Skátablaðið - 01.01.1947, Side 24
Nýr þáttur. — Meira og betra samstarf. — Skátabókin eða brauð-
kassinn. — Hvenær kemur ný útgáfa af Skátabókinnif — Kvenskátarnir
og fyrirheitna landið. — íslenzkir flugskátar. — Úlfljótur. — Fleiri
skátabœkur. —- Búningar koma. Missið ekki vonina.
J1_JÉR liefst nýr þáttur í Skátablaðinu. Heitir
hann eins og þið sjáið: „Við tjaldskörina".
Tilgangur þessa þáttar á að verða sá, að ræða
áhugamál einstakra skáta og skátafélaga, svo og
að svara spurningum og bréfum, sem þættinum
kunna að berast. Þátturinn á að vera tengiliður
rnilli skátanna innbyrðis og þeirra, sem með
framkvæmdavaldið fara, eins konar skátapóstur
eða kjallari blaðsins. Þetta hefir að vísu alltaf
verið og er m. a. hlutverk Skátablaðsins sjálfs,
en starfandi skátar vita það vel, að þá langar
oft til þess að senda fyrirspurnir varðandi gang
ýmissa mála innan skátahreyfingarinnar, án þess
þó að skrifa um það langar og merkilegar grein-
ar. Þá er mörgum skátum það einnig vel ljóst
•og jafnvel áhyggjuefni. hve samband og sam-
:starf milli skátafélaganna úti á landsbyggðinni
■og Bandalagsins er lítið. Engum getum skal að
því leitt, af hverju þetta kann að stafa, en ávinn-
ingur væri það fyrir þennan nýja þátt Skáta-
blaðsins, ef honum tækist að verða eitthvað
ágengt í því, að koma hér á meira og frjálslegra
samstarfi.
Þátturinn tekur á móti öllu, sem skáta varðar,
og ekki sízt því, sem getur orðið skátahreyfing-
unni til eflingar og styrktar. Ef einhverjum
finnst seinlega ganga með ýmiss mál innan
hreyfingarinnar, skaðar ekki að skrifa þættin-
um „Við tjaldskörina“. Engin bréf, sem sann-
gjarnfega og hógværlega eru rituð, verða snið-
gengin, .heldur reynt að skýra málin, vekja um-
ræður um þau og hnippa í viðkomandi aðilja.
Þátturinn tekur einnig að sjáifsögðu við öllu
gamni. Sízt má án þess vera, þótt alvara lífsins
sé mikil og djúp. Og nú er orðið laust. En hafið
bréfin fyrir alla muni stutt og gagnorð, rúmsins
vegna. Sendið bréfin til Skátablaðsins, pósthólf
831, Reykjavik, merkt „Við tjaldskörina",
SKÁTABÓKIN. Eftirfarandi bréf hefir bor-
izt frá Kára:
,.Þar eð ég hefi frétt, að í uppsiglingu væri
nýr þáttur í Skátablaðinu, sem taka á við fyrir-
spurnum og bréfum varðandi ýmis skátamál-
efni, datt mér í hug að spyrjast fyrir um, hvað
liði með skátabókina. Ég var eins og fleiri mjög
glaður árið 1944, þegar fyrsti hluti hinnar nýju
skátabókar kom út, því að það er ekkert spaug
að vera flokksforingi og kenna öðrum skátum
bókarlaus. Ég geng þess ekki dulinn nú, að ég
varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa út-
gáfu skátabókarinnar. Og ég veit, að fleiri en
ég eru óánægðir með hana. Helztu gallar bók-
arinnar virðast mér vera þessir: Brotið ómögu-
legt, auðu síðurnar óþarfar, pappírinn ekki sem
beztur, myndir of fáar og lélegar, efnið of þurrt
og jjungmelt. Bókin í heild er ekki eins skemmti-
leg og æskilegt væri. Ég skil alls ekki þá stefnu,
að hafa skátabók í mörgum bindum, heila bóka-
samstæðu eða ritsafn, sem ekki er nokkur leið
að taka með sér í útileguna nema að skilja eftir
brauðkassann sinn. íslenzka skátabókin er and-
stæða við erlendar skátabækur yfirleitt, sem all-
ar eru í samanþjöppuðu formi og innihalds-
ríkar. Ég þekki t. d. engan skáta, sem ort hefir
í eyður skátabókarinnar. Ný útgáfa skátabókar-
innar þyrfti að koma sem fyrst út. Ameríska
skátabókin „Handbook for boys“ gæti verið til
fyrirmyndar um marga hluti. I hinni nýju skáta-
bók væri ákjósanlegt að fá skemmtilega og fróð-
16
SKATABLAÐIÐ