Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Page 17

Skátablaðið - 01.07.1948, Page 17
traust, sjálfsagi, sjálfsvirðing og sjálf- stæði sett í hásæti, en í mörgum kirkj- unnar skólum voru eiginleikar þessir allt að því á borð við synd, þeim var auð- nrýktin hin æðsta dyggð. Baden Powell var riddarasinnis en af kirkjulegu bergi brotinn. Hann steypti því þessu tvennu hiklaust saman í skáta- kerfinu. Með vaknandi þjóðernistilfinningu skipaði ættjarðarástin snrám saman sess þann í hugum einstaklinganna, sem óðul aðalsmannanna höfðu gert í hugum þeirra. Baden Powell fannst uppeldi æskulýðsins að þessu leyti einna mest ábótavant og miðaði því skátakerfið við það að reyna að bæta úr þessu eftir nrætti — bæta úr því á riddaravísu en með kristilegu hugarfari. Hann aðhylltist kennisetningar Pestalozzis, að allt upp- eldi verður að vissu leyti að vera kristi- legt uppeldi. Baden Powell lifði það að sjá þjóð- ernistilfinninguna, sem a. m. k. í sex ald- ir hefur verið ein sterkasta tilfinning hjá einstaklingum og þjóðum, ná hátindi sínum og valda hinum stórfeldustu árekstrum sem sögur fara af, fyrri og síðari heimsstyrjöldinni. Baden Powell hafði sjálfur tekið þátt í ófriði og stjórn- að í ófriði, en fundist meira en nóg um. Hann sá því fyrir sígandi sól þjóðernis- tilfinningarinnar en óraði fyrir alheims- borgaranum. Hugboðum um hann yrði því að koma inn hjá unga fólkinu. Þess vegna er ákvæðið: „allir skátar eru góðir lagsmenn“ og þess vegna mynda öll skáta- félög eitt alheimsbræðralag. En Baden Powell gerði meira en hugsa þetta — hann beitti sér á öðru ári eftir fyrri lieimsstyrjöldina fyrir alþjóðamóti skáta (Jambore) í London. „Það er ekk- ert ráð til þess að útrýma hleypidómum og misskilningi þjóða og einstaklinga á milli sem jafnast á við persónulega við- kynningu.“ Síðan hafa að jafnaði slík skátamót verið haldin fjórða hvert ár. Alþjóðaskátamótin eru hagnýt land- kynning, hagnýt námskeið í menntun heimsborgarans, þess hugarfars sem virð- ist hljóta að koma þar eð framundan virðist ella aðeins um annað hvort að ræða, einn heim eða engan heim. Baden Powell ólst upp á tímum þegar stjórnarfarsleg breyting í lýðræðisátt var að búa um sig í hugum mannanna og kornast í framkvæmd í ýmsum löndum, byltingar voru á sviði trúarbragða, heim- speki, uppeldisfræði, náttúruvísinda og heita má að sífelldur ófriður ríki ein- hversstaðar í heiminum. Hann var góð- ur maður, sem vildi gera sitt til þess að hjálpa öðrum til þess að lifa lífinu í friði. Hann fékk góða hugmynd sem virtist geta sameinað allar þæx megin hugsana- stefnur, sem uppi voru á hans ævi, og virðist hafa getað aðlagað sig högum og háttum allra þjóða. Hugmynd hans um skátafélagsskapinn virðist snerta almenna mannlega strengi, strengi sem til eru í ungu fólki allra landa og hún virðist hafa uppfyllt einhverja þörf hjá mörgu af þessu unga fólki. í þessu virðist mér muni falin skýr- ingin á hinni geysimiklu útbreiðslu skátafélagsskaparins á svo fáum árum — SKATABLAÐIÐ 111

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.