Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Page 11

Skátablaðið - 01.01.1947, Page 11
laugardag, er við héldum a£ stað upp eftir, vo;;u regndroparnir farnir að saggast úr di ungalegu kvöldloftinu, og jókst sú óáran meir, er lengra leið. Okkur varð fljótlega hrollkalt, þar sem við lölluðum þarna á stuttbuxum með ber hnén, en því vorum við víst ekki vanir svona að haustlagi heima. Hrollurinn hvarf þó fljótlega, er bjarma bar á himininn fyrir framan okkur, merkið, sem gefa skyldi til kynna, að nú ætti hátíðin að hefjast. Við varðeldana höfðu skátarnir safnazt sam- an og allt virtist á ferð og flugi, hinir eldri sem yngri önnum kafn- ir við undirbúnings- störfin. Á einum stað sýndist þó mest um að vera, og héldum við þangað. En við kom- umst varla nema tvö skref í hverri atrennu, því að Gunnar Þor- steinsson, foringi okkar og leiðsögumaður, var alltaf að heilsa sínum sænsku skáta- bræðrum. Þarna kom t. d. Bertil Ekerot, sjálfur héraðsforinginn í Stokkhólmi, og síðan Bellmann eða réttara sagt Bengt Hell- mann, hár og dökkhærður skátaforingi, sem um þetta leyti var einn af æðstu em- bættismönnum héraðsráðs Stokkhóhnsskát- anna, en einnig mest ráðandi í ,,.St. Maria“ scoutkár, skátafélaginu, sem við íslending- arnir höfðum einkum átt saman við að sælda. Ég get ekki stillt mig um að bæta því liér við, að flestir eða ef til vill allir sænskir skátar hafa sín sérstöku skátanöfn, nöfn, sem aðeins eru notuð meðal skátanna sjálfra á fundum og í útilegum þeirra, og virðast þau vinna á sama hátt og flokks- heiti, flokksfánar, sveitarhróp og annað slíkt að myndun og viðhaldi flokksandans, skátaandans. Hellmann hefir sannarlega ekki verið óheppinn með sitt skátanafn, sem sjálfsagt hefir þó komið nokkurn veg- inn ósjálfrátt, einhvern tíma á skemmtilegu skátaferðalagi. En hvað um það. Flestir aðrir Svíar hefðu víst sannarlega viljað hreppa þctta nafn ljóða- og lagaskáldsins. En nú skulum við ganga milli eldanna og hafa heldur hrað- an á, því að alltaf herðir regnið. Inni í litln rjóðri, sunnan til á hæðinni við hinn sænska „dala- kofa“, sem státar af ævagömlu vatnshjóli, eru skátar með bak- poka á bakinu og all- an útilegubúnað ferj- aðir yfir allstóra tjörn. Okkur litlendingunum, sem aldrei höfum séð slíkar aðfarir fyrr, þyk- ir þetta heldur glæfra- legt, og ekki er laust við að Svíarnir hafi hálf gaman af að sjá félaga sína dingla þannig í loftinu yfir hyldjúpri tjörninni. Á öðrum stað fer fram kennsla í „spinn- ing“ og þriðji skátahópurinn matreiðir eitt- hvert góðgæti, sem drengirnir sjálfir snæða síðan með gleðisvip. Þeir eru víst mest öf- undaðir a£ áhorfendaskaranum. En svo er það ævintýralegasti þáttur þessarar Gránsö- hátíðar, keppnin milli langa „Lassots“ og liins smávaxna félaga hans. Mér er sagt, að þeir „Lassot" hafi verið afar frægar persón- ut á „Gránsömótinu", og þykist ég vita að það sé í alla staði rétt, enda var keppnin þarna um að „slá köttinn úr tunnunni“ með afbrigðum „spennandi". Þessi sami „Lassot" var einnig varðeldastjóri á varð- eldi þeim, er fram fór að lokum í útileik- SKÁTABLAÐIÐ 3

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.