að þama
var rfkulega búið og spurði með
hógværð um húsbóndann. og brá
mér aðeins er ég frétti að Dr.
Omari MD. væri yfirlæknir á 370
rúma sjúkrahúsi, þar sem 57
læknar ynnu auk 270 hjúkmnar-
fræðinga. Hvemig skyldi honum
lítast á þetta fyrirbæri úr norðrinu?
Þetta vom óþarfa áhyggjur því
læknirinn reyndist einstaklega
þægilegur og skemmtilegur. Hann
hafði numið í Bandaríkjunum og
sótt læknaráðsefnur víða um heim.
Hann var líka mikill göngugarpur
hafði m.a. klifið Everst fyrir 18
ámm. Svo skemmtilega vildi til að
ég var með í farteskinu bol með
okkar íslensku Everestförum sem
Ástþór sonur minn hafði gefið
mér. Varð doktorinn mjög glaður
er ég rétti honum flíkina.
Þama var skemmtilegur heim-
ilisandi og allir virtust boðnir og
búnir til að gera sér glaðan dag.
Doktorinn var fínn söngmaður,
kom með söngbækur frá Ameríku-
dvölinni og við sungum ýmsa
slagara, sem ég þekkti. Auk þess
vildu þau fá að heyra jólasálma.
Ég hafði samband við tvo vini
mína, sem bjuggu í borginni. Fóm
þeir með mig í dagsferðir sem vom
fróðlegar og innihaldsríkar. Mest
var gaman að finna hve fólkið
hafði mikla ánægju af að vera með
manni og sýna það markverðasta.
Síðasta kvöldið í faðmi Omari-
fjölskyldunnar var mér haldin
veizla þar sem uppistaðan var
Sushi sem er einn af þjóðarréttum
Japana. Eins og ég hef margtekið
fram, var ég löngu hættur að hugsa
um sviðin og borðaði allt sem fyrir
mig var borið. Þarna var komið
með fat sem á var raðað 17 te«-
undum af hráum fiskréttum. Ég
borðaði þetta með bestu lyst og
kvöldið leið með söng og spjalli.
Doktorinn vildi vita, hvemig ég
færi að því að halda mér svona vel.
Fullyrti hann að ég hlyti að vera
yngri en raun ber vitni. Ég þakkaði
lofið og kvaðst vera svo heppinn
að hafa aldrei þurft að leita mér
lækninga eða fara á sjúkrahús,
aðeins til tannlæknis. Sagði ég að í
ísskápnum væri lýsi sem ég tæki á
hverjum morgni ásamt einni töflu
af E-vítamíni. En það voru tveir
ungir þýskir lyíjafræðingar sem ég
hitti fyrir sjö ámm sem mæltu með
í E-vítamíni til að ég gæti haldið
fyrri reisn. Doktoroinn vildi fá að
sjá glasið og kom þá í ljós að við
notum sams konar E- vítamín.
Við ferðalok var mér efst í huga
þakklæti til allra, sem greiddu götu
mína í þessari einstöku ferð, þar
sem treyst var á gestrisni og
gjafmildi meðal fjarlægra þjóða.
Þetta var sannkallað ævintýri, sem
sannfærði mann um gæsku Guðs
að gera mér kleift að njóta svo
lífsins sem dæmi sanna.
Samantekt úr ferðadagbók á
aðventu 1998
Jóhann Friðfinnsson.
Þarna komst ég næst geisunni sem hafði atvinnu af því að láta
mynda sig með fólki.
Farið er með „tigna“ gesti í tesermoní sem mikil helgi hvílir
yfir hjá þarlendum. Á dögunum sá ég svipaða Ijósmynd, sem
tekin var af Schröder, kanslara Þýskalands sem kominn var í
fótspor mín.
Þetta er yndislegt fólk en mér brá þegar dóttirin sagði mér
að pabbi hennar stjórnaði 570 rúma sjúkrahúsi í Yokohama.
Með Kyako í einu af stóru hofnum. Aftan við okkur er
gríðarstórt málverk af Fuji, helgasta fjalli Japana.
Slegið á létta strengi í Yokohama er frúin settist við píanóið.
Prófessor Sakae, t.v. en hún var á ferð í Vestmannaeyjum
nokkru áður en ég lagði upp til Japans og Kína vegna Keikós.
Hún lét sig ekki muna um að ferðast sjö klukkutíma fram og
til baka til að hitta mig. Ekki hafði ég hugmynd um að ég væri
svona vinsæll.