Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 20

Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 20
að bylta egginu til. Gassinn er sérstaklega hátíðlegur og drýldinn á svip við þetta klak. Nýlega var mér sagt frá atviki, sem kvað liafa gerzt í mörgæsabyggðinni. Gass- inn vildi fá eggið til umönnunar. „Frá, frá! Nú get ég,“ sagði hann. En gæsin neitaði góðu boði: „Troddu kolsvörtum hausnunt á þér undir vænginn,“ svaraði hún. Þessu reiddist gassinn og barði gæsina svo óþyrmiiega með vængstúfnum, að hún valt um koll. Síðan rak hann hvasst nefið á kaf í höfuðið á henni, cinlivers staðar í námunda við þann stað, sem lieilinn hefði átt að vera — ef hún hefði haft nokkurn heila. „Svona álít ég,“ sagði hann, „að eigi að kenna þér góða siði.“ Síðan lagði hann eggið ofur gætilega á fit sér og» sat á því, þar til úr því kom lítill gassi, er taka skyldi arf eftir föður sinn. Bcekuv B. /. S. í fyrra gaf B. í. S. út tvær skátabækur. Önnur var ævisaga Baden-Powells, eftir „Úlfljót", en hin yffingabók eftir sr. Jakob Jónsson. Ævisaga Baden-Powells er um 75 bls. og prentuð í hentugu broti. Þar er sagt ali- ýtarlega frá hinu merka ævistarfi B.-P. og hvernig skátahreyfingin varð til. — Það ætti að teljast nauðsynlegt að hver skáti hefði lesið þessa bók og kynnt sér hana, er hann tekur nýliðaprófið. — Foringjar! Athugið hvort nýliðar ykkar eiga þessa bók eða hafa lesið hana. Hún kostar aðeins 5 kr. og afgreiðir gjaldkeri B. í. S. hana beint til skátafélaga. Ylfingabókin er fjölrituð bók, sem beinir ylfingastarfseminni inn á nýjar brautir. Þar er stuðzt við þjóðsöguna skemmtiiegu af Veivakanda og bræðrum hans. I bókinni eru tekin fyrir ylfingaprófin. Þessi bók er nauðsynleg hverjum yifing og ylfingafor- ingja. Sendið pantanir til stjórnar B. í. S., pósthólf 831, Rvík. Bókin kostar 5 kr. °o° Tóta litla tindilfætt á skátaveiðum 12 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.