Skátablaðið - 01.01.1947, Page 25
lcga kafla um „landið vort fagra með litskrúðug
fjöllin". Ég ætla ekki að vera langorðari í þetta
sinn og læt því þetta nægja. En gaman væri að
heyra frá fleirum, um sama efni í sama þætti.“
HALLGERÐUR LANGBRÓK er heldur
þykkjuþung. Hún skrifar:
„Getur það verið rétt, að kvenskátar fái ekki
að taka þátt í alþjóðamóti skáta, sem halda á í
Frakklandi á sumri komanda? Mér finnst það
bara anzi hart og ósanngjarnt og veit ekki
hvers við eigum að gjalda í þessum efnum. Trú-
að gæti ég því, að kvenskátar hafi ekki verið
hér með í ráðum og karlmennirnir ákveðið
þetta einir. Það var þeim líkt.“
Sannleikurinn er sá, að engar áreiðanleg-
ar upplýsingar munu vera fyrir hendi um
áhyggjuefni Hallgerðar. En því miður verð ég
að hrella kvenskátana svolítið með því að
minna þá á, hvaða venja hefir gilt í þessum
efnum á undanförnum Jamboreemótum. Þar
hafa kvenskátar ekki verið þátttakendur. Þrátt
fyrir það er ég þess fullviss, að íslenzkum
drengjaskátum væri ekkert ljúfara en að kven-
skátarnir fengju að fljóta með þeim til Frakk-
lands. í þessu sambandi má og minna á, að
óvíða eða hvergi í veröldinni nema á íslandi
eru kven- og drengjaskátar undir sameiginlegri
yfirstjórn. Er mjög ánægjulegt til þess að vita,
hve góð samvinna og heilbrigt samstarf hefir
tekizt með þessurn tveim fylkingum. En þetta
er bara hér en ekki annars staðar. Og íslenzkir
drengjaskátar geta ekki létt áhyggjunum af
Hallgerði, þótt þeir fegnir vildu. Þeir verða al-
gerlega að hlíta þeim fyrirmælum, sem koma
frá fyrirheitna landinu.
LOFTFARI skrifar:
„Ahugi ungs fólks á flugi og flugmálum fer
sívaxandi hér á landi. Margir unglingar fylgjast
af mikilli kostgæfni og sérstökum áhuga með
þessum málurn. Þetta er ekki óeðlilegt, þar sem
flugið er að verða merkur þáttur í samgöngum
vorum, og er þegar farið að valda miklum
straumhvörfum á því sviði. Það er því ekki
nema gott eitt urn það að segja, að unga fólkið
fylgist með, lesi og læri um þessi mál, svo af-
drifarlk og merkileg sem þau kunna að verða
fyrir íslenzku þjóðina. Og nú er vaknaður áhugi
fyrir flugmálunum innan skátahreyfingarinnar.
Og þar sem það er m. a. tilgangur skátafélags-
SKÁTABLAÐIÐ
Frentvillupúkinn hefir brugðið sér i búning
kvenskáta og hugsar sér gott til glóðarinnar,
þegar skátarnir fara að skrifa þœttinum. „Við
tjaldskörina“.
skaparins, að þroska huga og hönd, með hag-
nýtum og góðum viðfangsefnum, væri athugandi
hvort Bandalag íslenzkra skáta ætti ekki nú þeg-
ar að koma til móts við þessi ungmenni, og
vinda bráðan bug að því að semja flugskátapróf
og gefa út leiðbeiningar um það, hvernig skipu-
leggja á flugskátaflokk. Innan skátahreyfingar-
innar eru til menn, sem góða þekkingu hafa á
þessum málum. Ekki er ólíklegt, að þeir vilji
liðsinna í þessum efnum. En sjálfsagt verður
nokkrum erfiðleikum bundið að útvega kennslu-
krafta."
Þetta segir Loftfari. — B.I.S. ætti að athuga
þetta. Ég hefi komið þessu-á framfæri og um-
ræður eru hafnar.
BÓKAÚTGÁFA hér á landi hefir vaxið stór-
kostlega hin síðari ár. Bendir það m. a. til þess,
að nokkur gróðavegur sé að gefa út bæk-
ur. I öllum þeim aragrúa bóka, sem út koma,
fer heldur lítið fyrir skátabókmenntunum.
Skátaflokkurinn Úlfljótur hefir þó sýnt lofs-
verðan dugnað i að gefa út skátabækur, fjöl-
ritaðar og nú síðast prentaðar. Fyrir jólin kom
út bókin Skátarnir á Róbinsoneyjunni. Bókin
er viðburðarík og hressandi dægurlesning, en
skilur þó ekki mikið eftir. En Úlfljóti má allt
fyrirgefa, þar eð hann liefir gefið út nauðsyn-
legar og nytsamar bækur, en hreppt skuldir að
launum. Úlfljótur á þakkir skyldar fyrir fram-
takssemina á þessum sviðurn, en skátar yfirleitt
ættu að sýna honum meiri og betri skilning,.
með því að kaupa bækur Úlfljóts. — Þá hefir
Snælandsútgáfan sent frá sér bókina Sól og regn
eftir Baden-Powell. Bókin er skemmtileg aflestr-
ar, en margar betri bækur eru til eftir sama
17