Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 17
FRA JAMBOREE-NEFND
pNNÞÁ er ekki hægt að segja, að hin áformaða Jamboree-för íslenzkra skáta
1947 verði nokkurn tíma farin. Tvö grundvallaratriði þess, að slík för verði
farin, hafa enn eigi að fullu fengizt ákveðin, en þau eru farkostur og gjaideyrir.
Óhætt mun þó að segja, að vænlega horfi með hvort tveggja. Með tilliti til
þess ber okkur öiium, sem hyggjum á Jamboree-för 1947, að hafda áfram undir-
búningnum af fullum krafti.
Mikill áhugi er ríkjandi hjá íslenzkum skátum fyrir för þessari. Þegar
þetta er ritað (25. janúar), hafa borizt umsóknir frá 7 félögum á landinu,
sem skiptast þannig:
Akranes .......................... 3
Akureyri .......................... 15
Bolungarvík ........................ 1
Hafnarfjörður ...................... 6
fsafjörður ......................... 7
Keflavík .......................... 14
Reykjavík .................... ca. 40
Samtals 86
Þið sjáið, að nú þegar eru komnar umsóknir fyrir 86 þátttakendur, og
þó nokkur félög eiga eftir að senda umsóknir. Líklegt er, að takmarka verði
tölu þeirra, sem fara, við 100, vegna gjaldeyrisskorts. Er því vissara fyrir þá,
sem löngu fyrirfram liafa ákveðið að fara á Jamboree, að sækja um nú þegar.
Umsóknareyðublöð hafa verið send öllum félögum, og geta skátar fengið
þau hjá félagsforingjunum. Nauðsynlegt er, að þau séu rétt og nákvæmlega
fyllt út og að tryggingargjaldið, kr. 500.00, fylgi umsókninni.
Svo sem sjá má á öðrum stað hér í blaðinu, virðast kvenskátar einnig
hafa fulian hug á að komast á mót þetta, en Jteir verða bara að hafa það í
huga, að undanfarin alþjóðamót skáta — Jamboree — hafa aðeins verið fyrir
drengjaskáta og svo mun enn verða.
Samt sem áður liefir nefndin rekið augun í, að á teikningunni yfir móts-
staðinn er gert ráð fyrir sérstöku tjaldbúðasvæði, sem nefnt er „Ladies Camp“.
Fyrir nokkru síðan sendi nefndin bréf tii frönsku Jamboree-nefndarinnar með
fyrirspurn um tilhögun tjaldbúðasvæðis þessa. Til að vekja ekki neinar tálvonir
íslenzkra kvenskáta, sem mikill sómi væri að hafa með og mundu sízt af
öllu óprýða hina íslenzku skátasveit á mótinu, viljum við geta þess, að allar
líkur benda til að þetta séu aðeins búðir fyrir starfsstúlkur mótsins.
— Ritari. —
SKATABLAÐIÐ
9