Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Side 18

Skátablaðið - 01.01.1947, Side 18
BADEN-POWELL Skrýtnir fuglar Nú í haust kom út (loksins liggur mér við að segja) fyrsta bók B.-P. i íslenzkri þýðingu, og vildi svo einkennilega til, að siðasta bók hans varð fyrir valinu: „SÓL OG REGN — sögur frá Kenýu“. t þessari bók lýsir B.-P. aðallega hinni fjölskrúðugu náttúru Afriku, sem var honum svo kœr. \ TlÐ fórum nýlega í annað sinn að svip- ’ ast um eftir gíröffum. í slíkum ferðum er betra að hafa gát á öliu. Trúlegt mætti virðast, að jafn stór dýr og gíraffar, sextíu feta há og livít, gul og dumbrauð á lit, sæjust gerla. En því fer fjarri. Þau standa tíðast við lágar trjáhvirfingar, þannig að þau geta sjálf horft yfir krónurnar, þótt greinarnar og laufið hylji skrokk þeirra. Hreyfi þau sig ekki úr stað, eru fætur þeirra nauðalíkir trjábolum. Háralitur þeirra ber mikinn keim af gulnuðu grasi. Okkur gekk illa ferðin. Við sáum aðeins einn gíraffa, og hann var dauður. Við veittum því fyrst athygli, að fáeinir gammar renndu sér úr háa lofti og svifu lengi yfir trjáhvirfingu. Þessir fuglar eru ótrúlega fráneygir, og gráðugir eru þeir eins og drengir á vaxtaraldri. Sjái gammur, sem er á flugi hátt í lofti, dauða skepnu, eða jafnvel aðeins lasburða, rennir hann sér undir eins til jarðar. Aðrir gammar, sem eru hærra í lofti, veita flugi hans strax athygli og flýta sér líka til veizlugleðinnar. Hið furðulega við þennan fugl er ekki ein- ungis, hve sjón hans er skörp, heldur hví- líkan fjölda drífur að, þar sem æti er að finna, þótt mannlegu auga dyljist þeir. Þegar þeir lækka flugið, steypa þeir sér til jarðar í stórum sveigum og hreyfa ekki væng. Þó skeikar þeim ekki að renna sér þar niður, sem ætið er. Þeir eru ljótir fuglar, höfuðið snoðið og hálsinn ber og nefið bogið og grimmilegt. En allt fyrir það vildi ég sjálfur vera gamm- ur og geta svifið hátt uppi í bláum geimn- um án allra erfiðismuna. Þegar við nálguðumst staðinn, sem gamm- arnir liöfðu haft augastað á, sáum við kyn- lega sjón. Fyrst gátum við ekki áttað okkur á, hvað það var, en þegar við nálguðumst, sáum við, að þarna var saman* kominn hópur þessara stóru gamma. Þeir stóðu í löngum röðum eins og hermenn í fylk- ingu. Þegar við stugguðum við þeim, þá dröttuðust þeir ólundarlega úr sporunum, veifuðu heljarbreiðum vængjunum, flögr- uðu nokkra faðma og settust síðan á trén. Þeir kærðu sig ekki um að yfirgefa máls- verð sinn að svo stöddu. En þembdir voru þeir orðnir af öllum ósköpunum, sem þeir voru búnir að rífa í sig. Þeir minntu einna lielzt á skóladrengi á veizludegi, sem segja, þegar þeim er boðinn meiri matur: T 0 SKATABLAOiÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.